Schumacher og Hamilton fljótastir á æfingum í Monza Birgir Þór Harðarson skrifar 7. september 2012 13:47 Red Bull voru hvergi á æfingunum í dag. nordicphotos/afp Mercedes knúnir bílar voru fljótastir á æfingum dagsins fyrir ítalska kappaksturinn í Monza í dag. Michael Schumacher, sem ekur fyrir Mercedes-liðið, var fljótastur á æfingum morgunsins og Lewis Hamilton, á McLaren-bíl, var fljótastur á æfingunum í hádeginu. Mercedes-vélarnar virðast vera þær öflugustu á Monza-brautinni sem er sú hraðasta á tímabilinu. Fernando Alonso, á Ferrari-bíl, var fljótastur um brautina framan af á seinni æfingunni en lenti í vandræðum með bílinn þegar á leið. Hann þurfti því að leggja bílnum inn í skúr og varð af dýrmætum reynsluaksturstíma. Gera má ráð fyrir að Ferrari-liðinu hafi ekki tekist að safna nægilegum upplýsingum um virkni bílsins með full tank af eldsneyti. Það gæti skaðað möguleika þeirra á sigri í kappakstrinum. Liðið verður annars örugglega öflugt í tímatökunum. Það sem gæti haft áhrif á getu sumra liða er hvaða gírhlutföll þeir hafa valið til að nota í kappakstrinum. Gírhlutföllin þarf að útnefna í upphafi tímabils áður en nokkur reynsla kemst á ökutækin. Liðin eru þvinguð til að leggja áherslu á valin mót því aðeins takmarkaður fjöldi gírhlutfalla má velja fyrir tímabilið. Red Bull-liðið var ekki í neinum sérstökum gír í dag. Þeir eiga greinilega við sama vandamál að stríða og á Spa-brautinni fyrir viku því bíllinn hefur ekki nógu mikinn endahraða á beinu köflunum. Óvíst er hvort liðinu takist að laga það fyrir kappaksturinn. Tímatökur fyrir kappaksturinn eru á morgun og eru sýndar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í hádeginu. Búast má við fjörugum kappakstri því Alonso þarf nú að hafa virkilegar áhyggjur af keppnautum sínum. Þeir átu verulega af forystu Alonso í belgíska kappakstrinum fyrir viku því Alonso komst ekki í gegnum fyrstu beygju. Formúla Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Jordan lagði NASCAR Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Mercedes knúnir bílar voru fljótastir á æfingum dagsins fyrir ítalska kappaksturinn í Monza í dag. Michael Schumacher, sem ekur fyrir Mercedes-liðið, var fljótastur á æfingum morgunsins og Lewis Hamilton, á McLaren-bíl, var fljótastur á æfingunum í hádeginu. Mercedes-vélarnar virðast vera þær öflugustu á Monza-brautinni sem er sú hraðasta á tímabilinu. Fernando Alonso, á Ferrari-bíl, var fljótastur um brautina framan af á seinni æfingunni en lenti í vandræðum með bílinn þegar á leið. Hann þurfti því að leggja bílnum inn í skúr og varð af dýrmætum reynsluaksturstíma. Gera má ráð fyrir að Ferrari-liðinu hafi ekki tekist að safna nægilegum upplýsingum um virkni bílsins með full tank af eldsneyti. Það gæti skaðað möguleika þeirra á sigri í kappakstrinum. Liðið verður annars örugglega öflugt í tímatökunum. Það sem gæti haft áhrif á getu sumra liða er hvaða gírhlutföll þeir hafa valið til að nota í kappakstrinum. Gírhlutföllin þarf að útnefna í upphafi tímabils áður en nokkur reynsla kemst á ökutækin. Liðin eru þvinguð til að leggja áherslu á valin mót því aðeins takmarkaður fjöldi gírhlutfalla má velja fyrir tímabilið. Red Bull-liðið var ekki í neinum sérstökum gír í dag. Þeir eiga greinilega við sama vandamál að stríða og á Spa-brautinni fyrir viku því bíllinn hefur ekki nógu mikinn endahraða á beinu köflunum. Óvíst er hvort liðinu takist að laga það fyrir kappaksturinn. Tímatökur fyrir kappaksturinn eru á morgun og eru sýndar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í hádeginu. Búast má við fjörugum kappakstri því Alonso þarf nú að hafa virkilegar áhyggjur af keppnautum sínum. Þeir átu verulega af forystu Alonso í belgíska kappakstrinum fyrir viku því Alonso komst ekki í gegnum fyrstu beygju.
Formúla Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Jordan lagði NASCAR Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira