Hamilton fær ekki góðærissamning aftur Birgir Þór Harðarson skrifar 13. júní 2012 06:00 Hamilton er örugglega þakklátur Ron Dennis sem hefur styrkt hann fjárhagslega í gegnum allan kappakstursferilinn. nordicphotos/afp Lewis Hamilton, ökumaður McLaren, er á ofurlaunum hjá liðinu en samningur hans rennur út í lok árs. Þá vandast málið fyrir McLaren sem hefur ekki efni á að bjóða honum sömu laun og hann samdi um árið 2007. Ron Dennis, fyrrverandi liðstjóri McLaren í Formúlu 1 og núverandi forstjóri McLaren Group, segir stöðuna gríðarlega flókna. "Við erum að nálgast enda samnings sem var gerður þegar efnahagurinn var nokkuð betri. Nú þurfum við að jafna launin hans út." McLaren Group rekur meðal annars McLaren-liðið í Formúlu 1 og framleiðir McLarenF1 sportbílana vinsælu. "Hann mun auðvitað líta í kringum sig og við munum líta á þá ökumenn sem eru mögulegir. En þegar allt kemur til alls vona ég að staðreyndin að hann hafi verið samningsbundinn McLaren allan sinn ökumannsferil vegi þyngra en annað." Dennis er maðurinn sem uppgvötaði Hamilton fyrir aldamót. Hamilton ók þá í neðri deildum mótorsportsins í Evrópu og taldi Dennis hann svo efnilegann að hann ákvað að borga undir ferilinn hans. Það gekk eftir og Hamilton komst í Formúlu 1 hjá McLaren árið 2007 og varð heimsmeistari ári síðar. "Við borgum honum mjög mikið," bætti Dennis við. "Hann fær allavega meira borgað en ég." Formúla Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lewis Hamilton, ökumaður McLaren, er á ofurlaunum hjá liðinu en samningur hans rennur út í lok árs. Þá vandast málið fyrir McLaren sem hefur ekki efni á að bjóða honum sömu laun og hann samdi um árið 2007. Ron Dennis, fyrrverandi liðstjóri McLaren í Formúlu 1 og núverandi forstjóri McLaren Group, segir stöðuna gríðarlega flókna. "Við erum að nálgast enda samnings sem var gerður þegar efnahagurinn var nokkuð betri. Nú þurfum við að jafna launin hans út." McLaren Group rekur meðal annars McLaren-liðið í Formúlu 1 og framleiðir McLarenF1 sportbílana vinsælu. "Hann mun auðvitað líta í kringum sig og við munum líta á þá ökumenn sem eru mögulegir. En þegar allt kemur til alls vona ég að staðreyndin að hann hafi verið samningsbundinn McLaren allan sinn ökumannsferil vegi þyngra en annað." Dennis er maðurinn sem uppgvötaði Hamilton fyrir aldamót. Hamilton ók þá í neðri deildum mótorsportsins í Evrópu og taldi Dennis hann svo efnilegann að hann ákvað að borga undir ferilinn hans. Það gekk eftir og Hamilton komst í Formúlu 1 hjá McLaren árið 2007 og varð heimsmeistari ári síðar. "Við borgum honum mjög mikið," bætti Dennis við. "Hann fær allavega meira borgað en ég."
Formúla Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira