Webber stal sigrinum á síðustu hringjunum Birgir Þór Harðarson skrifar 8. júlí 2012 14:01 Mark Webber hoppaði hæð sína á verðlaunapallinum. Hann átti rétt á því enda búinn að minnka bilið á milli hans og Alonso úr 20 í 13 stig í titilbaráttunni. nordicphotos/afp Mark Webber náði fyrsta sæti af Fernando Alonso þegar aðeins sjö hringir voru eftir af kappakstrinum. Red Bull-bíllinn fór betur með dekkin en Ferrari bíll Alonso. Alonso ræsti kappaksturinn á ráspól og hafði forystu allan kappaksturinn þangað til Webber stal fyrsta sæti með yfirvegaðri árás á Spánverjann niður Wellington kaflann. Þriðji varð Sebastian Vettel á Red Bull og fjórði Felipe Massa á Ferrari. Þessi tvö lið virðast nú vera líklegust til sigurs þegar hugað er að heimsmeistaratitlinum. Það ringdi eldi og brennisteini í gær og á föstudag. Kappaksturinn sjálfur fór þó fram í þurru. McLaren-liðið hefði örugglega frekar viljað bleytuna og gerðu jafnvel ráð fyrir að það myndi rigna. Jenson Button ræsti átjándi en endaði tíundi með eitt stig. Lewis Hamilton ræsti áttundi og endaði í sama sæti. Kimi Raikkönen lauk kappastrinum í fimmta sæti eftir að hafa ógnað Massa á síðustu hringjunum. Liðsfélagi hans hjá Lotus, Romain Grosjean, endaði sjötti. Romain lenti í samstuði við Paul di Resta á fyrsta hring og þurft að fara inn á viðgerðarsvæðið svo hann féll í síðasta sæti. Hann ók hins vegar listavel og komst í stigin. Di Resta þurfti að hætta keppni. Michael Schumacher á Mercedes ræsti þriðji en endaði aðeins sjöundi eftir að hafa átt erfitt með að halda í við keppinauta sína út úr beygjum. Nico Rosberg náði ekki viðunandi árangri og endaði fimmtándi. Bruno Senna fékk enn á ný það erfiða verkefni að halda uppi merkjum Williams-liðsins eftir að Pastor Maldonado gerði enn eina skissuna. Maldonado reyndi að fara fram úr Sergio Perez en það tókst ekki betur en svo en hann ók inn í hliðina á Sauber-bíl Perez. Perez varð að hætta keppni en Maldonado gat haldið áfram. Hann átti samt aldrei séns eftir það og endaði sextándi. Kamui Kobayashi, liðsfélagi Perez hjá Sauber, lenti í því óláni að aka á viðgerðamenn sína þegar hann kom inn í þjónustustopp. Án þess að aka of hratt staðsetti hann bílinn vitlaust með fyrrgreindum afleiðingum. Liðsmenn Sauber leituðu aðstoðar í sjúkraskýlinu en óvíst er hvort þeir séu beinbrotnir. Næsta mót verður í Þýskalandi þann 22. júlí. Formúla Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Mark Webber náði fyrsta sæti af Fernando Alonso þegar aðeins sjö hringir voru eftir af kappakstrinum. Red Bull-bíllinn fór betur með dekkin en Ferrari bíll Alonso. Alonso ræsti kappaksturinn á ráspól og hafði forystu allan kappaksturinn þangað til Webber stal fyrsta sæti með yfirvegaðri árás á Spánverjann niður Wellington kaflann. Þriðji varð Sebastian Vettel á Red Bull og fjórði Felipe Massa á Ferrari. Þessi tvö lið virðast nú vera líklegust til sigurs þegar hugað er að heimsmeistaratitlinum. Það ringdi eldi og brennisteini í gær og á föstudag. Kappaksturinn sjálfur fór þó fram í þurru. McLaren-liðið hefði örugglega frekar viljað bleytuna og gerðu jafnvel ráð fyrir að það myndi rigna. Jenson Button ræsti átjándi en endaði tíundi með eitt stig. Lewis Hamilton ræsti áttundi og endaði í sama sæti. Kimi Raikkönen lauk kappastrinum í fimmta sæti eftir að hafa ógnað Massa á síðustu hringjunum. Liðsfélagi hans hjá Lotus, Romain Grosjean, endaði sjötti. Romain lenti í samstuði við Paul di Resta á fyrsta hring og þurft að fara inn á viðgerðarsvæðið svo hann féll í síðasta sæti. Hann ók hins vegar listavel og komst í stigin. Di Resta þurfti að hætta keppni. Michael Schumacher á Mercedes ræsti þriðji en endaði aðeins sjöundi eftir að hafa átt erfitt með að halda í við keppinauta sína út úr beygjum. Nico Rosberg náði ekki viðunandi árangri og endaði fimmtándi. Bruno Senna fékk enn á ný það erfiða verkefni að halda uppi merkjum Williams-liðsins eftir að Pastor Maldonado gerði enn eina skissuna. Maldonado reyndi að fara fram úr Sergio Perez en það tókst ekki betur en svo en hann ók inn í hliðina á Sauber-bíl Perez. Perez varð að hætta keppni en Maldonado gat haldið áfram. Hann átti samt aldrei séns eftir það og endaði sextándi. Kamui Kobayashi, liðsfélagi Perez hjá Sauber, lenti í því óláni að aka á viðgerðamenn sína þegar hann kom inn í þjónustustopp. Án þess að aka of hratt staðsetti hann bílinn vitlaust með fyrrgreindum afleiðingum. Liðsmenn Sauber leituðu aðstoðar í sjúkraskýlinu en óvíst er hvort þeir séu beinbrotnir. Næsta mót verður í Þýskalandi þann 22. júlí.
Formúla Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira