Button kemur Schumacher til varnar Birgir Þór Harðarson skrifar 1. júní 2012 21:30 Button segir gangrýnina á endurkomu Schumachers ósanngjarna. nordicphotos/afp Jenson Button, ökumaður McLaren í Formúlu 1, kemur Michael Schumacher til varnar og segir lítið að marka gagnrýnina sem heimsmeistarinn sjöfaldi hefur fengið á sig. Endurkoma Schumachers hefur ekki gengið sem skildi og vilja sumir spekingar meina að lítið loft sé enn í blöðru Schumachers. Button bendir hins vegar á að það sé erfitt að koma til baka sem sjöfaldur heimsmeistari. „Við megum ekki gleyma hvað hann hefur áður gert." Button var lengi að ná sér á strik í Formúlu 1. Hann hóf að aka fyrir Williams-liðið árið 2000 og var þá álitinn helsta von Breta í Formúlu 1. Ferill Buttons fór hratt niður á við og margir missti trú á honum. Það tók hann fimm ár í mótaröðinni að koma sér á strik. Árið 2004 ók hann stórkoslega og tveimur erfiðum árum hjá Honda síðar sigraði hann í fyrsta sinn. Hann varð svo heimsmeistari árið 2009. „Stundum tekur tíma að koma sér fyrir í bílnum, smyrja samstarfið við liðið og púsla hlutunum saman." Schumacher var fljótastur í tímatökum í Mónakó og var óheppinn í keppninni sjálfri. „Hann var frábær í Mónakó og gerði engin mistök. Hann setti saman ótrúlegan hring og átti það fullkomlega skilið," segir Button. „Þegar hann stóð upp úr bílnum í lok tímatökunnar held ég að hann hafi verið mjög ánægður, en vonsvikinn í senn að vera sendur aftur um fimm sæti." Formúla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Jenson Button, ökumaður McLaren í Formúlu 1, kemur Michael Schumacher til varnar og segir lítið að marka gagnrýnina sem heimsmeistarinn sjöfaldi hefur fengið á sig. Endurkoma Schumachers hefur ekki gengið sem skildi og vilja sumir spekingar meina að lítið loft sé enn í blöðru Schumachers. Button bendir hins vegar á að það sé erfitt að koma til baka sem sjöfaldur heimsmeistari. „Við megum ekki gleyma hvað hann hefur áður gert." Button var lengi að ná sér á strik í Formúlu 1. Hann hóf að aka fyrir Williams-liðið árið 2000 og var þá álitinn helsta von Breta í Formúlu 1. Ferill Buttons fór hratt niður á við og margir missti trú á honum. Það tók hann fimm ár í mótaröðinni að koma sér á strik. Árið 2004 ók hann stórkoslega og tveimur erfiðum árum hjá Honda síðar sigraði hann í fyrsta sinn. Hann varð svo heimsmeistari árið 2009. „Stundum tekur tíma að koma sér fyrir í bílnum, smyrja samstarfið við liðið og púsla hlutunum saman." Schumacher var fljótastur í tímatökum í Mónakó og var óheppinn í keppninni sjálfri. „Hann var frábær í Mónakó og gerði engin mistök. Hann setti saman ótrúlegan hring og átti það fullkomlega skilið," segir Button. „Þegar hann stóð upp úr bílnum í lok tímatökunnar held ég að hann hafi verið mjög ánægður, en vonsvikinn í senn að vera sendur aftur um fimm sæti."
Formúla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira