Nicky Butt og Bryan Robson hrifnir af Tom Cleverley Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2012 21:00 Tom Cleverley í leiknum á móti Ajax. Mynd/Nordic Photos/Getty Nicky Butt og Bryan Robson spiluðu báðir á miðjunni hjá Manchester United á sínum tíma og eiga það líka sameiginlegt að vera mjög hrifnir af hinum 22 ára gamla Tom Cleverley sem er að stimpla sig inn í aðallið United á þessu tímabili. „Ég hef þekkt [Tom] Cleverley síðan að hann var stráklingur," sagði Nicky Butt í viðtali á heimasíðu Manchester United. „Þegar ég byrjaði að fara á þjálfaranámskeið með [Paul] Scholes, [Gary] Neville, [Ryan] Giggs og [Roy] Keane þá var hann fimmtán ára að spila með liðinu sem við fengum að spreyta okkur á," sagði Butt. „Hann var alltaf mjög efnilegur en hefur síðan komið mjög sterkur til baka eftir að hann var lánaður á síðasta tímabili. Hann er undraverður leikmaður en hann þarf að halda áfram að vinna í sínum leik. Ég viss um að hann gerir það því þetta er góður strákur sem er tilbúinn að hlusta á stjórann, þjálfarana og reynsluboltana hjá United," sagði Butt. „Hann getur farið alla leið því hann býr yfir svo miklum hæfileikum. Cleverley er sem dæmi með miklu betri tækni en ég bjó yfir. Það sýnir bara hvernig þessir leikmenn eru alltaf að verða betri og betri," sagði Butt. Tom Cleverley lék sinn fyrsta leik síðan í október þegar Manchester United vann 2-0 sigur á Ajax í Evrópudeildinni í síðustu viku. Hann byrjaði tímabilið frábærlega en lenti svo í leiðinlegum meiðslum. „Tom er búinn að standa sig vel. Hann var óheppinn að meiðast því annars hefði hann heldur betur getað skapað sér nafn. Við vitum að hann hefur mikla hæfileika en nú þarf hann að byggja upp orðsporið sitt. Vonandi verður hann jafngóður leikmaður eins og við búumst öll við," sagði Bryan Robson um Tom Cleverley í viðtali á MUTV. Evrópudeild UEFA Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur og lærisveinar hans í úrslit Handbolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Fleiri fréttir Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Sjá meira
Nicky Butt og Bryan Robson spiluðu báðir á miðjunni hjá Manchester United á sínum tíma og eiga það líka sameiginlegt að vera mjög hrifnir af hinum 22 ára gamla Tom Cleverley sem er að stimpla sig inn í aðallið United á þessu tímabili. „Ég hef þekkt [Tom] Cleverley síðan að hann var stráklingur," sagði Nicky Butt í viðtali á heimasíðu Manchester United. „Þegar ég byrjaði að fara á þjálfaranámskeið með [Paul] Scholes, [Gary] Neville, [Ryan] Giggs og [Roy] Keane þá var hann fimmtán ára að spila með liðinu sem við fengum að spreyta okkur á," sagði Butt. „Hann var alltaf mjög efnilegur en hefur síðan komið mjög sterkur til baka eftir að hann var lánaður á síðasta tímabili. Hann er undraverður leikmaður en hann þarf að halda áfram að vinna í sínum leik. Ég viss um að hann gerir það því þetta er góður strákur sem er tilbúinn að hlusta á stjórann, þjálfarana og reynsluboltana hjá United," sagði Butt. „Hann getur farið alla leið því hann býr yfir svo miklum hæfileikum. Cleverley er sem dæmi með miklu betri tækni en ég bjó yfir. Það sýnir bara hvernig þessir leikmenn eru alltaf að verða betri og betri," sagði Butt. Tom Cleverley lék sinn fyrsta leik síðan í október þegar Manchester United vann 2-0 sigur á Ajax í Evrópudeildinni í síðustu viku. Hann byrjaði tímabilið frábærlega en lenti svo í leiðinlegum meiðslum. „Tom er búinn að standa sig vel. Hann var óheppinn að meiðast því annars hefði hann heldur betur getað skapað sér nafn. Við vitum að hann hefur mikla hæfileika en nú þarf hann að byggja upp orðsporið sitt. Vonandi verður hann jafngóður leikmaður eins og við búumst öll við," sagði Bryan Robson um Tom Cleverley í viðtali á MUTV.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur og lærisveinar hans í úrslit Handbolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Fleiri fréttir Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Sjá meira