Kappaksturslæknirinn Sid Watkins látinn Birgir Þór Harðarson skrifar 13. september 2012 18:30 Sid Watkins ræðir við Ayrton Senna, helgina örlagaríku á Ítalíu 1994. Sid Watkins, frumkvöðull í öryggismálum í kappakstri, lést í gærkvöldi 84 ára að aldri. Hann var lykilmaður í að gera Formúlu 1-kappaksturinn eins öryggan og hann er í dag. Á árunum 1978 ti 2004 kom Watkins að fjölmörgum hræðilegum slysum í Formúlu 1 og bjargaði mörgum mannslífum. Watkins starfaði sem læknir á Formúlu 1-mótunum á Brands Hatch-brautinni í Bretlandi og á Watkins Glen-brautinni í Bandaríkjunum árið 1978. Bernie Ecclestone, þá þegar orðinn mikill áhrifamaður í Formúlu 1, bauð honum að stækka við sig og gerast heilbrigðisfulltrúi kappakstursins. Hann barðist ötulega fyrir auknum öryggiskröfum í kappakstri og fyrir betri bráðamóttökum á brautunum. Á sama tíma féllu margar stjörnur Formúlunnar, meðal annarra Ronnie Peterson (Ítalía 1978) og Gilles Villenevue (Hollandi, 1982). Sid Watkins bjargaði lífum margara ökumanna. Meðal þeirra eru Didier Pironi, Nelson Piquet, Gerhard Berger, Rubens Barrichello, Mika Hakkinen, Martin Donnelly og Karl Wendlinger. Villeneuve var síðasti ökuþórinn til að láta lífið í Formúlu 1-kappakstri þar til Ayrton Senna lést á Ítalíu 1994. Eftir helgina örlagaríku á Ítalíu 1994 þegar Senna og Roland Ratzenberger létu lífið, tók Watkins þátt í að stofna sérstaka nefnd innan alþjóða kappakstursambandsins, FIA, um öryggi í kappakstri.Læknateymi Watkins hugar að Ayrton Senna eftir að hafa dregið hann upp úr bílnum á Imola árið 1994. Watkins kom að öllum alvarlegum slysum í Formúlu 1 frá 1978 til 2004.mynd/apMargar þekktar fígúrur í kappakstursheiminum hafa minnst Sid Watkins í dag. Martin Brundle er einn þeirra en hann sendi inn Twitter-færslu þar sem segir: "Mótorsport hefur misst sannan hugsjónamann og karakter í Sid Watkins, 84. Mikill maður, fyndinn líka. Hann bjargaði vinstri fæti mínum frá aflimun." Rubens Barrichello getur líka þakkað Watkins líf sitt en hann lenti í hryllilegu slysi sömu helgi og Ratzenberger og Senna létust. "Það var Sid Watkins sem bjargaði lífi mínu á Imola 1994. Frábær náungi til að vera með, ávallt glaður. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur ökumenn. Hvlí í friði." Félag Formúlu 1 ökuþóra sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem Watkins er minnst. Þar segir meðal annars: "Hann hjálpaði til við að bjarga lífum margra Formúlu 1-ökumanna með því að nútímavæða læknisaðstoðina. Vegna starfa hans hefur tekist að koma í veg fyrir alvarleg meiðsli." Jean Todt, forseti FIA og fyrrum liðstjóri Ferrari-liðsins, segir Watkins hafa verið elskaðan og virtan af öllum þeim sem með honum störfuðu og þekktu hann. "Þetta er sannur sorgardagur fyrir FIA-fjölskylduna og allt mótorsportsamfélagið. […] Við verðum honum ávallt þakklát." Formúla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Sid Watkins, frumkvöðull í öryggismálum í kappakstri, lést í gærkvöldi 84 ára að aldri. Hann var lykilmaður í að gera Formúlu 1-kappaksturinn eins öryggan og hann er í dag. Á árunum 1978 ti 2004 kom Watkins að fjölmörgum hræðilegum slysum í Formúlu 1 og bjargaði mörgum mannslífum. Watkins starfaði sem læknir á Formúlu 1-mótunum á Brands Hatch-brautinni í Bretlandi og á Watkins Glen-brautinni í Bandaríkjunum árið 1978. Bernie Ecclestone, þá þegar orðinn mikill áhrifamaður í Formúlu 1, bauð honum að stækka við sig og gerast heilbrigðisfulltrúi kappakstursins. Hann barðist ötulega fyrir auknum öryggiskröfum í kappakstri og fyrir betri bráðamóttökum á brautunum. Á sama tíma féllu margar stjörnur Formúlunnar, meðal annarra Ronnie Peterson (Ítalía 1978) og Gilles Villenevue (Hollandi, 1982). Sid Watkins bjargaði lífum margara ökumanna. Meðal þeirra eru Didier Pironi, Nelson Piquet, Gerhard Berger, Rubens Barrichello, Mika Hakkinen, Martin Donnelly og Karl Wendlinger. Villeneuve var síðasti ökuþórinn til að láta lífið í Formúlu 1-kappakstri þar til Ayrton Senna lést á Ítalíu 1994. Eftir helgina örlagaríku á Ítalíu 1994 þegar Senna og Roland Ratzenberger létu lífið, tók Watkins þátt í að stofna sérstaka nefnd innan alþjóða kappakstursambandsins, FIA, um öryggi í kappakstri.Læknateymi Watkins hugar að Ayrton Senna eftir að hafa dregið hann upp úr bílnum á Imola árið 1994. Watkins kom að öllum alvarlegum slysum í Formúlu 1 frá 1978 til 2004.mynd/apMargar þekktar fígúrur í kappakstursheiminum hafa minnst Sid Watkins í dag. Martin Brundle er einn þeirra en hann sendi inn Twitter-færslu þar sem segir: "Mótorsport hefur misst sannan hugsjónamann og karakter í Sid Watkins, 84. Mikill maður, fyndinn líka. Hann bjargaði vinstri fæti mínum frá aflimun." Rubens Barrichello getur líka þakkað Watkins líf sitt en hann lenti í hryllilegu slysi sömu helgi og Ratzenberger og Senna létust. "Það var Sid Watkins sem bjargaði lífi mínu á Imola 1994. Frábær náungi til að vera með, ávallt glaður. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur ökumenn. Hvlí í friði." Félag Formúlu 1 ökuþóra sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem Watkins er minnst. Þar segir meðal annars: "Hann hjálpaði til við að bjarga lífum margra Formúlu 1-ökumanna með því að nútímavæða læknisaðstoðina. Vegna starfa hans hefur tekist að koma í veg fyrir alvarleg meiðsli." Jean Todt, forseti FIA og fyrrum liðstjóri Ferrari-liðsins, segir Watkins hafa verið elskaðan og virtan af öllum þeim sem með honum störfuðu og þekktu hann. "Þetta er sannur sorgardagur fyrir FIA-fjölskylduna og allt mótorsportsamfélagið. […] Við verðum honum ávallt þakklát."
Formúla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira