Bjarni segir fráleitt að hann hafi falsað skjöl 13. febrúar 2012 15:56 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir ásakanir þess efnis að hann hafi falsað skjöl vera fráleitar. Bjarni hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar í DV í dag þar sem segir að sannað sé að beitt hafi verið fölsunum í Vafningsmálinu svokallaða þar sem Bjarni fékk umboð til að veðsetja bréf í eignarhaldsfélaginu Vafningi, sem var í eigu föður hans og fleiri viðskiptafélaga. Í DV í dag segir að umboðin hafi verið sent þann ellefta febrúar, en að viðskiptin sjálf, sem umboðin voru veitt vegna áttu hinsvegar að hafa verið gerð áttunda febrúar, eða þremur dögum áður. Bjarni segir um pólitískar árásir í sinn garð að ræða og tengir við Landsdómsmálið. Í yfirlýsingu sem Bjarni sendir frá sér í dag segir hann að í vitnaskýrslu hafi hann greint frá því að hann hafi „að öllum líkindum skrifað undir skjölin, fyrir hönd þriðju aðila, á bilinu 8. - 12. febrúar 2008." Hann segir að samkvæmt gögnum sem hann hafi í millitíðinni aflað sér megi ætla að hann hafi skrifað undir 11. eða 12 febrúar. „Þess má geta að ég hafði enga vitneskju um lánveitingar til Milestone í tengslum við þetta mál fyrr en það varð opinbert í desember síðastliðnum." „Allar ásakanir um að ég hafi falsað skjöl eru fráleitar," segir Bjarni ennfremur. „Dagsetning skjalanna var forskrifuð á þau skjöl sem ég skrifaði á og endurspeglar einfaldlega vilja þeirra sem að þeim standa um að samkomulag þeirra skuli gilda frá þeim degi." Bjarni segir að þetta sé alvanalegt, „ekki síst þegar safna þarf undirskriftum frá fleiri en einum aðila á skjal. Í því er ekkert ólöglegt á nokkurn hátt. Ef grunur léki á um skjalafals hefði verið ákært fyrir slíkt brot, en því er ekki að skipta." Þá segir Bjarni: „Lánveiting þessi fór í opinbera rannsókn. Þeirri rannsókn er nú lokið. Hefur tveimur starfsmönnum Glitnis verið birt ákæra fyrir að hafa farið út fyrir umboð sitt. Enn hefur dómur ekki gengið í því máli." Bjarni bendir hinsvegar á að hann sjálfur hafi aldrei legið undir grun um lögbrot. „Enginn hefur verið ákærður fyrir skjalafals í tengslum við málið. Eins og ég hef margítrekað sagt hafði ég enga aðra aðkomu að málinu en þá að aðstoða hluthafa við að verða við kröfum bankans um tryggingar." Að lokum segir Bjarni að um innihaldslausar pólitískar árásir í sinn garð sé að ræða. „Augljóst er að þær eru settar fram nú fyrst og fremst í tilefni af ákveðnu þingmáli sem ég hef mælt fyrir á Alþingi." Vafningsmálið Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir ásakanir þess efnis að hann hafi falsað skjöl vera fráleitar. Bjarni hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar í DV í dag þar sem segir að sannað sé að beitt hafi verið fölsunum í Vafningsmálinu svokallaða þar sem Bjarni fékk umboð til að veðsetja bréf í eignarhaldsfélaginu Vafningi, sem var í eigu föður hans og fleiri viðskiptafélaga. Í DV í dag segir að umboðin hafi verið sent þann ellefta febrúar, en að viðskiptin sjálf, sem umboðin voru veitt vegna áttu hinsvegar að hafa verið gerð áttunda febrúar, eða þremur dögum áður. Bjarni segir um pólitískar árásir í sinn garð að ræða og tengir við Landsdómsmálið. Í yfirlýsingu sem Bjarni sendir frá sér í dag segir hann að í vitnaskýrslu hafi hann greint frá því að hann hafi „að öllum líkindum skrifað undir skjölin, fyrir hönd þriðju aðila, á bilinu 8. - 12. febrúar 2008." Hann segir að samkvæmt gögnum sem hann hafi í millitíðinni aflað sér megi ætla að hann hafi skrifað undir 11. eða 12 febrúar. „Þess má geta að ég hafði enga vitneskju um lánveitingar til Milestone í tengslum við þetta mál fyrr en það varð opinbert í desember síðastliðnum." „Allar ásakanir um að ég hafi falsað skjöl eru fráleitar," segir Bjarni ennfremur. „Dagsetning skjalanna var forskrifuð á þau skjöl sem ég skrifaði á og endurspeglar einfaldlega vilja þeirra sem að þeim standa um að samkomulag þeirra skuli gilda frá þeim degi." Bjarni segir að þetta sé alvanalegt, „ekki síst þegar safna þarf undirskriftum frá fleiri en einum aðila á skjal. Í því er ekkert ólöglegt á nokkurn hátt. Ef grunur léki á um skjalafals hefði verið ákært fyrir slíkt brot, en því er ekki að skipta." Þá segir Bjarni: „Lánveiting þessi fór í opinbera rannsókn. Þeirri rannsókn er nú lokið. Hefur tveimur starfsmönnum Glitnis verið birt ákæra fyrir að hafa farið út fyrir umboð sitt. Enn hefur dómur ekki gengið í því máli." Bjarni bendir hinsvegar á að hann sjálfur hafi aldrei legið undir grun um lögbrot. „Enginn hefur verið ákærður fyrir skjalafals í tengslum við málið. Eins og ég hef margítrekað sagt hafði ég enga aðra aðkomu að málinu en þá að aðstoða hluthafa við að verða við kröfum bankans um tryggingar." Að lokum segir Bjarni að um innihaldslausar pólitískar árásir í sinn garð sé að ræða. „Augljóst er að þær eru settar fram nú fyrst og fremst í tilefni af ákveðnu þingmáli sem ég hef mælt fyrir á Alþingi."
Vafningsmálið Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira