Hamilton á ráspól og Button annar í Monza Birgir Þór Harðarson skrifar 8. september 2012 13:20 Button, Hamilton og Massa ræsa fremstir í kappakstrinum á morgun. nordicphotos/afp Lewis Hamilton á McLaren mun ræsa fremstur í ítalska kappakstrinum á brautinni í Monza á morgun. Liðsfélagi hans, Jenson Button, mun ræsa annar í kappakstrinum. Alonso klúðraði síðasta tímatökuhringnum og ræsir aðeins tíundi. Felipe Massa á Ferrari skákar Alonso í tímatöku í fyrsta sinn í sumar. Massa ræsir þriðji á undan Michael Schumacher á Mercedes. Ferrari mennirnir reyndu að hjálpa hverjum öðrum með því að "draga" liðsfélagann niður beinu kaflana. Það klúðraðist því Alonso gerði mistök þegar hann ætlaði að fara út úr fyrsta hlekk brautarinnar. "Eitthvað bilaði í síðustu lotunni," sagði Alonso. Spurður hvað það hafi verið var hann dulur og vildi lítið segja. "Það var bara eitthvað..." Samkvæmt upplýsingum Sky Sport F1 varð bilun í fjöðrun að aftan. Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren, var ánægður með sína menn í tímatökunum. "Það var mikið um að menn voru að draga hvorn annan," sagði hann. "Vonandi náum við góðri ræsingu og fyrsta beygja verður mjög áhugaverð." Heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull ræsir fimmti í kappakstrinum. Á eftir honum er Nico Rosberg á Mercedes og Kimi Raikkönen á Lotus. Paul di Resta á Force India ræsir níundi á eftir Kamui Kobayashi á Sauber. Di Resta átti fjórða besta tíma í tímatökunni en fær fimm sæta refsingu fyrir að skipta um gírkassa um helgina. Force India taldi sig eiga góða möguleika í tímatökunni með Mercedes-vélarnar í skottinu. Nico Hulkenberg, liðsfélagi di Resta, lenti hins vegar í vandræðu með drifið um leið og hann hóf fyrsta tímatökuhringinn í fyrstu lotu. Hann ræsir því aftastur. Mark Webber komst ekki upp úr lotu tvö. Red Bull-bílarnir reyndust einfaldlega ekki nógu kraftmiklir til þess að eiga möguleika á að keppa um bestu sætin. Þá átti Jerome d'Ambrosio í vandræðum. Hann ekur um helgina í stað Romain Grosjean sem var bannað að keppa um helgina eftir að hafa valdið árekstri í belgíska kappakstrinum. D'Ambrosio ræsir fimmtándi. Pastor Maldonado á Williams ræsir aðeins í 22. sæti. Hann fékk tíu sæta refsingu á ráslínu fyrir að hafa þjófstartað í Belgíu og valdið árekstri. McLaren jafnaði met Williams-liðsins um flestar ræsingar í fremstu tveimur rásboxunum. Metið er 61 skipti. Formúla Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Lewis Hamilton á McLaren mun ræsa fremstur í ítalska kappakstrinum á brautinni í Monza á morgun. Liðsfélagi hans, Jenson Button, mun ræsa annar í kappakstrinum. Alonso klúðraði síðasta tímatökuhringnum og ræsir aðeins tíundi. Felipe Massa á Ferrari skákar Alonso í tímatöku í fyrsta sinn í sumar. Massa ræsir þriðji á undan Michael Schumacher á Mercedes. Ferrari mennirnir reyndu að hjálpa hverjum öðrum með því að "draga" liðsfélagann niður beinu kaflana. Það klúðraðist því Alonso gerði mistök þegar hann ætlaði að fara út úr fyrsta hlekk brautarinnar. "Eitthvað bilaði í síðustu lotunni," sagði Alonso. Spurður hvað það hafi verið var hann dulur og vildi lítið segja. "Það var bara eitthvað..." Samkvæmt upplýsingum Sky Sport F1 varð bilun í fjöðrun að aftan. Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren, var ánægður með sína menn í tímatökunum. "Það var mikið um að menn voru að draga hvorn annan," sagði hann. "Vonandi náum við góðri ræsingu og fyrsta beygja verður mjög áhugaverð." Heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull ræsir fimmti í kappakstrinum. Á eftir honum er Nico Rosberg á Mercedes og Kimi Raikkönen á Lotus. Paul di Resta á Force India ræsir níundi á eftir Kamui Kobayashi á Sauber. Di Resta átti fjórða besta tíma í tímatökunni en fær fimm sæta refsingu fyrir að skipta um gírkassa um helgina. Force India taldi sig eiga góða möguleika í tímatökunni með Mercedes-vélarnar í skottinu. Nico Hulkenberg, liðsfélagi di Resta, lenti hins vegar í vandræðu með drifið um leið og hann hóf fyrsta tímatökuhringinn í fyrstu lotu. Hann ræsir því aftastur. Mark Webber komst ekki upp úr lotu tvö. Red Bull-bílarnir reyndust einfaldlega ekki nógu kraftmiklir til þess að eiga möguleika á að keppa um bestu sætin. Þá átti Jerome d'Ambrosio í vandræðum. Hann ekur um helgina í stað Romain Grosjean sem var bannað að keppa um helgina eftir að hafa valdið árekstri í belgíska kappakstrinum. D'Ambrosio ræsir fimmtándi. Pastor Maldonado á Williams ræsir aðeins í 22. sæti. Hann fékk tíu sæta refsingu á ráslínu fyrir að hafa þjófstartað í Belgíu og valdið árekstri. McLaren jafnaði met Williams-liðsins um flestar ræsingar í fremstu tveimur rásboxunum. Metið er 61 skipti.
Formúla Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira