Evróputímabilið hefst á Spáni um helgina Birgir Þór Harðarson skrifar 9. maí 2012 23:00 Brautin á Spáni Graphic News Á sunnudag fer spænski kappaksturinn fram í Barcelona og markar upphaf tímabilsins í Evrópu. Í gegnum tíðin hefur fyrsti Evrópukappaksturinn verið vettvangur liðanna til að kynna nýjar uppfærslur á bílum sínum og virðist ekki vera nein breyting á því í ár. Formúla 1 hefur þá verið í þriggja vikna fríi síðan síðast var keppt í Barein. Í síðustu viku voru æfingar í Maranello á Ítalíu þar sem liðin reynsluóku nýjum breytingum á bílunum. Spænski kappaksturinn hefur verið haldinn í Barcelona síðan árið 1991. Brautinni hefur verið breytt þónokkuð síðan þá en allra síðustu breytingarnar eru á síðasta kafla brautarinnar. Fyrir síðustu beygju hefur verið komið fyrir þröngum hlekk sem gerir brautina enn flóknari fyrir ökumenn. Í fyrra fór Sebastian Vettel með sigur af hólmi í kappakstrinum á Spáni. Hann kom í mark rétt á undan Lewis Hamilton. Brautin er þekkt fyrir að bjóða upp á nokkuð jafnan kappakstur, sem eru frábærar fréttir fyrir okkur áhorfendur sem höfum nú þegar séð jafnasta keppnistímabil í Formúlu 1 síðan 1983. Brautin hentar helst loftaflslega skilvirkum bílum því hún býður upp á hraðar aflíðandi beygjur þar sem ökumenn munu helst reiða sig á vængpressu fremur en dekkjagrip. Ökumenn munu því reyna að fullkomna uppsetningu bíla sinna, sem kann hins vegar að reynast flókið verk fyrir óreynda. Pirelli-dekkjaframleiðandinn býður, eins og venjulega, upp á tvær dekkjagerðir á Spáni. Það er hins vegar óvanalegt að bjóða upp á tvær gerðir sem eru ekki í næstu röð við hvort annað. Pirelli býður nefninlega upp á hörð og mjúk dekk en sleppa miðlungshörðu dekkjagerðinni. Það ætti að bjóða upp á fleiri möguleika fyrir liðin til að stilla upp keppnisáætlunum sínum. Frægir sigrar og ósigrarJean Todt fagnaði Schumacher innilega verðlaunapallinum 1996 og lét Jean Alesi gusa yfir sig kampavíni.nordicphotos/afpBrautin í Barcelona hefur oft boðið upp á óvænt úrslit og frækna sigra. Það var til dæmis árið 1996 þegar Michael Schumacher ók sitt fyrsta tímabil fyrir Ferrari að hann sigraði spænska kappaksturinn með gríðarlegum yfirburðum. Ferrari-bíll þess árs var handónýtur og varla boðlegur Schumacher, þá tvöföldum heimsmeistara, og liðsfélaga hans Eddie Irvine. Spænski kappaksturinn fór fram í grenjandi rigningu en Schumacher lét það ekki á sig fá og slátraði keppinautum sínum. Eftir þennan frækna sigur hefur Schumacher verið talinn einn besti ökumaður í rigningu allra tíma. Það fór ekki eins vel fyrir Mika Hakkinen á McLaren árið 2001. Mika hafði byggt upp gríðarlegt forskot á Schumacher í fyrsta sæti, eftir að hafa komist fram úr Þjóðverjanum á 43. hring. Þegar aðeins einn hringur var eftir í mark bilaði kúplingin í McLaren-bílnum og Mika þurfti að leggja bílnum. Schumacher sveif fram úr og sigraði. Hann kom þó aftur hjá á sigurhring sínum og gaf Mika far heim að bílskúr.DRS svæði: Á ráskaflanum öllum.Dekkjagerðir í boði: Mjúk (option) og hörð (prime)Efstu þrír árið 2011: 1. Sebastian Vettel - Red Bull 2. Lewis Hamilton - McLaren 3. Jenson Button - McLaren Allt mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Föstudagur: 08:00 Æfing 1 12:00 Æfing 2Laugardagur: 08:55 Æfing 3 11:50 TímatakaSunnudagur: 11:40 Spænski kappaksturinn Staðan í titilbaráttunni eftir fjórar umferðirÖkumenn 1. Sebastian Vettel - 53 stig 2. Lewis Hamilton - 49 3. Mark Webber - 48 4. Jenson Button - 43 5. Fernando Alonso - 43 6. Nico Rosberg - 35 7. Kimi Raikkönen - 34 8. Roman Grosjean - 23 9. Serio Pérez - 22 10. Paul di Resta - 15 Bílasmiðir 1. Red Bull - 101 stig 2. McLaren - 92 3. Lotus - 57 4. Ferrari - 45 5. Mercedes - 37 Formúla Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Á sunnudag fer spænski kappaksturinn fram í Barcelona og markar upphaf tímabilsins í Evrópu. Í gegnum tíðin hefur fyrsti Evrópukappaksturinn verið vettvangur liðanna til að kynna nýjar uppfærslur á bílum sínum og virðist ekki vera nein breyting á því í ár. Formúla 1 hefur þá verið í þriggja vikna fríi síðan síðast var keppt í Barein. Í síðustu viku voru æfingar í Maranello á Ítalíu þar sem liðin reynsluóku nýjum breytingum á bílunum. Spænski kappaksturinn hefur verið haldinn í Barcelona síðan árið 1991. Brautinni hefur verið breytt þónokkuð síðan þá en allra síðustu breytingarnar eru á síðasta kafla brautarinnar. Fyrir síðustu beygju hefur verið komið fyrir þröngum hlekk sem gerir brautina enn flóknari fyrir ökumenn. Í fyrra fór Sebastian Vettel með sigur af hólmi í kappakstrinum á Spáni. Hann kom í mark rétt á undan Lewis Hamilton. Brautin er þekkt fyrir að bjóða upp á nokkuð jafnan kappakstur, sem eru frábærar fréttir fyrir okkur áhorfendur sem höfum nú þegar séð jafnasta keppnistímabil í Formúlu 1 síðan 1983. Brautin hentar helst loftaflslega skilvirkum bílum því hún býður upp á hraðar aflíðandi beygjur þar sem ökumenn munu helst reiða sig á vængpressu fremur en dekkjagrip. Ökumenn munu því reyna að fullkomna uppsetningu bíla sinna, sem kann hins vegar að reynast flókið verk fyrir óreynda. Pirelli-dekkjaframleiðandinn býður, eins og venjulega, upp á tvær dekkjagerðir á Spáni. Það er hins vegar óvanalegt að bjóða upp á tvær gerðir sem eru ekki í næstu röð við hvort annað. Pirelli býður nefninlega upp á hörð og mjúk dekk en sleppa miðlungshörðu dekkjagerðinni. Það ætti að bjóða upp á fleiri möguleika fyrir liðin til að stilla upp keppnisáætlunum sínum. Frægir sigrar og ósigrarJean Todt fagnaði Schumacher innilega verðlaunapallinum 1996 og lét Jean Alesi gusa yfir sig kampavíni.nordicphotos/afpBrautin í Barcelona hefur oft boðið upp á óvænt úrslit og frækna sigra. Það var til dæmis árið 1996 þegar Michael Schumacher ók sitt fyrsta tímabil fyrir Ferrari að hann sigraði spænska kappaksturinn með gríðarlegum yfirburðum. Ferrari-bíll þess árs var handónýtur og varla boðlegur Schumacher, þá tvöföldum heimsmeistara, og liðsfélaga hans Eddie Irvine. Spænski kappaksturinn fór fram í grenjandi rigningu en Schumacher lét það ekki á sig fá og slátraði keppinautum sínum. Eftir þennan frækna sigur hefur Schumacher verið talinn einn besti ökumaður í rigningu allra tíma. Það fór ekki eins vel fyrir Mika Hakkinen á McLaren árið 2001. Mika hafði byggt upp gríðarlegt forskot á Schumacher í fyrsta sæti, eftir að hafa komist fram úr Þjóðverjanum á 43. hring. Þegar aðeins einn hringur var eftir í mark bilaði kúplingin í McLaren-bílnum og Mika þurfti að leggja bílnum. Schumacher sveif fram úr og sigraði. Hann kom þó aftur hjá á sigurhring sínum og gaf Mika far heim að bílskúr.DRS svæði: Á ráskaflanum öllum.Dekkjagerðir í boði: Mjúk (option) og hörð (prime)Efstu þrír árið 2011: 1. Sebastian Vettel - Red Bull 2. Lewis Hamilton - McLaren 3. Jenson Button - McLaren Allt mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Föstudagur: 08:00 Æfing 1 12:00 Æfing 2Laugardagur: 08:55 Æfing 3 11:50 TímatakaSunnudagur: 11:40 Spænski kappaksturinn Staðan í titilbaráttunni eftir fjórar umferðirÖkumenn 1. Sebastian Vettel - 53 stig 2. Lewis Hamilton - 49 3. Mark Webber - 48 4. Jenson Button - 43 5. Fernando Alonso - 43 6. Nico Rosberg - 35 7. Kimi Raikkönen - 34 8. Roman Grosjean - 23 9. Serio Pérez - 22 10. Paul di Resta - 15 Bílasmiðir 1. Red Bull - 101 stig 2. McLaren - 92 3. Lotus - 57 4. Ferrari - 45 5. Mercedes - 37
Formúla Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira