Hamilton á ráspól á Spáni Birgir Þór Harðarson skrifar 12. maí 2012 13:20 Alonso, Hamilton og Maldonado verða fremstir í rásröðinni á morgun. nordicphotos/afp Lewis Hamilton krækti í sinn þriðja ráspól í tímatökum fyrir spænska kappaksturinn sem fram fóru í dag. Hann fór hálfri sekúntu hraðar en Williams-ökuþórinn Pastor Maldonado sem fór nokkuð óvænt annan hraðasta hring í tímatökunum. Heimamaðurinn Fernando Alonso ræsir þriðji í Ferrari-bílnum. Lotus-mennirnir Romain Grosjean og Kimi Raikkönen þar á eftir. Þá ræsir Sergio Perez í sjötta sæti í Sauber-bílnum. Tímatakan var lituð af dekkjavali sem mun hafa mikil áhrif í keppninni á morgun. Sebastian Vettel og Michael Schumacher settu ekki í tíma í síðustu umferðinni til þess að spara dekkin. Þeir ræsa í áttunda og níunda sæti á undan Kamui Kobayashi. Sauber-bíll þess síðastnefnda bilaði eftir aðra umferðina og hann gat því ekki ekið í síðustu lotunni. Jenson Button og Mark Webber voru í vandræðum, komust ekki upp úr annari lotu og ræsa í ellefta og tólfta sæti. Það verða að teljast vonbrigði fyrir McLaren og Red Bull sem leiða stigamótið og meiga ekki misstíga sig í titilbaráttunni. Felipe Massa var aðeins sautjándi og sat steinrunninn í Ferrari-bílnum þegar úrslitin voru ljós. HRT-bílarnir voru báðir utan 107% reglunnar. Narain Karthikeyan var langt frá en Pedro de la Rosa nokkrum sekúntubrotum frá. Dómarar mótsins munu ákveða hvort annar eða báðir ökumenn fái að keppa þrátt fyrir að vera ekki nógu fljótir. Formúla Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Lewis Hamilton krækti í sinn þriðja ráspól í tímatökum fyrir spænska kappaksturinn sem fram fóru í dag. Hann fór hálfri sekúntu hraðar en Williams-ökuþórinn Pastor Maldonado sem fór nokkuð óvænt annan hraðasta hring í tímatökunum. Heimamaðurinn Fernando Alonso ræsir þriðji í Ferrari-bílnum. Lotus-mennirnir Romain Grosjean og Kimi Raikkönen þar á eftir. Þá ræsir Sergio Perez í sjötta sæti í Sauber-bílnum. Tímatakan var lituð af dekkjavali sem mun hafa mikil áhrif í keppninni á morgun. Sebastian Vettel og Michael Schumacher settu ekki í tíma í síðustu umferðinni til þess að spara dekkin. Þeir ræsa í áttunda og níunda sæti á undan Kamui Kobayashi. Sauber-bíll þess síðastnefnda bilaði eftir aðra umferðina og hann gat því ekki ekið í síðustu lotunni. Jenson Button og Mark Webber voru í vandræðum, komust ekki upp úr annari lotu og ræsa í ellefta og tólfta sæti. Það verða að teljast vonbrigði fyrir McLaren og Red Bull sem leiða stigamótið og meiga ekki misstíga sig í titilbaráttunni. Felipe Massa var aðeins sautjándi og sat steinrunninn í Ferrari-bílnum þegar úrslitin voru ljós. HRT-bílarnir voru báðir utan 107% reglunnar. Narain Karthikeyan var langt frá en Pedro de la Rosa nokkrum sekúntubrotum frá. Dómarar mótsins munu ákveða hvort annar eða báðir ökumenn fái að keppa þrátt fyrir að vera ekki nógu fljótir.
Formúla Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira