1. umferð: Ástralski kappaksturinn 2012 Birgir Þór Harðarson skrifar 15. mars 2012 16:00 Enn á ný hefst Formúlu 1 tímabilið í Melbourne í Ástralíu. Þetta verður í 28. skiptið sem ástralski kappaksturinn er haldinn og Melbourne fyrsta mót ársins í 15. skiptið. Það stefnir í æsispennandi mótshelgi enda gaf undirbúningstímabilið óræðnar vísbendingar um hvað liðin ætla sér að gera til að sækja eða verja heimsmeistaratitilinn. Brautin í Melbourne er lögð á götum borgarinnar, í Albert Park almenningsgarðinum. Hún er flöt, hröð og veitir alla jafna nokkuð skýra mynd af því sem koma skal. Í 70 % tilvika hefur sigurvegari ástralska kappaksturins í Melbourne orðið heimsmeistari. En vegna þess hve flöt hún er kappaksturinn ekki líkamlega erfiður fyrir ökumennina. Jenson Button hefur sigrað tvisvar í Melbourne og segir brautina góða: "Brautin hefur mjög gott flæði þó hún sé götubraut, hægt er að finna góðan ryþma í keppninni og hún hefur nokkrar mjög hraðar beygjur sem einnig er óvenjulegt á götubrautum." "Veggirnir eru nógu nálægt brautinni til að maður haldi einbeitingunni. Ég man ekki eftir móti hér sem ekki kom á óvart. Þetta er því frábær staður til að hefja tímabilið." Vegna þess hve hröð hún er, og að meirihluti beygjanna séu hraðar og flæðandi, verða hægustu beygjurnar þær mikilvægustu. Beygjur 3 og 15 eru mikilvægustu svæðin. Ef smellt er á "horfa á myndskeið með frétt" má líta ráspólshring Sebastian Vettel síðan í fyrra. Hringurinn er nánast fullkominn og mætti halda að bíllin sé á járnbrautarteinum á köflum. Hringtíminn var í takt við það: 1.23,529. Annar á ráslínunni var Lewis Hamilton 0,778 sekúntum á eftir. Það ætti að skýra hversu ótrúlegan hring Vettel tókst að setja saman í fyrra.DRS svæði: Á ráskaflanum og á milli beygja 2 og 3Dekkjagerðir í boði: Meðal (prime) og mjúk (option)Efstu þrír í fyrra: 1. Sebastian Vettel - Red Bull 2. Lewis Hamilton - McLaren 3. Vitaly Petrov - Renault Allt mótið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Föstudagur: 01:30 Æfing 1 05:30 Æfing 2Laugardagur: 02:55 Æfing 3 05:50 TímatakaSunnudagur: 05:40 Ástralski kappaksturinn Formúla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Enn á ný hefst Formúlu 1 tímabilið í Melbourne í Ástralíu. Þetta verður í 28. skiptið sem ástralski kappaksturinn er haldinn og Melbourne fyrsta mót ársins í 15. skiptið. Það stefnir í æsispennandi mótshelgi enda gaf undirbúningstímabilið óræðnar vísbendingar um hvað liðin ætla sér að gera til að sækja eða verja heimsmeistaratitilinn. Brautin í Melbourne er lögð á götum borgarinnar, í Albert Park almenningsgarðinum. Hún er flöt, hröð og veitir alla jafna nokkuð skýra mynd af því sem koma skal. Í 70 % tilvika hefur sigurvegari ástralska kappaksturins í Melbourne orðið heimsmeistari. En vegna þess hve flöt hún er kappaksturinn ekki líkamlega erfiður fyrir ökumennina. Jenson Button hefur sigrað tvisvar í Melbourne og segir brautina góða: "Brautin hefur mjög gott flæði þó hún sé götubraut, hægt er að finna góðan ryþma í keppninni og hún hefur nokkrar mjög hraðar beygjur sem einnig er óvenjulegt á götubrautum." "Veggirnir eru nógu nálægt brautinni til að maður haldi einbeitingunni. Ég man ekki eftir móti hér sem ekki kom á óvart. Þetta er því frábær staður til að hefja tímabilið." Vegna þess hve hröð hún er, og að meirihluti beygjanna séu hraðar og flæðandi, verða hægustu beygjurnar þær mikilvægustu. Beygjur 3 og 15 eru mikilvægustu svæðin. Ef smellt er á "horfa á myndskeið með frétt" má líta ráspólshring Sebastian Vettel síðan í fyrra. Hringurinn er nánast fullkominn og mætti halda að bíllin sé á járnbrautarteinum á köflum. Hringtíminn var í takt við það: 1.23,529. Annar á ráslínunni var Lewis Hamilton 0,778 sekúntum á eftir. Það ætti að skýra hversu ótrúlegan hring Vettel tókst að setja saman í fyrra.DRS svæði: Á ráskaflanum og á milli beygja 2 og 3Dekkjagerðir í boði: Meðal (prime) og mjúk (option)Efstu þrír í fyrra: 1. Sebastian Vettel - Red Bull 2. Lewis Hamilton - McLaren 3. Vitaly Petrov - Renault Allt mótið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Föstudagur: 01:30 Æfing 1 05:30 Æfing 2Laugardagur: 02:55 Æfing 3 05:50 TímatakaSunnudagur: 05:40 Ástralski kappaksturinn
Formúla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti