Tími poxins er liðinn Stefanía Benónísdóttir skrifar 13. júní 2012 15:00 Michael Jordan verður fimmtugur á næsta ári. Það þýðir bara eitt, við sem ólumst upp á tímum körfuboltamynda og pox-keppna, erum orðin fullorðin. Og ekki bara við, heldur líka þið sem slituð barnsskónum við Teletubbies hlátur, þið eruð líka orðin fullorðin. Ég fæ það stundum á tilfinninguna að fólki lítist ekkert alltof vel á að leyfa okkur, Jordan- og Teletubbieskynslóðinni, að fullorðnast og taka við stjórnartaumunum. Það er jú skiljanlegt að vissu leyti. Við vorum náttúrulega ginnkeypt fyrir nýjungum sem stóðust ekki tímans tönn. Þar á meðal má nefna tölvugæludýr, buffalóskó, smellubuxur, Spice Girls, Baywatch og þarna teygjuna sem þú bast við fótbolta og sjálfan þig og átti að gera þig að næsta Pele. Svo erum við líka löngu hætt að blogga. Annað sem við tókum ástfóstri við hefur elst betur. Internetið er t.d. enn hér, Björk er ennþá frægasti Íslendingurinn, rappið er komið til að vera, „Aftur til framtíðar" er enn besti þríleikur allra tíma og flestir nota nú farsíma. Við höfum aðlagast nýjum heimi áreynslulaust en þrátt fyrir ungan aldur erum við kynslóð sem hefur lifað tímana tvenna. Við munum eftir þeirri tíð þegar fólk í Reykjavík læsti ekki húsum sínum, verslað var hjá kaupmanninum á horninu, kaffitími með kökum og kexi var nauðsyn en ekki óhollusta, krakkar komu sér sjálf á íþróttaæfingar, heimatekið slátur var á boðstólum a.m.k. einu sinni í viku og heimildavinna fyrir ritgerðir var unnin á bókasöfnum. Við munum eftir blankheitum, góðæri og svo aftur blankheitum. Nú bíðum við spennt eftir hvaða nýjungar framtíðin ber í skauti sér. Við, Jordan- og Teletubbieskynslóðin, vorum alin upp af kynslóð sem knúði fram miklar breytingar í mannréttindamálum og það hefur mótað okkur. Við vorum frædd um að það er ekki til neitt sem heitir „hið eina rétta fjölskylduform", og að samkynhneigð er sjálfsagður hluti af tilverunni rétt eins og gagnkynhneigð. Við höfum alla tíð lifað í alþjóðlegu samfélagi. Við erum Íslendingar af alls konar uppruna og þjóðarbrotum og einhver okkar hafa haft tækifæri á að búa og jafnvel læra erlendis. Við tölum góða ensku, (sjónvarpi og interneti að þakka), og höfum ferðast víða, (góðærinu sáluga að þakka). Svo má taka fram að við tökum þeim ferðalögum ekki sem sjálfsögðum hlut, (blankheitunum að þakka). Við erum vel menntuð að meðaltali og ég veit ekki betur en að flest vorum við það heppin að ganga í ógetuskipta grunnskóla og læra að einkunnir eru langt í frá eini mælikvarðinn á hæfni.Erum við ekki hin fínasta kynslóð þökk sé þeim sem ólu okkur upp? Væri það nokkuð slæmt þó að við fullorðnumst og tækjum við stjórnartaumunum? Með þökk fyrir þína þjónustu, Ólafur Ragnar Grímsson, og fullvissu um að eldri kynslóðir hafi alið okkur vel upp, mun ég kjósa kynslóðaskipti á Bessastöðum. Ég mun kjósa Þóru Arnórsdóttur sem forseta Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Sjá meira
Michael Jordan verður fimmtugur á næsta ári. Það þýðir bara eitt, við sem ólumst upp á tímum körfuboltamynda og pox-keppna, erum orðin fullorðin. Og ekki bara við, heldur líka þið sem slituð barnsskónum við Teletubbies hlátur, þið eruð líka orðin fullorðin. Ég fæ það stundum á tilfinninguna að fólki lítist ekkert alltof vel á að leyfa okkur, Jordan- og Teletubbieskynslóðinni, að fullorðnast og taka við stjórnartaumunum. Það er jú skiljanlegt að vissu leyti. Við vorum náttúrulega ginnkeypt fyrir nýjungum sem stóðust ekki tímans tönn. Þar á meðal má nefna tölvugæludýr, buffalóskó, smellubuxur, Spice Girls, Baywatch og þarna teygjuna sem þú bast við fótbolta og sjálfan þig og átti að gera þig að næsta Pele. Svo erum við líka löngu hætt að blogga. Annað sem við tókum ástfóstri við hefur elst betur. Internetið er t.d. enn hér, Björk er ennþá frægasti Íslendingurinn, rappið er komið til að vera, „Aftur til framtíðar" er enn besti þríleikur allra tíma og flestir nota nú farsíma. Við höfum aðlagast nýjum heimi áreynslulaust en þrátt fyrir ungan aldur erum við kynslóð sem hefur lifað tímana tvenna. Við munum eftir þeirri tíð þegar fólk í Reykjavík læsti ekki húsum sínum, verslað var hjá kaupmanninum á horninu, kaffitími með kökum og kexi var nauðsyn en ekki óhollusta, krakkar komu sér sjálf á íþróttaæfingar, heimatekið slátur var á boðstólum a.m.k. einu sinni í viku og heimildavinna fyrir ritgerðir var unnin á bókasöfnum. Við munum eftir blankheitum, góðæri og svo aftur blankheitum. Nú bíðum við spennt eftir hvaða nýjungar framtíðin ber í skauti sér. Við, Jordan- og Teletubbieskynslóðin, vorum alin upp af kynslóð sem knúði fram miklar breytingar í mannréttindamálum og það hefur mótað okkur. Við vorum frædd um að það er ekki til neitt sem heitir „hið eina rétta fjölskylduform", og að samkynhneigð er sjálfsagður hluti af tilverunni rétt eins og gagnkynhneigð. Við höfum alla tíð lifað í alþjóðlegu samfélagi. Við erum Íslendingar af alls konar uppruna og þjóðarbrotum og einhver okkar hafa haft tækifæri á að búa og jafnvel læra erlendis. Við tölum góða ensku, (sjónvarpi og interneti að þakka), og höfum ferðast víða, (góðærinu sáluga að þakka). Svo má taka fram að við tökum þeim ferðalögum ekki sem sjálfsögðum hlut, (blankheitunum að þakka). Við erum vel menntuð að meðaltali og ég veit ekki betur en að flest vorum við það heppin að ganga í ógetuskipta grunnskóla og læra að einkunnir eru langt í frá eini mælikvarðinn á hæfni.Erum við ekki hin fínasta kynslóð þökk sé þeim sem ólu okkur upp? Væri það nokkuð slæmt þó að við fullorðnumst og tækjum við stjórnartaumunum? Með þökk fyrir þína þjónustu, Ólafur Ragnar Grímsson, og fullvissu um að eldri kynslóðir hafi alið okkur vel upp, mun ég kjósa kynslóðaskipti á Bessastöðum. Ég mun kjósa Þóru Arnórsdóttur sem forseta Íslands.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar