Hamilton talinn líklegastur í Singapúr Birgir Þór Harðarson skrifar 20. september 2012 15:30 Hamilton er vinsæll meðal liðsmanna McLaren. Hann er einnig talinn sigurstranglegastur. nordicphotos/afp McLaren-ökuþórinn Lewis Hamilton er talinn líklegastur til að sækja sigur í singapúrska kappakstrinum um helgina. Hamilton hefur verið gríðarlega sterkur um borð í McLaren-bílnum í undanförnum mótum og á mesta möguleika á að skáka Alonso. Breski veðbankinn William Hill gefur Hamilton stuðulinn 3,25. Á eftir honum er Fernando Alonso á Ferrari með 5,00. Castrol Edge-reikniformúlan gefur Hamilton 35% líkur á að vinna kappaksturinn. Sebastian Vettel er honum næstur með 20% líkur og Alonso með 18%. Hamilton er nú annar í heimsmeistarabaráttunni með 142 stig, 37 stigum á eftir Alonso. Kimi Raikkönen á Lotus er þriðji með 141 stig og Sebastian Vettel fjórði með 140 stig. Keppnin er því enn gríðarlega jöfn þegar aðeins sjö mót eru eftir á dagatalinu. Singapúrski kappaksturinn er keppnautum Alonso mjög mikilvægur. Sigur þar mun skipta miklu máli þegar tímabilið fer að renna út. Í augnablikinu virðist sem Lewis Hamilton sé líklegastur til að skáka Alonso. Hann vann ítalska kappaksturinn fyrir tveimur vikum og þann ungverska í lok júlí. Liðsfélagi hans hjá McLaren, Jenson Button, sigraði belgíska kappaksturinn. Keppt er að kvöldi til í Singapúr en brautin þar er mjög hröð og erfið. Keppt er á götum borgarinnar sem gerir leikinn en áhugaverðari svo ekki sé talað um birtuskilyrðin sem eru vægast sagt léleg. McLaren-bílarnir eru mjög sterkir og brautin ætti að henta þeim vel. Button gæti þó átt í erfiðum með að finna jafnvægi í bílnum og er þá líklegri til að fara verr með dekkin en liðsfélaginn. Aðstæður í Singapúr eru allt öðru vísi en í Belgíu svo það kæmi ekki á óvart ef vandræði Buttons koma upp aftur. Red Bull-liðið hefur ekki verið sannfærandi í undanförnum mótum. Bíllinn hjá Vettel bilaði á Ítalíu og Webber varð að hætta keppni. Samt sem áður má ekki afskrifa þá því eins og áður segir er Vettel aðeins tveimur stigum á eftir Hamilton. Formúla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
McLaren-ökuþórinn Lewis Hamilton er talinn líklegastur til að sækja sigur í singapúrska kappakstrinum um helgina. Hamilton hefur verið gríðarlega sterkur um borð í McLaren-bílnum í undanförnum mótum og á mesta möguleika á að skáka Alonso. Breski veðbankinn William Hill gefur Hamilton stuðulinn 3,25. Á eftir honum er Fernando Alonso á Ferrari með 5,00. Castrol Edge-reikniformúlan gefur Hamilton 35% líkur á að vinna kappaksturinn. Sebastian Vettel er honum næstur með 20% líkur og Alonso með 18%. Hamilton er nú annar í heimsmeistarabaráttunni með 142 stig, 37 stigum á eftir Alonso. Kimi Raikkönen á Lotus er þriðji með 141 stig og Sebastian Vettel fjórði með 140 stig. Keppnin er því enn gríðarlega jöfn þegar aðeins sjö mót eru eftir á dagatalinu. Singapúrski kappaksturinn er keppnautum Alonso mjög mikilvægur. Sigur þar mun skipta miklu máli þegar tímabilið fer að renna út. Í augnablikinu virðist sem Lewis Hamilton sé líklegastur til að skáka Alonso. Hann vann ítalska kappaksturinn fyrir tveimur vikum og þann ungverska í lok júlí. Liðsfélagi hans hjá McLaren, Jenson Button, sigraði belgíska kappaksturinn. Keppt er að kvöldi til í Singapúr en brautin þar er mjög hröð og erfið. Keppt er á götum borgarinnar sem gerir leikinn en áhugaverðari svo ekki sé talað um birtuskilyrðin sem eru vægast sagt léleg. McLaren-bílarnir eru mjög sterkir og brautin ætti að henta þeim vel. Button gæti þó átt í erfiðum með að finna jafnvægi í bílnum og er þá líklegri til að fara verr með dekkin en liðsfélaginn. Aðstæður í Singapúr eru allt öðru vísi en í Belgíu svo það kæmi ekki á óvart ef vandræði Buttons koma upp aftur. Red Bull-liðið hefur ekki verið sannfærandi í undanförnum mótum. Bíllinn hjá Vettel bilaði á Ítalíu og Webber varð að hætta keppni. Samt sem áður má ekki afskrifa þá því eins og áður segir er Vettel aðeins tveimur stigum á eftir Hamilton.
Formúla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira