Veisla fyrir augu og eyru Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 24. september 2012 19:00 Ljóst var frá fyrstu stundu að vel var í tónleikana lagt, en Lúðrasveit Selfoss tók á móti gestum með skemmtilegum útsetningum á lögum sem hingað til hafa ekki verið tengd við lúðrasveitir. Að lúðrunum þögnuðum steig Nýdönsk á svið og gaf tóninn fyrir það sem koma skyldi. Ný og breytt útsending af Hjálpaðu mér upp hljómaði svona rétt til að koma því frá, eins og Björn Jörundur sagði að laginu leiknu. Tónleikarnir voru tvískiptir, fyrir hálfleik mátti heyra lög sem eru ekki endilega á meðal vinsælustu laga sveitarinnar, en hljómsveitarmeðlimi langaði að leika. Var þar margan gullmolann að finna sem kom á óvart. Í síðari hálfleik var síðan gefið meira í og fjörið keyrt áfram þar til yfir lauk. Eflaust söknuðu einhverjir uppáhaldslagsins síns, en þegar lagalistinn er jafn góður og raun ber vitni hjá Nýdönsk er slíkt óhjákvæmilegt. Hljómsveitin hefur greinilega ákveðið að gera þetta almennilega, fyrst verið var að þessu á annað borð. Hún var í fantaformi og aðdáunarvert var að fylgjast með samspili þeirra Björns Jörundar og Daníels Ágústs. Fjöldi gesta steig á svið; Hjaltalín, Unnsteinn Manúel, Urður Hákonardóttir, KK, Svanhildur Ólafsdóttir, að ógleymdum Bryndísi Höllu Gylfadóttur og Sigurði Flosasyni. Og skemmst er að segja frá því að frábærlega tókst til. Svona eiga afmælisveislur að vera, veisla fyrir augu og eyru. Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Ljóst var frá fyrstu stundu að vel var í tónleikana lagt, en Lúðrasveit Selfoss tók á móti gestum með skemmtilegum útsetningum á lögum sem hingað til hafa ekki verið tengd við lúðrasveitir. Að lúðrunum þögnuðum steig Nýdönsk á svið og gaf tóninn fyrir það sem koma skyldi. Ný og breytt útsending af Hjálpaðu mér upp hljómaði svona rétt til að koma því frá, eins og Björn Jörundur sagði að laginu leiknu. Tónleikarnir voru tvískiptir, fyrir hálfleik mátti heyra lög sem eru ekki endilega á meðal vinsælustu laga sveitarinnar, en hljómsveitarmeðlimi langaði að leika. Var þar margan gullmolann að finna sem kom á óvart. Í síðari hálfleik var síðan gefið meira í og fjörið keyrt áfram þar til yfir lauk. Eflaust söknuðu einhverjir uppáhaldslagsins síns, en þegar lagalistinn er jafn góður og raun ber vitni hjá Nýdönsk er slíkt óhjákvæmilegt. Hljómsveitin hefur greinilega ákveðið að gera þetta almennilega, fyrst verið var að þessu á annað borð. Hún var í fantaformi og aðdáunarvert var að fylgjast með samspili þeirra Björns Jörundar og Daníels Ágústs. Fjöldi gesta steig á svið; Hjaltalín, Unnsteinn Manúel, Urður Hákonardóttir, KK, Svanhildur Ólafsdóttir, að ógleymdum Bryndísi Höllu Gylfadóttur og Sigurði Flosasyni. Og skemmst er að segja frá því að frábærlega tókst til. Svona eiga afmælisveislur að vera, veisla fyrir augu og eyru.
Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp