Alonso náði ráspól í rigningunni á Silverstone Birgir Þór Harðarson skrifar 7. júlí 2012 14:54 Schumacher var sáttur með þriðja sætið og Alonso gaf stuðningsmönnum sínum lof í lófa. nordicphotos/afp Fernando Alonso á Ferrari verður á ráspól í breska kappakstrinum á morgun. Hann var fljótastur í tímatökum í dag sem hófust aftur eftir að hafa verið frestað vegna veðurs. Úrhelli gerði rétt áður en lota tvö hófst svo tímatökunni var frestað vegna aðstæðna. Alonso ók svo hraðast í síðustu lotunni og Ferrari bíllinn leit vel út og Spánverjinn þurfti ekki að berjast mikið fyrir veggripi. Þetta er fyrsti ráspóll Alonso síðan árið 2010. Felipe Massa, liðsfélagi Alonso hjá Ferrari, náði besta árangri sínum í ár í tímatökum. Hann ræsir fimmti. McLaren liðið náði ekki að laga sig að aðstæðum. Lewis Hamilton ræsir áttundi og Jenson Button var óheppinn í fyrstu lotunni og ræstir átjándi í kappakstrinum á morgun. Annar á ráslínu verður Mark Webber á Red Bull og þriðji verður Michael Schumacher á Mercedes. Sebastian Vettel ræsir svo fjórði á undan Massa. Þá ræsir Kimi Raikkönen sjötti og Pastor Maldonado sjöundi. Nico Hulkenberg á Force India og Romain Grosjean á Lotus ræsa í níunda og tíunda sæti. Sá síðastnefndi átti í vandræðum í lokalotunni og skautaði útaf svo hann gat ekki haldið áfram. Forvitnilegt verður að sjá í hvernig ástandi regndekk liðanna verður í kappakstrinum á morgun. Hver ökuþór fær aðeins tvo umganga af regndekkjum til að nota alla helgina og nú þegar eru dekkin örugglega orðin nokkuð slitin. Formúla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Handbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Fernando Alonso á Ferrari verður á ráspól í breska kappakstrinum á morgun. Hann var fljótastur í tímatökum í dag sem hófust aftur eftir að hafa verið frestað vegna veðurs. Úrhelli gerði rétt áður en lota tvö hófst svo tímatökunni var frestað vegna aðstæðna. Alonso ók svo hraðast í síðustu lotunni og Ferrari bíllinn leit vel út og Spánverjinn þurfti ekki að berjast mikið fyrir veggripi. Þetta er fyrsti ráspóll Alonso síðan árið 2010. Felipe Massa, liðsfélagi Alonso hjá Ferrari, náði besta árangri sínum í ár í tímatökum. Hann ræsir fimmti. McLaren liðið náði ekki að laga sig að aðstæðum. Lewis Hamilton ræsir áttundi og Jenson Button var óheppinn í fyrstu lotunni og ræstir átjándi í kappakstrinum á morgun. Annar á ráslínu verður Mark Webber á Red Bull og þriðji verður Michael Schumacher á Mercedes. Sebastian Vettel ræsir svo fjórði á undan Massa. Þá ræsir Kimi Raikkönen sjötti og Pastor Maldonado sjöundi. Nico Hulkenberg á Force India og Romain Grosjean á Lotus ræsa í níunda og tíunda sæti. Sá síðastnefndi átti í vandræðum í lokalotunni og skautaði útaf svo hann gat ekki haldið áfram. Forvitnilegt verður að sjá í hvernig ástandi regndekk liðanna verður í kappakstrinum á morgun. Hver ökuþór fær aðeins tvo umganga af regndekkjum til að nota alla helgina og nú þegar eru dekkin örugglega orðin nokkuð slitin.
Formúla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Handbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira