Fótbolti

Brendan Rodgers: Við erum að fá á okkur alltof auðveld mörk

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jonjo Shelvey í leiknum í kvöld.
Jonjo Shelvey í leiknum í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, var að vonum ekki sáttur eftir 2-3 tap á móti Udinese í Evrópudeildinni í kvöld en leikurinn fór fram á Anfield. Liverpool komst yfir í leiknum og var með mikla yfirburði stóran hluta hans en skelfilegur kafli í seinni hálfleik fór með leikinn.

„Við vorum virkilega góðir í fyrri hálfleiknum en vorum síðan í vandræðum á fyrstu fimmtán til tuttugu mínútunum í seinni hálfleik. Við misstum einbeitinguna, urðum latir og allt í einu voru við komnir 1-3 undir," sagði Brendan Rodgers.

„Við gáfum þá aftur í og náðum að minnka muninn en það eru mikil vonbrigði að stjórna leiknum stærsta hluta hans og gefa svona ódýr mörk," sagði Rodgers.

„Mér fannst liðið vinna vel saman en það gengur ekki að þurfa að skora þrjú, fjögur eða fimm mörk til að vinna leiki. Við þurfum að vinna í varnarleknum því við erum að fá á okkur alltof auðveld mörk," sagði Rodgers.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×