Fótbolti

Bayern München minnkaði forskot Dortmund

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Tony Kroos fagnað vel og innilega.
Tony Kroos fagnað vel og innilega. Nordic Photos / AFP
Bayern München vann 2-1 sigur á Hannover 96 á Allianz-leikvanginum í München í dag. Forskot Dortmund á toppnum er því aðeins tvö stig en þýsku meistararnir sækja Köln heim á morgun.

Það var hinn magnaði miðjumaður Bæjara, Tony Kroos, sem kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik eftir undirbúning Arjen Robben.

Mario Gomez, sem byrjaði á bekknum, bætti við marki um miðjan síðari hálfleikinn. Didier Konan Ya minnkaði muninn fyrir Hannver með bakfallsspyrnu stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Annars bara til tíðinda að Hertha Berlín vann mikilvægan útisigur á Mainz. Lærisveinar Otto Rehagel eru í næstneðsta sæti en stutt í liðin fyrir ofan.

Enn versnar staðan hjá Kaiserslautern sem tapaði 2-0 gegn Freiburg á útivelli.

Úrslitin í dag

Freiburg 2-0 Kaisterslautern

Mainz 1-3 Hertha Berlín

Mönchengladbach 1-2 Hoffenheim

Werder Bremen 1-1 Augsburg

Í gærkvöldi

Wolfsburg 2-1 Hamburger SV



Staðan í þýska boltanum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×