Vettel segir liðið hafa tapað sjáfstraustinu Birgir Þór Harðarson skrifar 29. apríl 2012 00:01 Vettel sýndi yfirmanni sínum, Christian Horner, gripinn sem hann fékk fyrir að vinna í Barein. nordicphotos/afp Heimsmeistarinn Sebastian Vettel, sem ekur fyrir heimsmeistaralið Red Bull í Formúlu 1, segir lið sitt hafa tapað sjálfstraustinu sem það hafði svo sterkt í fyrra. Ástæðuna segir hann vera að liðið hafi ekki haldið gríðarlegum yfirburðum sínum milli ára. Red Bull-liðið sigraði tólf af nítján mótum í fyrra og urðu heimsmeistarar með miklum mun. Liðið var einnig átján sinnum á ráspól árið 2011. Það tók Vettel hins vegar fjórar tilraunir til að sigra í Formúlu 1 árið 2012. "Baráttan er mun jafnari í ár," segir Vettel, "og við erum ekki eins sjálfsörugg og við vorum áður. Smáatriði hafa gríðarleg áhrif í tímatökum og hafa enn meiri áhrif í keppninni."Alain Prost vann fyrir Renault í franska kappakstrinum, þeim þriðja, árið 1983. Þeir Nelson Piquet, John Watson, Patrick Tambay og Keke Rosberg sigrðu fyrstu fimm mótin það árið.nordicphotos/afpÞað eru liðin 29 ár síðan fjórir mismunandi ökumenn hafa sigrað fyrstu fjögur mótin fyrir fjóra mismunandi bílasmiði. Formúla 1 hefur ekki séð eins jafna keppni í fyrstu mótum síðan 1983. Það árið varð Nelson Piquet heimsmeistari, fyrir Brabham, í annað sinn á ferlinum. Það var þannig árið 1983 að sigurbílarnir fjórir voru einnig knúnir mismunandi vélum. Í ár hefur Mercedes hins vegar unnið tvö mót og Ferrari og Renault hvorn sigurinn hvert. Árið 1983 unnu raunar fimm mismunandi bílasmiðir og ökumenn fyrstu fimm mót ársins. Það er því mögulegt að jafna met í spænska kappakstrinum eftir tvær vikur og fella það endanlega í Mónakó í lok maí. Formúla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel, sem ekur fyrir heimsmeistaralið Red Bull í Formúlu 1, segir lið sitt hafa tapað sjálfstraustinu sem það hafði svo sterkt í fyrra. Ástæðuna segir hann vera að liðið hafi ekki haldið gríðarlegum yfirburðum sínum milli ára. Red Bull-liðið sigraði tólf af nítján mótum í fyrra og urðu heimsmeistarar með miklum mun. Liðið var einnig átján sinnum á ráspól árið 2011. Það tók Vettel hins vegar fjórar tilraunir til að sigra í Formúlu 1 árið 2012. "Baráttan er mun jafnari í ár," segir Vettel, "og við erum ekki eins sjálfsörugg og við vorum áður. Smáatriði hafa gríðarleg áhrif í tímatökum og hafa enn meiri áhrif í keppninni."Alain Prost vann fyrir Renault í franska kappakstrinum, þeim þriðja, árið 1983. Þeir Nelson Piquet, John Watson, Patrick Tambay og Keke Rosberg sigrðu fyrstu fimm mótin það árið.nordicphotos/afpÞað eru liðin 29 ár síðan fjórir mismunandi ökumenn hafa sigrað fyrstu fjögur mótin fyrir fjóra mismunandi bílasmiði. Formúla 1 hefur ekki séð eins jafna keppni í fyrstu mótum síðan 1983. Það árið varð Nelson Piquet heimsmeistari, fyrir Brabham, í annað sinn á ferlinum. Það var þannig árið 1983 að sigurbílarnir fjórir voru einnig knúnir mismunandi vélum. Í ár hefur Mercedes hins vegar unnið tvö mót og Ferrari og Renault hvorn sigurinn hvert. Árið 1983 unnu raunar fimm mismunandi bílasmiðir og ökumenn fyrstu fimm mót ársins. Það er því mögulegt að jafna met í spænska kappakstrinum eftir tvær vikur og fella það endanlega í Mónakó í lok maí.
Formúla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira