Erfiðasta keppni tímabilsins er í Mónakó Birgir Þór Harðarson skrifar 23. maí 2012 12:15 Mónakó kappaksturinn fer fram í 59. sinn um komandi helgi. Ekið er um stræti Monte Carlo borgar í Mónakó sem gerir þessa sjöttu umferð í heimsmeistarabaráttunni að stærstu þraut ökumanna í ár. Í Mónakó hafa margir merkir atburðir í sögu kappakstursins orðið. Þetta er mótið sem allir ökumenn þrá að vinna en sigur krefst gríðarlegs hugrekkis, orku og þolinmæði af ökumönnunum. Til viðbótar við gríðarlegar kröfur brautarinnar til ökumannsins bætist að Pirelli-dekkin í ár hafa verið einkar erfið viðureignar. Sumir vilja jafnvel meina að dekkjanotkunin og dekkjastjórnunin hafi í raun ráðið úrslitum í mótum ársins. Í Mónakó verður þetta ekki síður mikilvægt. Brautin liggur, eins og áður sagði, um stræti Monte Carlo borgar. Í Mónakó markar vegriðið brautina og minnstu mistök munu leiða til áreksturs nema fyrir einhverskonar kraftaverk. Vilji einhver klára kappaksturinn þarf hann að vera fullkominn. Brautarstæðið er glæsilegt. Í fyrstu beygju er ekið fram hjá Saint Devote-kirkju og upp brekkuna sem nefnist Beau Rivage. Á toppi hæðarinnar sveifla ökumenn bílunum umhverfis Casino-torgið fyrir utan hótelið fræga og spilavítið.Þaðan er brunað aftur niður brekkuna og að hægustu beygju á keppnistímabilinu sem nefnd er erftir hótelinu sem þar stendur. Skömmu síðar, ef allt gengur að óskum, eru ökumenn komnir inn í göngin þar sem birtuskilyrðin eru ömurleg. Það vandar málið að í miðjum göngunum er hægribeygja sem tekin er með gjöfina í botni. Rétt er að taka fram að í gegnum göngin má ekki nota DRS-vænginn vegna hættunar sem gæti skapast við það. Því næst æða bílarnir út úr göngunum og niður að flókknum vinstri-hægri-vinstri hlekk áður en ekið er eftir hafnarbakkanum og fram hjá sundlauginni. Þar á eftir er ekið fram hjá La Rascasse veitingahúsinu gula sem frægt er orðið.Goðsagnir í Mónakó Það má aldrei gleyma sólríkum laugardegi árið 1989 þegar Ayrton Senna ók tímatökuhring sem var 1,148 sekúndum hraðari en hringur liðsfélaga hans, Alain Prost. Prost var á þessum tíma talinn besti ökuþór í Formúlu 1 og brautin var talin henta honum mjög vel vegna þess hversu þolinmóður og tæknilega fær hann var. Ayrton Senna var á ráspól svo langt á undan liðsfélaga sínum og heilum tveimur sekúndum á undan þriðja manni. Senna sigraði kappaksturinn svo tæpri mínútu á undan Prost. Það er mögulega einhver ótrúlegasta frammistaða ökumanns í Formúlu 1 frá upphafi. Frammistaða Senna í Mónakó er stór þáttur í því að hann er talinn goðsögn í kappakstursheimum. Brautin hefur jafnframt framkallað óvænta sigurvegara. Árið 1996 vann Oliver Panis á Liger kappaksturinn eftir að fremstu menn, þeir Daimon Hill, Jacques Villeneuve og Damon Hill, höfðu fallið úr leik. Rigning getur jafnframt hrist hressilega upp í röðinni og skapað gríðar skemmtilega keppni.DRS svæði: Á ráskaflanum öllum.Dekkjagerðir í boði: Super-mjúk (option) og mjúk (prime)Efstu þrír árið 2011: 1. Sebastian Vettel - Red Bull 2. Fernando Alonso - Ferrari 3. Jenson Button - McLarenAllt mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Fimmtudagur: 08:00 Æfing 1 12:00 Æfing 2Laugardagur: 08:55 Æfing 3 11:50 TímatakaSunnudagur: 11:40 Mónakó kappaksturinnStaðan í titilbaráttunni eftir fjórar umferðirÖkumenn 1. Sebastian Vettel - 61 stig 2. Fernando Alonso - 61 3. Lewis Hamilton - 53 4. Kimi Raikkönen - 49 5. Mark Webber - 48 6. Jenson Button - 45 7. Nico Rosberg - 41 8. Roman Grosjean - 35 9. Pastor Maldonado - 29 10. Sergio Perez - 22Bílasmiðir 1. Red Bull - 109 stig 2. McLaren - 98 3. Lotus - 84 4. Ferrari - 63 5. Mercedes - 43 Formúla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Mónakó kappaksturinn fer fram í 59. sinn um komandi helgi. Ekið er um stræti Monte Carlo borgar í Mónakó sem gerir þessa sjöttu umferð í heimsmeistarabaráttunni að stærstu þraut ökumanna í ár. Í Mónakó hafa margir merkir atburðir í sögu kappakstursins orðið. Þetta er mótið sem allir ökumenn þrá að vinna en sigur krefst gríðarlegs hugrekkis, orku og þolinmæði af ökumönnunum. Til viðbótar við gríðarlegar kröfur brautarinnar til ökumannsins bætist að Pirelli-dekkin í ár hafa verið einkar erfið viðureignar. Sumir vilja jafnvel meina að dekkjanotkunin og dekkjastjórnunin hafi í raun ráðið úrslitum í mótum ársins. Í Mónakó verður þetta ekki síður mikilvægt. Brautin liggur, eins og áður sagði, um stræti Monte Carlo borgar. Í Mónakó markar vegriðið brautina og minnstu mistök munu leiða til áreksturs nema fyrir einhverskonar kraftaverk. Vilji einhver klára kappaksturinn þarf hann að vera fullkominn. Brautarstæðið er glæsilegt. Í fyrstu beygju er ekið fram hjá Saint Devote-kirkju og upp brekkuna sem nefnist Beau Rivage. Á toppi hæðarinnar sveifla ökumenn bílunum umhverfis Casino-torgið fyrir utan hótelið fræga og spilavítið.Þaðan er brunað aftur niður brekkuna og að hægustu beygju á keppnistímabilinu sem nefnd er erftir hótelinu sem þar stendur. Skömmu síðar, ef allt gengur að óskum, eru ökumenn komnir inn í göngin þar sem birtuskilyrðin eru ömurleg. Það vandar málið að í miðjum göngunum er hægribeygja sem tekin er með gjöfina í botni. Rétt er að taka fram að í gegnum göngin má ekki nota DRS-vænginn vegna hættunar sem gæti skapast við það. Því næst æða bílarnir út úr göngunum og niður að flókknum vinstri-hægri-vinstri hlekk áður en ekið er eftir hafnarbakkanum og fram hjá sundlauginni. Þar á eftir er ekið fram hjá La Rascasse veitingahúsinu gula sem frægt er orðið.Goðsagnir í Mónakó Það má aldrei gleyma sólríkum laugardegi árið 1989 þegar Ayrton Senna ók tímatökuhring sem var 1,148 sekúndum hraðari en hringur liðsfélaga hans, Alain Prost. Prost var á þessum tíma talinn besti ökuþór í Formúlu 1 og brautin var talin henta honum mjög vel vegna þess hversu þolinmóður og tæknilega fær hann var. Ayrton Senna var á ráspól svo langt á undan liðsfélaga sínum og heilum tveimur sekúndum á undan þriðja manni. Senna sigraði kappaksturinn svo tæpri mínútu á undan Prost. Það er mögulega einhver ótrúlegasta frammistaða ökumanns í Formúlu 1 frá upphafi. Frammistaða Senna í Mónakó er stór þáttur í því að hann er talinn goðsögn í kappakstursheimum. Brautin hefur jafnframt framkallað óvænta sigurvegara. Árið 1996 vann Oliver Panis á Liger kappaksturinn eftir að fremstu menn, þeir Daimon Hill, Jacques Villeneuve og Damon Hill, höfðu fallið úr leik. Rigning getur jafnframt hrist hressilega upp í röðinni og skapað gríðar skemmtilega keppni.DRS svæði: Á ráskaflanum öllum.Dekkjagerðir í boði: Super-mjúk (option) og mjúk (prime)Efstu þrír árið 2011: 1. Sebastian Vettel - Red Bull 2. Fernando Alonso - Ferrari 3. Jenson Button - McLarenAllt mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Fimmtudagur: 08:00 Æfing 1 12:00 Æfing 2Laugardagur: 08:55 Æfing 3 11:50 TímatakaSunnudagur: 11:40 Mónakó kappaksturinnStaðan í titilbaráttunni eftir fjórar umferðirÖkumenn 1. Sebastian Vettel - 61 stig 2. Fernando Alonso - 61 3. Lewis Hamilton - 53 4. Kimi Raikkönen - 49 5. Mark Webber - 48 6. Jenson Button - 45 7. Nico Rosberg - 41 8. Roman Grosjean - 35 9. Pastor Maldonado - 29 10. Sergio Perez - 22Bílasmiðir 1. Red Bull - 109 stig 2. McLaren - 98 3. Lotus - 84 4. Ferrari - 63 5. Mercedes - 43
Formúla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira