Raikkönen efaðist aldrei um burði Lotus Birgir Þór Harðarson skrifar 28. ágúst 2012 17:45 Kimi hefur staðið sig mjög vel í Lotus-bílnum í ár. nordicphotos/afp Kimi Raikkönen, ökumaður Lotus-liðsins í Formúlu 1, segist aldrei hafa haft áhyggjur af því að liðið gæti ekki bætt árangur sinn í ár frá því í fyrra. Árið 2011 var slæmt ár fyrir Lotus. Liðið endaði í fimmta sæti langt á eftir Mercedes. Í ár hefur Lotus betri spil á hendi þegar tímabilið er hálfnað. Lotus er í þriðja sæti á eftir Ferrari og Red Bull. Þeir eru einnig á undan McLaren og Mercedes í stigakeppni bílasmiða. Raikkönen er talinn mjög sigurstranglegur í aðdraganda belgíska kappakstursins um helgina. Í undanförnum mótum hefur Kimi verið gríðarlega sterkur og sótt á. Hann er einnig viss um að Lotus geti skákað keppnautum sínum hjá McLaren og Mercedes þrátt fyrir að þau hafi mun meiri fjárráð en Lotus. "Ég var í nokkur ár hjá toppliðum og ég hef upplifað mjög erfið ár. Erfiðu árunum hafa hins vegar alltaf fylgt betri ár," segir Raikkönen við Autosport. Raikkönen hefur þrisvar sigrað í Belgíu. Fyrsti sigur hans var fyrir McLaren árið 2005. Svo vann hann tvisvar fyrir Ferrari á brautinni víðfrægu, árið 2007 og 2009. Sigurinn árið 2009 er í raun hans síðasti sigur í Formúlu 1. Talið er að Raikkönen muni skrifa undir nýjan samning við Lotus í lok ársins. Hann hefur verið tengdur við mörg stórlið eftir að hafa ekið vel í sumar. Ferrari er eitt þeirra. Formúla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Kimi Raikkönen, ökumaður Lotus-liðsins í Formúlu 1, segist aldrei hafa haft áhyggjur af því að liðið gæti ekki bætt árangur sinn í ár frá því í fyrra. Árið 2011 var slæmt ár fyrir Lotus. Liðið endaði í fimmta sæti langt á eftir Mercedes. Í ár hefur Lotus betri spil á hendi þegar tímabilið er hálfnað. Lotus er í þriðja sæti á eftir Ferrari og Red Bull. Þeir eru einnig á undan McLaren og Mercedes í stigakeppni bílasmiða. Raikkönen er talinn mjög sigurstranglegur í aðdraganda belgíska kappakstursins um helgina. Í undanförnum mótum hefur Kimi verið gríðarlega sterkur og sótt á. Hann er einnig viss um að Lotus geti skákað keppnautum sínum hjá McLaren og Mercedes þrátt fyrir að þau hafi mun meiri fjárráð en Lotus. "Ég var í nokkur ár hjá toppliðum og ég hef upplifað mjög erfið ár. Erfiðu árunum hafa hins vegar alltaf fylgt betri ár," segir Raikkönen við Autosport. Raikkönen hefur þrisvar sigrað í Belgíu. Fyrsti sigur hans var fyrir McLaren árið 2005. Svo vann hann tvisvar fyrir Ferrari á brautinni víðfrægu, árið 2007 og 2009. Sigurinn árið 2009 er í raun hans síðasti sigur í Formúlu 1. Talið er að Raikkönen muni skrifa undir nýjan samning við Lotus í lok ársins. Hann hefur verið tengdur við mörg stórlið eftir að hafa ekið vel í sumar. Ferrari er eitt þeirra.
Formúla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira