Íslenski boltinn

KR-ingar töpuðu aftur á móti finnsku meisturunum - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emil Atlason í baráttunni í kvöld.
Emil Atlason í baráttunni í kvöld. Mynd/Daníel
Íslandsmeistarar KR eru úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar eftir 1-2 tap á móti HJK Helsinki í seinni leik liðanna á KR-vellinum í kvöld. KR-ingar áttu ekki mikla möguleika eftir 0-7 tap í fyrri leiknum í Finnlandi.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hvíldi lykilmenn liðsins í þessum leik og þá mátti Gary Martin ekki spila með liðinu. Emil Atlason skoraði eina mark KR en finnsku meistararnir voru þá komnir í 2-0 og því búnir að skora níu mörk í röð á móti KR-liðinu.

KR-ingum tókst ekki að jafna leikinn í lokin og töpuðu því báðum Evrópuleikjum sínum í ár.

Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á KR-vellinum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×