Fyrsta Svansvottaða veitingahúsið 26. september 2012 12:03 Starfsfólk Nauthóls hefur sterka umhverfisvitund og leggst á eitt með að hlúa að náttúrunni. Við vildum endurspegla fegurð og tærleika náttúrunnar sem umlykur Nauthól í Öskjuhlíð. Því var markmið okkar í upphafi að verða umhverfisvænt veitingahús," segir Guðríður María Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri veitingahússins Nauthóls sem var opnað við Nauthólsvík fyrir þremur árum. Hún segir veitingahús gangast undir strangt ferli og þurfa að uppfylla marga þætti til að öðlast vottun norræna Svansmerkisins. "Við þurftum þó litlu að breyta enda höfðum við Svansvottun að leiðarljósi þegar við hófum rekstur og vorum vel búin undir að takast á við innleiðingarferlið. Ferlið gekk vel fyrir sig og mín tilfinning er að við munum eiga auðvelt með að framfylgja ferlum vottunarinnar í framhaldinu," segir Guðríður sem er strax farin að finna fyrir stórum sparnaði í mörgum þáttum rekstursins. "Á vínseðli bjóðum við gómsæt, lífræn vín og bjór og á matseðli ríkulegt úrval grænmetisrétta. Aðrir réttir á matseðli innihalda margir hverjir ferskt og lífrænt hráefni beint frá bónda og eggin eru til að mynda úr frjálsum og hamingjusömum hænum. Þá eru öll hreinsiefni til daglegra þrifa með Svansvottun og á Nauthóli er mjög þróað flokkunarkerfi sorps sem tryggir lágmarksáhrif á umhverfið," útskýrir Guðríður. Hún segir starfsfólk Nauthóls upplýst um alla ferla sem viðkoma Svansvottuninni og meðvitað um að flokka rusl samviskulega, slökkva óþörf ljós, fara sparlega með rafmagn og skrúfa fyrir rennsli undir stéttum þegar ekki er frost og snjór. Þá hjálpi til að allur tækjabúnaður var keyptur nýr og sparneytinn. "Hér leggjast allir á eitt og hafa gaman af enda góð tilfinning að hlúa að umhverfi okkar og bjóða aðeins það besta, grænasta og hollasta úr náttúrunni. Með Svansvottun tökum við samfélagslega ábyrgð og skref í átt að eðlilegri framtíðarþróun, ásamt sjálfsagðri skyldu gagnvart umhverfinu, starfsfólki okkar og viðskiptavinum," segir Guðríður. Gestir Nauthóls munu verða varir við Svansvottun á matseðli og víðar í húsinu og er von Guðríðar að Svansvottun Nauthóls verði öðrum veitingahúsum til eftirbreytni. "Við erum stolt af því að fá virta vottun Svansmerkisins á Nauthól og hlökkum til að taka á móti gestum sem vilja njóta veitinga á umhverfisvænum veitingastað í fagurri náttúru borgarinnar," segir Guðríður. Nauthóll er á Nauthólsvegi 106. Heimasíða www.nautholl.is og www.facebook.com/nautholl. Tengdar fréttir Úrval af vistvænum vörum hjá Olís Vitund um vernd umhverfisins hefur aukist mikið undanfarin ár. Olís býður fjölbreytt úrval hreinlætisefna, poka og pappírs sem er vottað með merki Svansins. Fyrirtækið tekur inn nýjar vörur í línuna reglulega og býður einnig upp á námskeið í notkun þeirra fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög. 26. september 2012 12:15 Svanurinn var punkturinn yfir i-ið ISS Ísland var fjórða fyrirtækið á Íslandi til að hljóta umhverfisvottunina Svaninn og um leið fyrsta fyrirtækið innan ISS/AS samsteypunnar. Umhverfismál hafa verið stór þáttur í rekstri fyrirtækisins í 30 ár. 26. september 2012 11:15 Traustur vinur umhverfis og húðar Dönsku hreinlætisvörurnar frá Neutral hafa slegið í gegn á meðal Íslendinga sem velja gæði fyrir sjálfa sig og heimilið og vilja umgangast náttúruna af virðingu. Allar vörur Neutral eru lausar við ilm-, litar- og skaðleg aukefni. Langstærstur hluti Neutral-línunnar er með vottun norræna Svansmerkisins. Því er auðvelt fyrir neytendur að leggja sitt af mörkum í umhverfisvernd. 26. september 2012 12:24 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Við vildum endurspegla fegurð og tærleika náttúrunnar sem umlykur Nauthól í Öskjuhlíð. Því var markmið okkar í upphafi að verða umhverfisvænt veitingahús," segir Guðríður María Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri veitingahússins Nauthóls sem var opnað við Nauthólsvík fyrir þremur árum. Hún segir veitingahús gangast undir strangt ferli og þurfa að uppfylla marga þætti til að öðlast vottun norræna Svansmerkisins. "Við þurftum þó litlu að breyta enda höfðum við Svansvottun að leiðarljósi þegar við hófum rekstur og vorum vel búin undir að takast á við innleiðingarferlið. Ferlið gekk vel fyrir sig og mín tilfinning er að við munum eiga auðvelt með að framfylgja ferlum vottunarinnar í framhaldinu," segir Guðríður sem er strax farin að finna fyrir stórum sparnaði í mörgum þáttum rekstursins. "Á vínseðli bjóðum við gómsæt, lífræn vín og bjór og á matseðli ríkulegt úrval grænmetisrétta. Aðrir réttir á matseðli innihalda margir hverjir ferskt og lífrænt hráefni beint frá bónda og eggin eru til að mynda úr frjálsum og hamingjusömum hænum. Þá eru öll hreinsiefni til daglegra þrifa með Svansvottun og á Nauthóli er mjög þróað flokkunarkerfi sorps sem tryggir lágmarksáhrif á umhverfið," útskýrir Guðríður. Hún segir starfsfólk Nauthóls upplýst um alla ferla sem viðkoma Svansvottuninni og meðvitað um að flokka rusl samviskulega, slökkva óþörf ljós, fara sparlega með rafmagn og skrúfa fyrir rennsli undir stéttum þegar ekki er frost og snjór. Þá hjálpi til að allur tækjabúnaður var keyptur nýr og sparneytinn. "Hér leggjast allir á eitt og hafa gaman af enda góð tilfinning að hlúa að umhverfi okkar og bjóða aðeins það besta, grænasta og hollasta úr náttúrunni. Með Svansvottun tökum við samfélagslega ábyrgð og skref í átt að eðlilegri framtíðarþróun, ásamt sjálfsagðri skyldu gagnvart umhverfinu, starfsfólki okkar og viðskiptavinum," segir Guðríður. Gestir Nauthóls munu verða varir við Svansvottun á matseðli og víðar í húsinu og er von Guðríðar að Svansvottun Nauthóls verði öðrum veitingahúsum til eftirbreytni. "Við erum stolt af því að fá virta vottun Svansmerkisins á Nauthól og hlökkum til að taka á móti gestum sem vilja njóta veitinga á umhverfisvænum veitingastað í fagurri náttúru borgarinnar," segir Guðríður. Nauthóll er á Nauthólsvegi 106. Heimasíða www.nautholl.is og www.facebook.com/nautholl.
Tengdar fréttir Úrval af vistvænum vörum hjá Olís Vitund um vernd umhverfisins hefur aukist mikið undanfarin ár. Olís býður fjölbreytt úrval hreinlætisefna, poka og pappírs sem er vottað með merki Svansins. Fyrirtækið tekur inn nýjar vörur í línuna reglulega og býður einnig upp á námskeið í notkun þeirra fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög. 26. september 2012 12:15 Svanurinn var punkturinn yfir i-ið ISS Ísland var fjórða fyrirtækið á Íslandi til að hljóta umhverfisvottunina Svaninn og um leið fyrsta fyrirtækið innan ISS/AS samsteypunnar. Umhverfismál hafa verið stór þáttur í rekstri fyrirtækisins í 30 ár. 26. september 2012 11:15 Traustur vinur umhverfis og húðar Dönsku hreinlætisvörurnar frá Neutral hafa slegið í gegn á meðal Íslendinga sem velja gæði fyrir sjálfa sig og heimilið og vilja umgangast náttúruna af virðingu. Allar vörur Neutral eru lausar við ilm-, litar- og skaðleg aukefni. Langstærstur hluti Neutral-línunnar er með vottun norræna Svansmerkisins. Því er auðvelt fyrir neytendur að leggja sitt af mörkum í umhverfisvernd. 26. september 2012 12:24 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Úrval af vistvænum vörum hjá Olís Vitund um vernd umhverfisins hefur aukist mikið undanfarin ár. Olís býður fjölbreytt úrval hreinlætisefna, poka og pappírs sem er vottað með merki Svansins. Fyrirtækið tekur inn nýjar vörur í línuna reglulega og býður einnig upp á námskeið í notkun þeirra fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög. 26. september 2012 12:15
Svanurinn var punkturinn yfir i-ið ISS Ísland var fjórða fyrirtækið á Íslandi til að hljóta umhverfisvottunina Svaninn og um leið fyrsta fyrirtækið innan ISS/AS samsteypunnar. Umhverfismál hafa verið stór þáttur í rekstri fyrirtækisins í 30 ár. 26. september 2012 11:15
Traustur vinur umhverfis og húðar Dönsku hreinlætisvörurnar frá Neutral hafa slegið í gegn á meðal Íslendinga sem velja gæði fyrir sjálfa sig og heimilið og vilja umgangast náttúruna af virðingu. Allar vörur Neutral eru lausar við ilm-, litar- og skaðleg aukefni. Langstærstur hluti Neutral-línunnar er með vottun norræna Svansmerkisins. Því er auðvelt fyrir neytendur að leggja sitt af mörkum í umhverfisvernd. 26. september 2012 12:24