Stuðningsgrein: Jóna og séra Jón Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar 27. júní 2012 21:00 Tugþúsundir Íslendinga hafa þegar tekið afstöðu með einhverjum frambjóðenda til forseta. Þúsundir vinna að framboði og reyna að fá fleiri til fylgis. Þeir eru alls konar. Sumir eru skráðir í pólitískan flokk, sumir þola ekki pólitík. Margir punga út aur í kosningasjóði enda kosta ferðir og auglýsingar sitt. Flestir frambjóðendur borga brúsann að hluta til sjálfir og fá afganginn úr kosningasjóði. Sumir hafa sett þak á eyðsluna. En þetta er ójafn leikur. Einn frambjóðandi hefur sérstöðu. Hann heyr sína baráttu á ríflegum launum frá okkur öllum á meðan keppinautar hans verða að gera hlé á brauðstritinu og leita eftir stuðningi frá almenningi eða steypa sér í skuldir. Hann ferðast á milli kjördæma á launum frá ríkinu, heldur ræður og hittir fólk. Hann er forsetinn og vill endilega halda áfram að vera forseti. Hann var á launum frá mér og þér þegar hann talaði yfir fiskvinnslufólki í Grindavík og reyndi að ýta undir ríg á milli landsbyggðar og borgar um leið og hann talaði niður alþingismennina okkar. Hann var á launum frá mér og þér þegar hann gaf í skyn að einn sterkasti mótframbjóðandinn væri skrautdúkka og laug vísvitandi upp á eiginmann hennar. Hann var á launum frá mér og þér þegar hann gaf í skyn að hann væri sá eini sem gæti stöðvað ríkisstjórnina í að framselja sjálfstæði þjóðarinnar. Þetta er maðurinn sem var á launum frá okkur þegar hann reyndi að sannfæra erlenda ráðamenn um ágæti íslenskra fjárglæframanna löngu eftir að í óefni var komið. Reyndar hefur hann verið ótrúlega lengi á launum hjá þjóðinni. Hann var áður þingmaður (formaður um skeið) og fjármálaráðherra fyrir Alþýðubandalagið en það var löngu eftir að hann hrökklaðist úr Framsóknarflokknum úrkula vonar um að komast þar til valda. Hann hefur því starfað meira og minna í pólitíska geiranum. Í ljósi þessa er ótrúlegt að það séu einmitt stuðningsmenn Ólafs sem hafa talað mest um að kosningabarátta Þóru Arnórsdóttur sé af pólitískum toga og borguð af hagsmunaaðilum. Á heimasíðu framboðs Þóru er gefið upp að 93% framlaga koma frá einstaklingum, flest á bilinu 3 til 5 þúsund krónur. Fimm framlög eru á milli 200 – 400 þúsund krónur. Mér er til efs að hægt sé að kaupa neitunarvald forseta fyrir 400 þúsund. Það er hins vegar rétt hjá þeim að framboð Þóru sé kostað af hagsmunaaðilum. Það er fólk eins og ég og þú af því að hagsmunum okkar er einmitt betur borgið með nýjan forseta. Forseta sem hefur aðra forgangsröðun, er ekki búinn að brenna brýrnar að baki sér og hefur ekki skipað sér í flokk með einum eða neinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Tugþúsundir Íslendinga hafa þegar tekið afstöðu með einhverjum frambjóðenda til forseta. Þúsundir vinna að framboði og reyna að fá fleiri til fylgis. Þeir eru alls konar. Sumir eru skráðir í pólitískan flokk, sumir þola ekki pólitík. Margir punga út aur í kosningasjóði enda kosta ferðir og auglýsingar sitt. Flestir frambjóðendur borga brúsann að hluta til sjálfir og fá afganginn úr kosningasjóði. Sumir hafa sett þak á eyðsluna. En þetta er ójafn leikur. Einn frambjóðandi hefur sérstöðu. Hann heyr sína baráttu á ríflegum launum frá okkur öllum á meðan keppinautar hans verða að gera hlé á brauðstritinu og leita eftir stuðningi frá almenningi eða steypa sér í skuldir. Hann ferðast á milli kjördæma á launum frá ríkinu, heldur ræður og hittir fólk. Hann er forsetinn og vill endilega halda áfram að vera forseti. Hann var á launum frá mér og þér þegar hann talaði yfir fiskvinnslufólki í Grindavík og reyndi að ýta undir ríg á milli landsbyggðar og borgar um leið og hann talaði niður alþingismennina okkar. Hann var á launum frá mér og þér þegar hann gaf í skyn að einn sterkasti mótframbjóðandinn væri skrautdúkka og laug vísvitandi upp á eiginmann hennar. Hann var á launum frá mér og þér þegar hann gaf í skyn að hann væri sá eini sem gæti stöðvað ríkisstjórnina í að framselja sjálfstæði þjóðarinnar. Þetta er maðurinn sem var á launum frá okkur þegar hann reyndi að sannfæra erlenda ráðamenn um ágæti íslenskra fjárglæframanna löngu eftir að í óefni var komið. Reyndar hefur hann verið ótrúlega lengi á launum hjá þjóðinni. Hann var áður þingmaður (formaður um skeið) og fjármálaráðherra fyrir Alþýðubandalagið en það var löngu eftir að hann hrökklaðist úr Framsóknarflokknum úrkula vonar um að komast þar til valda. Hann hefur því starfað meira og minna í pólitíska geiranum. Í ljósi þessa er ótrúlegt að það séu einmitt stuðningsmenn Ólafs sem hafa talað mest um að kosningabarátta Þóru Arnórsdóttur sé af pólitískum toga og borguð af hagsmunaaðilum. Á heimasíðu framboðs Þóru er gefið upp að 93% framlaga koma frá einstaklingum, flest á bilinu 3 til 5 þúsund krónur. Fimm framlög eru á milli 200 – 400 þúsund krónur. Mér er til efs að hægt sé að kaupa neitunarvald forseta fyrir 400 þúsund. Það er hins vegar rétt hjá þeim að framboð Þóru sé kostað af hagsmunaaðilum. Það er fólk eins og ég og þú af því að hagsmunum okkar er einmitt betur borgið með nýjan forseta. Forseta sem hefur aðra forgangsröðun, er ekki búinn að brenna brýrnar að baki sér og hefur ekki skipað sér í flokk með einum eða neinum.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar