Raikkönen: Óheppni hefur ekkert með málið að gera Birgir Þór Harðarson skrifar 24. júlí 2012 06:00 Kimi segir sigurskort liðsins ekki merki um óheppni heldur mistök sem megi lagfæra. nordicphotos/afp Eric Boullier, liðstjóri Lotus-liðsins, segir lið sitt þurfa að skáka McLaren til að eiga möguleika á þriðja sætinu í heimsmeistarakeppni bílasmiða í ár. McLaren færðist upp fyrir Lotus á stigatöflunni eftir kappaksturinn í Þýskalandi. Jenson Button náði öðru sæti fyrir McLaren og Kimi Raikkönen þriðja fyrir Lotus í síðasta kappakstri. Liðsfélagar þeirra, Lewis Hamilton og Romain Grosjean, náðu hvorugir stigum í mótinu. Ferrari færðist því nær Red Bull í keppni bílasmiða og frá bæði McLaren og Lotus. „Það er auðvitað svekk að missa þriðja sætið, en baráttan er mjög, mjög hörð og um efstu þrjú sætin. Við erum búinir að búa til smá bil í fimmta sætið," sagði Boullier. „Að því sögðu erum við hungraðir og viljum meira af því góða. Ef við höldum áfram að koma með uppfærslur og þróum bílinn enn frekar þá getum við sótt þriðja sætið aftur og varið það." Kimi Raikkönen sagði eftir kappaksturinn í Þýskalandi að það væri hæpið að halda því fram að liðið hafi verið óheppið að vinna ekki kappakstur í ár. Kimi hefur fjórum sinnum staðið á verðlaunapalli í mótum ársins en aldrei unnið. Grosjean hefur staðið tvisvar á pallinum. „Heppni hefur ekkert með þetta að gera," sagði Kimi. „Það er ekki óheppni ef eitthvað fer úrskeiðis. Það er einfaldlega af því að við gerðum eitthvað rangt. Ef eitthvað bilar þá hafa einhverstaðar verið gerð mistök. Þetta eru bara mannleg mistök og nákvæmlega eins og ökumaður gerir akstursmistök. þannig er kappakstur." Formúla Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Eric Boullier, liðstjóri Lotus-liðsins, segir lið sitt þurfa að skáka McLaren til að eiga möguleika á þriðja sætinu í heimsmeistarakeppni bílasmiða í ár. McLaren færðist upp fyrir Lotus á stigatöflunni eftir kappaksturinn í Þýskalandi. Jenson Button náði öðru sæti fyrir McLaren og Kimi Raikkönen þriðja fyrir Lotus í síðasta kappakstri. Liðsfélagar þeirra, Lewis Hamilton og Romain Grosjean, náðu hvorugir stigum í mótinu. Ferrari færðist því nær Red Bull í keppni bílasmiða og frá bæði McLaren og Lotus. „Það er auðvitað svekk að missa þriðja sætið, en baráttan er mjög, mjög hörð og um efstu þrjú sætin. Við erum búinir að búa til smá bil í fimmta sætið," sagði Boullier. „Að því sögðu erum við hungraðir og viljum meira af því góða. Ef við höldum áfram að koma með uppfærslur og þróum bílinn enn frekar þá getum við sótt þriðja sætið aftur og varið það." Kimi Raikkönen sagði eftir kappaksturinn í Þýskalandi að það væri hæpið að halda því fram að liðið hafi verið óheppið að vinna ekki kappakstur í ár. Kimi hefur fjórum sinnum staðið á verðlaunapalli í mótum ársins en aldrei unnið. Grosjean hefur staðið tvisvar á pallinum. „Heppni hefur ekkert með þetta að gera," sagði Kimi. „Það er ekki óheppni ef eitthvað fer úrskeiðis. Það er einfaldlega af því að við gerðum eitthvað rangt. Ef eitthvað bilar þá hafa einhverstaðar verið gerð mistök. Þetta eru bara mannleg mistök og nákvæmlega eins og ökumaður gerir akstursmistök. þannig er kappakstur."
Formúla Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira