Schumacher ekur sinn 300. kappakstur Birgir Þór Harðarson skrifar 24. ágúst 2012 21:30 Schumacher hefur enn gaman að þessu þó hann hafi stundað mótorsport í um það bil þrjá áratugi. nordicphotos/afp Michael Schumcher mun taka þátt í sínum 300. kappakstri þegar Formúla 1 snýr aftur úr sumarfríi þann 2. september. Þá verður keppt á Spa í Belgíu en þar hefur Schumacher jafnan átt sínar stærstu stundir á Formúlu 1-ferlinum. Schumacher varð fyrir nokkru annar reyndasti ökuþór síðan heimsmeistarakeppnin hófst. Hann skreið upp fyrir Ricardo Patrese sem ók í Formúlu 1 á árunum 1977-1993. Rubens Barrichello, fyrrum liðsfélagi Schumachers hjá Ferrari, er reyndasti ökuþór í Formúlu 1. Hann ók í 326 mótum á ferlinum sem endaði snarlega síðasta haust. "Spa er eins og stofan heima," sagði Schumacher við Autosport. "Brautin er klárlega mín uppáhalds í heiminum." "Það er eiginlega ekki fyndið hversu mörg og sérstök augnablik ég hef átt á Spa. Frumraun mín, minn fyrsti sigur, titilsigur og margir af mínum bestu sigrum. Sú staðreynd að þetta veður minn 300. kappakstur kallar hreinlega á að við fögnum því á réttan hátt." "Það er engin spurning að við ætlum að reyna að hafa þessa helgi góða." Helgin er ekki aðeins sérstök fyrir Schumacher því Sebastian Vettel mun aka sinn hundraðasta kappakstur í Belgíu. Formúla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Michael Schumcher mun taka þátt í sínum 300. kappakstri þegar Formúla 1 snýr aftur úr sumarfríi þann 2. september. Þá verður keppt á Spa í Belgíu en þar hefur Schumacher jafnan átt sínar stærstu stundir á Formúlu 1-ferlinum. Schumacher varð fyrir nokkru annar reyndasti ökuþór síðan heimsmeistarakeppnin hófst. Hann skreið upp fyrir Ricardo Patrese sem ók í Formúlu 1 á árunum 1977-1993. Rubens Barrichello, fyrrum liðsfélagi Schumachers hjá Ferrari, er reyndasti ökuþór í Formúlu 1. Hann ók í 326 mótum á ferlinum sem endaði snarlega síðasta haust. "Spa er eins og stofan heima," sagði Schumacher við Autosport. "Brautin er klárlega mín uppáhalds í heiminum." "Það er eiginlega ekki fyndið hversu mörg og sérstök augnablik ég hef átt á Spa. Frumraun mín, minn fyrsti sigur, titilsigur og margir af mínum bestu sigrum. Sú staðreynd að þetta veður minn 300. kappakstur kallar hreinlega á að við fögnum því á réttan hátt." "Það er engin spurning að við ætlum að reyna að hafa þessa helgi góða." Helgin er ekki aðeins sérstök fyrir Schumacher því Sebastian Vettel mun aka sinn hundraðasta kappakstur í Belgíu.
Formúla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti