Vettel á ráspól í Kanada Birgir Þór Harðarson skrifar 9. júní 2012 18:16 Vettel var einbeittur fyrir tímatökuna í Kanada og setti bílinn á ráspól. nordicphotos/afp Heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull-bíl verður enn á ný á ráspól í Kanada kappakstrinum á morgun. Hann var þó nokkuð fljótari en Lewis Hamilton á McLaren, þremur tíundu úr sekúndu. Fernando Alonso var þriðji á Ferrari-bílnum og Mark Webber, liðsfélagi Vettels fjórði. Nico Rosberg á Mercedes var fimmti. Michael Schumacher var aðeins níundi, sem verður að teljast nokkur vonbrigði fyrir aldursforsetan því fyrir mótið var hann talinn líklegur sigurvegari í Kanada. Jenson Button mun ræsa tíundi á ráslínunni á morgun. McLaren-liðið lagði bíl hans þegar aðeins þrjár mínútur voru eftir og hann ók ekki meira. Kimi Raikkönen komst ekki upp úr annari lotu tímatökunnar en liðsfélagi hans hjá Lotus, Romain Grosjean, komst alla leið og ræsir sjöundi á eftir Felipe Massa. Paul di Resta hjá Force India ræsir þar rétt á eftir. Af öftustu mönnum er það að frétta að Pedro de la Rosa á HRT-bíl var fljótari en liðsfélagi sinn og báðir Marussia-bílarnir. Það verður að teljast góð niðurstaða fyrir HRT sem hefur verið í ruglinu í upphafi tímabilsins. Kappaksturinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun og hefst útsendingin klukkan 17:40. Formúla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Handbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull-bíl verður enn á ný á ráspól í Kanada kappakstrinum á morgun. Hann var þó nokkuð fljótari en Lewis Hamilton á McLaren, þremur tíundu úr sekúndu. Fernando Alonso var þriðji á Ferrari-bílnum og Mark Webber, liðsfélagi Vettels fjórði. Nico Rosberg á Mercedes var fimmti. Michael Schumacher var aðeins níundi, sem verður að teljast nokkur vonbrigði fyrir aldursforsetan því fyrir mótið var hann talinn líklegur sigurvegari í Kanada. Jenson Button mun ræsa tíundi á ráslínunni á morgun. McLaren-liðið lagði bíl hans þegar aðeins þrjár mínútur voru eftir og hann ók ekki meira. Kimi Raikkönen komst ekki upp úr annari lotu tímatökunnar en liðsfélagi hans hjá Lotus, Romain Grosjean, komst alla leið og ræsir sjöundi á eftir Felipe Massa. Paul di Resta hjá Force India ræsir þar rétt á eftir. Af öftustu mönnum er það að frétta að Pedro de la Rosa á HRT-bíl var fljótari en liðsfélagi sinn og báðir Marussia-bílarnir. Það verður að teljast góð niðurstaða fyrir HRT sem hefur verið í ruglinu í upphafi tímabilsins. Kappaksturinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun og hefst útsendingin klukkan 17:40.
Formúla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Handbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira