Sebastian Vettel á ráspól í Valencia Birgir Þór Harðarson skrifar 23. júní 2012 17:01 Vettel mun ræsa fremstur í kappakstrinum á morgun. nordicphotos/afp Sebastian Vettel ók hraðasta allra um brautina í Valencia á Spáni í tímatökunum fyrir kappaksturinn sem fram fer á morgun. Lewis Hamilton á McLaren og Pastor Maldonado á Williams urðu þar á eftir. Hringtími Vettel var heilum þremur tíundu úr sekúntu hraðari en Hamiltons. Það verður að teljast nokkuð mikið í ljósi þess hve jöfn öll liðin hafa verið fram að þessu. Romain Grosjean og Kimi Raikkönen á Lotus munu ræsa í fjórða og fimmta sæti á undan Nico Rosberg á Mercedes. Rosberg var gríðarlega svekktur með að ná ekki að setja hraðari tíma. Hann kennir Lewis Hamilton um en sá þvældist fyrir Rosberg í síðasta tímatökuhringnum. Jenson Button náði ekki þeim árangri sem við var búist og ræsir aðeins níundi á ráslínunni. Á undan honum urðu Kamui Kobayashi á Sauber og Nico Hulkenberg á Force India. Annar Force India maður ræsir fyrir aftan Button, Paul di Resta. Ferrari-bílarnir komust ekki upp úr annari lotu tímatökunnar. Alonso segir þó að liðið hafi ekki átt í neinum sérstökum vandræðum í tímatökunni. Hann ræsir ellefti og Felipe Massa þrettándi, rétt á eftir Michael Schumacher. Alonso kennir lélegri stöðu um hversu jöfn keppnin er í ár. "Hvað frammistöðu varðar þá var þetta ein besta tímataka ársins hjá okkur. Hvað stöðuna varðar þá er þetta einhver sú versta." Formúla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Handbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Sebastian Vettel ók hraðasta allra um brautina í Valencia á Spáni í tímatökunum fyrir kappaksturinn sem fram fer á morgun. Lewis Hamilton á McLaren og Pastor Maldonado á Williams urðu þar á eftir. Hringtími Vettel var heilum þremur tíundu úr sekúntu hraðari en Hamiltons. Það verður að teljast nokkuð mikið í ljósi þess hve jöfn öll liðin hafa verið fram að þessu. Romain Grosjean og Kimi Raikkönen á Lotus munu ræsa í fjórða og fimmta sæti á undan Nico Rosberg á Mercedes. Rosberg var gríðarlega svekktur með að ná ekki að setja hraðari tíma. Hann kennir Lewis Hamilton um en sá þvældist fyrir Rosberg í síðasta tímatökuhringnum. Jenson Button náði ekki þeim árangri sem við var búist og ræsir aðeins níundi á ráslínunni. Á undan honum urðu Kamui Kobayashi á Sauber og Nico Hulkenberg á Force India. Annar Force India maður ræsir fyrir aftan Button, Paul di Resta. Ferrari-bílarnir komust ekki upp úr annari lotu tímatökunnar. Alonso segir þó að liðið hafi ekki átt í neinum sérstökum vandræðum í tímatökunni. Hann ræsir ellefti og Felipe Massa þrettándi, rétt á eftir Michael Schumacher. Alonso kennir lélegri stöðu um hversu jöfn keppnin er í ár. "Hvað frammistöðu varðar þá var þetta ein besta tímataka ársins hjá okkur. Hvað stöðuna varðar þá er þetta einhver sú versta."
Formúla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Handbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira