Ferrari ósátt með nýja bílinn á æfingum 9. febrúar 2012 20:30 Ferrari bíllinn hans Alonso þarfnast mikilla endurbóta ef hann á að keppa um titil í ár. AP Photo Tæknistjóri Ferrari liðsins, Pat Fry, sagðist ekki vera ánægður með stöðu Ferrari liðsins það sem af er. "Ég er ekki ánægður með hvar við stöndum í augnablikinu," sagði hann. "Það eru margir fletir sem þarf að endurskoða. Bíllinn virkar ágætlega sumstaðar en það á ekki við um allar aðstæður." Ferrari liðið ákvað, eftir lélegt tímabil í fyrra, að gerast djarfara í hönnun sinni á nýja bílnum. "Það er að koma niður á því hvernig við setjum bílinn upp. Það er erfiðara að skilja hvernig við finnum hina fullkomnum uppsetningu með svo djarfa hönnun." Fernando Alonso ók Ferrari bílnum á æfingum í dag og endaði neðarlega í röðinni. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel segir of snemt að áætla hvar Red Bull liðið standi í heimsmeistarakeppninni í ár. Vettel ók nýjum Red Bull bíl á æfingunum á Jerez og varð þriðji. Þetta var fyrsti snúningur Vettels í RB8, 2012 árgerð Red Bull. "Við verðum að einbeita okkur að okkar bíl. Það er varla tími til að sjá hvað hinir eru að gera," sagði Vettel við blaðamenn síðdegis. "Við bíðum núna eftir bíl frá Mercedes liðinu og þá getum við kortlagt þetta betur. Það er þó ljóst að keppnin verður hörð í ár, jafnvel harðari en í fyrra." Mercedes liðið er eina toppliðið sem á eftir að frumsýna nýtt afkvæmi. Liðið tók ákvörðun um að fresta frumsýningunni um þrjár vikur og koma með fullmótaðann bíl í lok febrúar. Formúla Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Tæknistjóri Ferrari liðsins, Pat Fry, sagðist ekki vera ánægður með stöðu Ferrari liðsins það sem af er. "Ég er ekki ánægður með hvar við stöndum í augnablikinu," sagði hann. "Það eru margir fletir sem þarf að endurskoða. Bíllinn virkar ágætlega sumstaðar en það á ekki við um allar aðstæður." Ferrari liðið ákvað, eftir lélegt tímabil í fyrra, að gerast djarfara í hönnun sinni á nýja bílnum. "Það er að koma niður á því hvernig við setjum bílinn upp. Það er erfiðara að skilja hvernig við finnum hina fullkomnum uppsetningu með svo djarfa hönnun." Fernando Alonso ók Ferrari bílnum á æfingum í dag og endaði neðarlega í röðinni. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel segir of snemt að áætla hvar Red Bull liðið standi í heimsmeistarakeppninni í ár. Vettel ók nýjum Red Bull bíl á æfingunum á Jerez og varð þriðji. Þetta var fyrsti snúningur Vettels í RB8, 2012 árgerð Red Bull. "Við verðum að einbeita okkur að okkar bíl. Það er varla tími til að sjá hvað hinir eru að gera," sagði Vettel við blaðamenn síðdegis. "Við bíðum núna eftir bíl frá Mercedes liðinu og þá getum við kortlagt þetta betur. Það er þó ljóst að keppnin verður hörð í ár, jafnvel harðari en í fyrra." Mercedes liðið er eina toppliðið sem á eftir að frumsýna nýtt afkvæmi. Liðið tók ákvörðun um að fresta frumsýningunni um þrjár vikur og koma með fullmótaðann bíl í lok febrúar.
Formúla Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira