Webber í leit að sínum fyrsta sigri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2012 11:42 Webber var vel fagnað eftir tímatökurnar í gær. Nordic Photos / Getty Mark Webber verður á ráspól í Formúlu 1 kappakstrinum sem fram fer í Mónakó í dag. Webber, sem ekur hjá Red Bull, hefur enn ekki hrósað sigri í þeim fimm mótum sem búin eru á tímabilinu. Ástralinn vann síðast sigur í Brasilíukappakstrinum á síðasta ári. Hann hafnaði í fjórða sæti í fystu fjórum keppnum tímabilsins en þurfti að sætta sig við það ellefta í síðustu keppni á Spáni. Webber ók á næstbesta tímanum í tímatökunum en hraðast ók Þjóðverjinn Michael Schumacher hjá Mercedes. Schumacher var hins vegar refsað vegna atviks í Spánarkappakstrinum og ræsir sjötti. Webber hefur mátt sætta sig við að lifa í skugga Þjóðverjans Sebastian Vettel sem ekur einnig fyrir Red Bull. Vettel hefur staðið uppi sem sigurvegari í keppni ökuþóra undanfarin tvöt tímabil. Hann ræsir hins vegar níundi í dag. Vettel er efstur ásamt Fernando Alonso hjá Ferrari í keppni ökuþóra á yfirstandandi tímabili með 61 stig að loknum fimm keppnum. Webber er fimmti með 48 stig. Röð keppenda fyrir ræsinguna í Mónakó má sjá hér að neðan. Keppnin hefst klukkan 12 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 01 Mark Webber 02 Nico Rosberg 03 Lewis Hamilton 04 Romain Grosjean 05 Fernando Alonso 06 Michael Schumacher * 07 Felipe Massa 08 Kimi Raikkonen 09 Sebastian Vettel 10 Nico Hulkenberg 11 Kamui Kobayashi 12 Jenson Button 13 Bruno Senna 14 Paul di Resta 15 Daniel Ricciardo 16 Jean-Eric Vergne 17 Heikki Kovalainen 18 Vitaly Petrov 19 Timo Glock 20 Pedro de la Rosa 21 Charles Pic 22 Narain Karthikeyan 23 Pastor Maldonado ** 24 Sergio Perez *** *Refsing - aftur um fimm sæti vegna áreksturs á Spáni **Tvöföld refsing - aftur um fimmtán sæti vegna áreksturs og bilunar í búnaði ***Refsing - aftur um fimm sæti venga bilunar í búnaði Formúla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Mark Webber verður á ráspól í Formúlu 1 kappakstrinum sem fram fer í Mónakó í dag. Webber, sem ekur hjá Red Bull, hefur enn ekki hrósað sigri í þeim fimm mótum sem búin eru á tímabilinu. Ástralinn vann síðast sigur í Brasilíukappakstrinum á síðasta ári. Hann hafnaði í fjórða sæti í fystu fjórum keppnum tímabilsins en þurfti að sætta sig við það ellefta í síðustu keppni á Spáni. Webber ók á næstbesta tímanum í tímatökunum en hraðast ók Þjóðverjinn Michael Schumacher hjá Mercedes. Schumacher var hins vegar refsað vegna atviks í Spánarkappakstrinum og ræsir sjötti. Webber hefur mátt sætta sig við að lifa í skugga Þjóðverjans Sebastian Vettel sem ekur einnig fyrir Red Bull. Vettel hefur staðið uppi sem sigurvegari í keppni ökuþóra undanfarin tvöt tímabil. Hann ræsir hins vegar níundi í dag. Vettel er efstur ásamt Fernando Alonso hjá Ferrari í keppni ökuþóra á yfirstandandi tímabili með 61 stig að loknum fimm keppnum. Webber er fimmti með 48 stig. Röð keppenda fyrir ræsinguna í Mónakó má sjá hér að neðan. Keppnin hefst klukkan 12 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 01 Mark Webber 02 Nico Rosberg 03 Lewis Hamilton 04 Romain Grosjean 05 Fernando Alonso 06 Michael Schumacher * 07 Felipe Massa 08 Kimi Raikkonen 09 Sebastian Vettel 10 Nico Hulkenberg 11 Kamui Kobayashi 12 Jenson Button 13 Bruno Senna 14 Paul di Resta 15 Daniel Ricciardo 16 Jean-Eric Vergne 17 Heikki Kovalainen 18 Vitaly Petrov 19 Timo Glock 20 Pedro de la Rosa 21 Charles Pic 22 Narain Karthikeyan 23 Pastor Maldonado ** 24 Sergio Perez *** *Refsing - aftur um fimm sæti vegna áreksturs á Spáni **Tvöföld refsing - aftur um fimmtán sæti vegna áreksturs og bilunar í búnaði ***Refsing - aftur um fimm sæti venga bilunar í búnaði
Formúla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira