Áliðnaður og umhverfismál – Rangfærslur leiðréttar Þorsteinn Víglundsson skrifar 6. janúar 2011 05:45 Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri þingflokks VG og Einar Þorleifsson náttúrufræðingur, fara mikinn í tveimur blaðagreinum sem þeir rita um áliðnaðinn í Fréttablaðinu þann 17. og 29. desember sl. Meginhluti greinanna snýr að báxítvinnslu og umhverfisáhrifum hennar. Fullyrðingar þær sem greinarhöfundar setja fram eru í besta falli mjög villandi og því rétt að benda þeim félögum á nokkrar staðreyndir um báxítvinnslu. Báxítvinnsla er umfangslítil námavinnsla á heimsvísu. Um 160 milljón tonn af báxíti eru unnin á ári hverju samanborið við t.d. um 7 milljarða tonna af kolum og um 1,5 milljarða tonna jarðefnis til koparvinnslu. Auðvelt er að nálgast upplýsingar um vinnsluna en bæði Alþjóðasamtök álframleiðenda og Evrópusamtök álframleiðenda veita ítarlegar upplýsingar um báxítvinnslu á heimasíðum sínum, www.world-aluminium.org og www.eaa.net . Í grein sinni halda þeir Bergur og Einar því fram að stærstur hluti báxítvinnslu eigi sér stað í fátækum ríkjum á borð við Gíneu og Jamaíka. Þetta er rangt. Staðsetning báxítvinnslu ræðst af jarðfræði en ekki efnahagslegum þáttum og fer lang stærstur hluti hennar fram í Ástralíu (40%) sem seint verður talin til fátækustu ríkja heims. Um 20% heimsframleiðslunnar fer fram í Gíneu og á Jamaíka. Árlega eru um 30 ferkílómetrar lands lagðir undir nýjar báxít námur, eða sem samsvarar um 75% af flatarmáli Garðabæjar. Uppgræðsla á gömlum námum nemur svipaðri tölu á ári hverju og alls ná áætlanir námafyrirtækja um uppgræðslu til meira en 90% þess landsvæðis sem lagt hefur verið undir báxítvinnslu frá upphafi . Af ofangreindum 30 ferkílómetrum eru um 2-3 ferkílómetrar regnskóga lagðir undir báxítnámur á ári hverju. Meira en 97% þeirra eru ræktaðir upp í sömu mynd að námavinnslu lokinni. Hvað varðar áhrif báxítvinnslu á búsetu þá er rétt að taka fram að um 80% allrar báxítvinnslu á sér stað á landsvæðum þar sem íbúafjöldi í 10 kílómetra radíus frá námu er minni en 5 íbúar á hvern ferkílómetra, þar af um 40% þar sem íbúafjöldi á ferkílómeter er 1 eða færri. Í grein sinni blanda þeir Bergur og Einar með einstaklega ósmekklegum hætti áliðnaði saman við hryllileg mannréttindabrot herstjórnarinnar í Gíneu þann 28. september 2009 er 157 mótmælendur voru skotnir til bana af hernum þar í landi. Mótmælendurnir voru að mótmæla herstjórn sem hrifsaði völd í landinu í árslok 2008, en landið hafði verið undir stjórn einræðisherra allt frá því það hlaut sjálfstæði árið 1958. Mótmælin leiddu á endanum til fyrstu lýðræðislegu kosninganna í landinu frá sjálfstæði sem haldnar voru fyrr á þessu ári. Stjórnarandstaðan fór með sigur af hólmi og tók við völdum í nóvember síðastliðnum. Það að blanda áliðnaði inní þessa atburðarrás, hvað þá að fullyrða að áliðnaður viðhaldi herstjórn landsins er fjarstæðukennt. Greinarhöfundum finnst þó greinilega ekki nóg komið og halda rangfærslum sínum áfram. Þannig segja þeir allt að 30% alls áls sem framleitt er í heiminum fara til hergagnaiðnaðar, en segjast þó ekki finna neinar heimildir til stuðnings þeim fullyrðingum sínum. Á heimasíðu Samáls, www.samal.is, má finna upplýsingar um helstu not áls í heiminum. Um 25% fer til framleiðslu ýmissa neytendavara svo sem húsgagna, húsbúnaðar, geisladiska o.s.frv. Um fjórðungur fer til framleiðslu ýmis konar samgöngutækja svo sem bifreiða og flugvéla. Um 20% fer til byggingariðnaðar svo sem í gluggakarma, klæðingar og fleira. Um 20% er notað til framleiðslu ýmis konar umbúða svo sem álpappírs og dósa og loks fara um 10% til raforkuiðnaðar og þá helst til framleiðslu á raflínum. Ofangreind fullyrðing er því röng. Hergagnaiðnaður notar vissulega ál sem og stál, gler, plast, hugbúnað,örflögur, tölvur eða fjölmargar aðrar framleiðsluvörur eða þjónustu. Hvað það hefur með áliðnað að gera er hins vegar erfitt að sjá. Varla dytti nokkrum manni í hug að leggja til að við Íslendingar hættum að veiða fisk þar sem hluti hans væri borðaður af hermönnum. Staðreyndin er sú að áliðnaður hefur ýmislegt gott til umhverfismála að leggja. Þannig dregur notkun áls til að létta samgöngutæki í Evrópu verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Samdráttur losunar vegna þessa er meiri en sem nemur heildarlosun áliðnaðar í Evrópu, en um 30% áls sem framleitt er í Evrópu er notað í samgöngutæki. Íslenskur áliðnaður kemur enn betur út í þessum samanburði enda nemur heildarlosun hér á landi á hvert framleitt tonn af áli aðeins um 20% af heildarlosun evrópsks áliðnaðar á hvert framleitt tonn. Álfyrirtækin hér á landi hafa lagt mikinn metnað í umhverfismál, sem meðal annars má sjá í þeirri staðreynd að losun á hvert framleitt tonn hefur dregist saman um 75% frá 1990 og íslensk álfyrirtæki eru í fararbroddi á heimsvísu hvað þetta varðar. Ennfremur hafa íslensk álfyrirtæki stutt við ýmis konar verkefni í sviði umhverfismála svo sem endurheimt votlendis, skógrækt, Vatnajökulsþjóðgarð og svo mætti áfram telja. Íslenskur áliðnaður er ávallt reiðubúinn til að ræða hvað betur megi gera í umhverfismálum. Við biðjum aðeins um að sú umræða sé málefnaleg og byggi á staðreyndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Sjá meira
Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri þingflokks VG og Einar Þorleifsson náttúrufræðingur, fara mikinn í tveimur blaðagreinum sem þeir rita um áliðnaðinn í Fréttablaðinu þann 17. og 29. desember sl. Meginhluti greinanna snýr að báxítvinnslu og umhverfisáhrifum hennar. Fullyrðingar þær sem greinarhöfundar setja fram eru í besta falli mjög villandi og því rétt að benda þeim félögum á nokkrar staðreyndir um báxítvinnslu. Báxítvinnsla er umfangslítil námavinnsla á heimsvísu. Um 160 milljón tonn af báxíti eru unnin á ári hverju samanborið við t.d. um 7 milljarða tonna af kolum og um 1,5 milljarða tonna jarðefnis til koparvinnslu. Auðvelt er að nálgast upplýsingar um vinnsluna en bæði Alþjóðasamtök álframleiðenda og Evrópusamtök álframleiðenda veita ítarlegar upplýsingar um báxítvinnslu á heimasíðum sínum, www.world-aluminium.org og www.eaa.net . Í grein sinni halda þeir Bergur og Einar því fram að stærstur hluti báxítvinnslu eigi sér stað í fátækum ríkjum á borð við Gíneu og Jamaíka. Þetta er rangt. Staðsetning báxítvinnslu ræðst af jarðfræði en ekki efnahagslegum þáttum og fer lang stærstur hluti hennar fram í Ástralíu (40%) sem seint verður talin til fátækustu ríkja heims. Um 20% heimsframleiðslunnar fer fram í Gíneu og á Jamaíka. Árlega eru um 30 ferkílómetrar lands lagðir undir nýjar báxít námur, eða sem samsvarar um 75% af flatarmáli Garðabæjar. Uppgræðsla á gömlum námum nemur svipaðri tölu á ári hverju og alls ná áætlanir námafyrirtækja um uppgræðslu til meira en 90% þess landsvæðis sem lagt hefur verið undir báxítvinnslu frá upphafi . Af ofangreindum 30 ferkílómetrum eru um 2-3 ferkílómetrar regnskóga lagðir undir báxítnámur á ári hverju. Meira en 97% þeirra eru ræktaðir upp í sömu mynd að námavinnslu lokinni. Hvað varðar áhrif báxítvinnslu á búsetu þá er rétt að taka fram að um 80% allrar báxítvinnslu á sér stað á landsvæðum þar sem íbúafjöldi í 10 kílómetra radíus frá námu er minni en 5 íbúar á hvern ferkílómetra, þar af um 40% þar sem íbúafjöldi á ferkílómeter er 1 eða færri. Í grein sinni blanda þeir Bergur og Einar með einstaklega ósmekklegum hætti áliðnaði saman við hryllileg mannréttindabrot herstjórnarinnar í Gíneu þann 28. september 2009 er 157 mótmælendur voru skotnir til bana af hernum þar í landi. Mótmælendurnir voru að mótmæla herstjórn sem hrifsaði völd í landinu í árslok 2008, en landið hafði verið undir stjórn einræðisherra allt frá því það hlaut sjálfstæði árið 1958. Mótmælin leiddu á endanum til fyrstu lýðræðislegu kosninganna í landinu frá sjálfstæði sem haldnar voru fyrr á þessu ári. Stjórnarandstaðan fór með sigur af hólmi og tók við völdum í nóvember síðastliðnum. Það að blanda áliðnaði inní þessa atburðarrás, hvað þá að fullyrða að áliðnaður viðhaldi herstjórn landsins er fjarstæðukennt. Greinarhöfundum finnst þó greinilega ekki nóg komið og halda rangfærslum sínum áfram. Þannig segja þeir allt að 30% alls áls sem framleitt er í heiminum fara til hergagnaiðnaðar, en segjast þó ekki finna neinar heimildir til stuðnings þeim fullyrðingum sínum. Á heimasíðu Samáls, www.samal.is, má finna upplýsingar um helstu not áls í heiminum. Um 25% fer til framleiðslu ýmissa neytendavara svo sem húsgagna, húsbúnaðar, geisladiska o.s.frv. Um fjórðungur fer til framleiðslu ýmis konar samgöngutækja svo sem bifreiða og flugvéla. Um 20% fer til byggingariðnaðar svo sem í gluggakarma, klæðingar og fleira. Um 20% er notað til framleiðslu ýmis konar umbúða svo sem álpappírs og dósa og loks fara um 10% til raforkuiðnaðar og þá helst til framleiðslu á raflínum. Ofangreind fullyrðing er því röng. Hergagnaiðnaður notar vissulega ál sem og stál, gler, plast, hugbúnað,örflögur, tölvur eða fjölmargar aðrar framleiðsluvörur eða þjónustu. Hvað það hefur með áliðnað að gera er hins vegar erfitt að sjá. Varla dytti nokkrum manni í hug að leggja til að við Íslendingar hættum að veiða fisk þar sem hluti hans væri borðaður af hermönnum. Staðreyndin er sú að áliðnaður hefur ýmislegt gott til umhverfismála að leggja. Þannig dregur notkun áls til að létta samgöngutæki í Evrópu verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Samdráttur losunar vegna þessa er meiri en sem nemur heildarlosun áliðnaðar í Evrópu, en um 30% áls sem framleitt er í Evrópu er notað í samgöngutæki. Íslenskur áliðnaður kemur enn betur út í þessum samanburði enda nemur heildarlosun hér á landi á hvert framleitt tonn af áli aðeins um 20% af heildarlosun evrópsks áliðnaðar á hvert framleitt tonn. Álfyrirtækin hér á landi hafa lagt mikinn metnað í umhverfismál, sem meðal annars má sjá í þeirri staðreynd að losun á hvert framleitt tonn hefur dregist saman um 75% frá 1990 og íslensk álfyrirtæki eru í fararbroddi á heimsvísu hvað þetta varðar. Ennfremur hafa íslensk álfyrirtæki stutt við ýmis konar verkefni í sviði umhverfismála svo sem endurheimt votlendis, skógrækt, Vatnajökulsþjóðgarð og svo mætti áfram telja. Íslenskur áliðnaður er ávallt reiðubúinn til að ræða hvað betur megi gera í umhverfismálum. Við biðjum aðeins um að sú umræða sé málefnaleg og byggi á staðreyndum.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun