Rosberg fljótastur og Force India dregur sig í hlé Birgir Þór Harðarson skrifar 20. apríl 2012 18:00 Rosberg var fljótastur á æfingum dagsins í konungsríkinu Barein við Persaflóa. Nordicphotos/afp Nico Rosberg, á Mercedes-bíl, var fljótastur á seinni æfingu keppisliða fyrir Formúlu 1-kappaksturinn í Barein. Lewis Hamilton á McLaren-bíl var fljótastur á fyrri æfingunni. Force India liðið tók ekki þátt í seinni æfingunni af hræðslu við óeirðirnar í landinu. Tekin var ákvörðun um að aka ekki eftir hádegi því það hefði þýtt að starfsmenn liðsins þyrftu að ferðast upp á hótel eftir myrkur. Allur undirbúningur, sem venjulega fer fram á föstudagskvöldum á mótstað, var framkvæmdur meðan á seinni æfingunni stóð. Rosberg var nánast hálfri sekúntu fljótari en Mark Webber á Red Bull-bíl sem verður að teljast frábær árangur. Rosberg vann sinni fyrsta sigur í Formúlu 1 um síðustu helgi í Kína og ekur nú í Barein með sjálfstraustið í botni. Rosberg á met í Formúlu 1 sem hann setti í Barein árið 2006 þegar hann átti hraðasta mótshring í frumraun sinni í Formúlu 1. Á eftir Webber, á seinni æfingunni, kom liðsfélagi hans Sebastian Vettel, þá Lewis Hamilton og Michael Schumacher var fimmti á Mercedes bíl sínum. Ferrari átti erfitt með að halda í við efstu menn og Fernando Alonso lauk deginum í áttunda sæti og liðsfélagi hans, Felipe Massa, í tólfta. Fátt markverkt gerðist á fyrri æfingunni í morgun nema að liðin náðu að safna þeim gögnum og upplýsingum um ástand brautarinnar og bílanna sem þau þurftu án truflunar. Formúla Tengdar fréttir Kappakstur í skugga mótmæla og óeirða Barein kappaksturinn fer fram um helgina eftir að talsverð óvissa hefur ríkt um hvort mótið verði eða ekki. Tvö ár eru liðin síðan keppt var í Barein síðast því kappakstrinum var aflýst í fyrra vegna gríðarlegra mótmæla í þar í landi. 19. apríl 2012 06:00 Mótmælendur mættu Formúlu-liðum er þau mættu til Barein Þegar Formúlu 1-liðin lentu í Manama, höfuðborg Barein, í gærkvöldi mættu þeim hundruðir mótmælenda. Uppreisnarmenn eru mjög óánægðir með að Formúla 1 skuli halda mót í Barein í umboði stjórnvalda þar í landi. 18. apríl 2012 22:45 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Nico Rosberg, á Mercedes-bíl, var fljótastur á seinni æfingu keppisliða fyrir Formúlu 1-kappaksturinn í Barein. Lewis Hamilton á McLaren-bíl var fljótastur á fyrri æfingunni. Force India liðið tók ekki þátt í seinni æfingunni af hræðslu við óeirðirnar í landinu. Tekin var ákvörðun um að aka ekki eftir hádegi því það hefði þýtt að starfsmenn liðsins þyrftu að ferðast upp á hótel eftir myrkur. Allur undirbúningur, sem venjulega fer fram á föstudagskvöldum á mótstað, var framkvæmdur meðan á seinni æfingunni stóð. Rosberg var nánast hálfri sekúntu fljótari en Mark Webber á Red Bull-bíl sem verður að teljast frábær árangur. Rosberg vann sinni fyrsta sigur í Formúlu 1 um síðustu helgi í Kína og ekur nú í Barein með sjálfstraustið í botni. Rosberg á met í Formúlu 1 sem hann setti í Barein árið 2006 þegar hann átti hraðasta mótshring í frumraun sinni í Formúlu 1. Á eftir Webber, á seinni æfingunni, kom liðsfélagi hans Sebastian Vettel, þá Lewis Hamilton og Michael Schumacher var fimmti á Mercedes bíl sínum. Ferrari átti erfitt með að halda í við efstu menn og Fernando Alonso lauk deginum í áttunda sæti og liðsfélagi hans, Felipe Massa, í tólfta. Fátt markverkt gerðist á fyrri æfingunni í morgun nema að liðin náðu að safna þeim gögnum og upplýsingum um ástand brautarinnar og bílanna sem þau þurftu án truflunar.
Formúla Tengdar fréttir Kappakstur í skugga mótmæla og óeirða Barein kappaksturinn fer fram um helgina eftir að talsverð óvissa hefur ríkt um hvort mótið verði eða ekki. Tvö ár eru liðin síðan keppt var í Barein síðast því kappakstrinum var aflýst í fyrra vegna gríðarlegra mótmæla í þar í landi. 19. apríl 2012 06:00 Mótmælendur mættu Formúlu-liðum er þau mættu til Barein Þegar Formúlu 1-liðin lentu í Manama, höfuðborg Barein, í gærkvöldi mættu þeim hundruðir mótmælenda. Uppreisnarmenn eru mjög óánægðir með að Formúla 1 skuli halda mót í Barein í umboði stjórnvalda þar í landi. 18. apríl 2012 22:45 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Kappakstur í skugga mótmæla og óeirða Barein kappaksturinn fer fram um helgina eftir að talsverð óvissa hefur ríkt um hvort mótið verði eða ekki. Tvö ár eru liðin síðan keppt var í Barein síðast því kappakstrinum var aflýst í fyrra vegna gríðarlegra mótmæla í þar í landi. 19. apríl 2012 06:00
Mótmælendur mættu Formúlu-liðum er þau mættu til Barein Þegar Formúlu 1-liðin lentu í Manama, höfuðborg Barein, í gærkvöldi mættu þeim hundruðir mótmælenda. Uppreisnarmenn eru mjög óánægðir með að Formúla 1 skuli halda mót í Barein í umboði stjórnvalda þar í landi. 18. apríl 2012 22:45