Schumacher kostar Mercedes 95 milljónir á mánuði Birgir Þór Harðarson skrifar 17. febrúar 2012 22:45 Michael Schumacher kostar sitt. nordicphotos/afp Heimsmeistarinn sjöfaldi Michael Schumacher kostar Mercedes liðið um 95.000.000 króna á mánuði. Þetta lét framkvæmdastjóri Daimler bílaframleiðandans hafa eftir sér. Daimler á Mercedes-Benz verksmiðjurnar sem reka kappaksturslið AMG Mercedes. Síðan Schumacher snéri aftur í Formúlu 1 eftir þriggja ára hlé hefur hann ekið fyrir Mercedes en ekki enn unnið kappakstur. Schumacher er nú á síðasta ári samnings síns hjá Mercedes. Fróðir menn telja að Schumi endurnýi samning sinn í lok árs ef liðið skaffar honum samkeppnishæfan bíl. "Hann er ennþá tákngervingur mótorsports í heiminum," sagði Dieter Zetsche, framkvæmdastjóri Daimler. Hann bætti við að samstarfið með Schumacher sé "áhugverður möguleiki" og að heimsmeistarinn fyrrverandi kosti AMG Mercedes liðið "aðeins" sjö milljónir evra á ári. Á gengi dagsins í dag eru það 1,14 milljarðar króna. Talið er að Fernando Alonso sé dýrasti ökumaðurinn í Formúlunni en að hinn 43 ára gamli Schumacher fylgi þar fast á eftir. Með endurkomunni hefur Schumacher tekið á sig töluverða launalækkun því árið 2004, þegar hann ók fyrir Ferrari hafði hann rúma 9 milljarða króna í tekjur á ári. Auk þess að fá greidd laun fær hann sjálfur auglýsingatekjur samkvæmt sérstökum ákvæðum í samningi hans. Þá gaf Schumi mest allra íþróttamanna í heiminum, og meira en sum þjóðríki, til hjálparstarfa eftir jarðskjálftann á botni Indlandshafs árið 2004. Formúla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Heimsmeistarinn sjöfaldi Michael Schumacher kostar Mercedes liðið um 95.000.000 króna á mánuði. Þetta lét framkvæmdastjóri Daimler bílaframleiðandans hafa eftir sér. Daimler á Mercedes-Benz verksmiðjurnar sem reka kappaksturslið AMG Mercedes. Síðan Schumacher snéri aftur í Formúlu 1 eftir þriggja ára hlé hefur hann ekið fyrir Mercedes en ekki enn unnið kappakstur. Schumacher er nú á síðasta ári samnings síns hjá Mercedes. Fróðir menn telja að Schumi endurnýi samning sinn í lok árs ef liðið skaffar honum samkeppnishæfan bíl. "Hann er ennþá tákngervingur mótorsports í heiminum," sagði Dieter Zetsche, framkvæmdastjóri Daimler. Hann bætti við að samstarfið með Schumacher sé "áhugverður möguleiki" og að heimsmeistarinn fyrrverandi kosti AMG Mercedes liðið "aðeins" sjö milljónir evra á ári. Á gengi dagsins í dag eru það 1,14 milljarðar króna. Talið er að Fernando Alonso sé dýrasti ökumaðurinn í Formúlunni en að hinn 43 ára gamli Schumacher fylgi þar fast á eftir. Með endurkomunni hefur Schumacher tekið á sig töluverða launalækkun því árið 2004, þegar hann ók fyrir Ferrari hafði hann rúma 9 milljarða króna í tekjur á ári. Auk þess að fá greidd laun fær hann sjálfur auglýsingatekjur samkvæmt sérstökum ákvæðum í samningi hans. Þá gaf Schumi mest allra íþróttamanna í heiminum, og meira en sum þjóðríki, til hjálparstarfa eftir jarðskjálftann á botni Indlandshafs árið 2004.
Formúla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti