Framtíðarsýn fyrir sjávarútveg – takk! 3. desember 2011 06:00 Mikið hefur verið rætt og ritað á undanförnum mánuðum um meðferð stjórnmálamanna á endurskoðun laga um stjórn fiskveiða. Þrátt fyrir allan orðaflauminn sér ekki enn fyrir endann á málinu og viðvarandi sátt um stöðu greinarinnar – þrátt fyrir að flestir sem að málinu koma lýsi sig sammála helstu markmiðum ríkisstjórnarinnar. Mikilvægi íslensks sjávarútvegs er óumdeilt og á síðustu árum hefur greinin nálgast fyrri stöðu sína hvað varðar mikilvægi fyrir þjóðarbúið, t.d. hlutdeild í þjóðarframleiðslu og gjaldeyristekjur. Sú arðsemi sem greinin gefur af sér, að hluta til byggt á auðlindinni, hefur því mikil og bein áhrif á lífskjör landsmanna. Sjávarútvegurinn hefur sýnt mikinn styrk og sveigjanleika á síðustu árum og tekist að halda sér að mestu leyti á floti miðað við mjög breytilegar aðstæður. Rekstur sjávarútvegsfélaga getur klárlega gefið af sér góða og stöðuga arðsemi við núverandi skilyrði en auðvitað er helsta vandamál greinarinnar í dag of mikil skuldsetning. Sé litið á stöðuna frá sjónarhóli fjárfesta er augljóst að fáir fjárfestingakostir eru í boði, m.a. vegna gjaldeyrishaftanna. Skráning félaga í kauphöll gengur hægt þannig að ekki er um auðugan garð að gresja. Skráning sjávarútvegsfélaga á hlutabréfamarkað er ekki líkleg á næstunni, til þess eru þau flest of lítil og of veikburða. Engu að síður hlýtur fjárfesting í sjávarútvegi að teljast áhugaverð á hverjum tíma svo framarlega sem aðstæður og horfur séu traustar. Á næstu vikum og mánuðum mun endurskipulagningu efnahagsreikninga margra sjávarútvegsfélaga ljúka. Við það munu myndast tækifæri til að fjárfesta í greininni þar sem þörf verður á auknu eigin fé inn í mörg þeirra. Félög sem koma út úr þessari endurskipulagningu eru mörg mjög skuldsett og gætu þurft samstarfsaðila sem kæmu inn með eigið fé. Mikil fjárfestingarþörf hefur safnast upp í greininni og geta flestra félaganna til fjárfestinga er örugglega takmörkuð miðað við óbreytta stöðu þeirra. Þarna kunna því að myndast góð tækifæri fyrir fjárfesta. Um margar leiðir er að ræða, t.d. gæti sjóðaform hentað vel. Þannig mætti ímynda sér að sjávarútvegssjóður væri góð leið inn í greinina þar sem sjóðurinn færi í samstarf við viðkomandi fyrirtæki og um leið væri boðið upp á dreifingu áhættu fyrir fjárfesta. Það er hins vegar deginum ljósara að viðunandi lending varðandi löggjöf um sjávarútvegsmál er grundvallarforsenda fyrir því að fjárfestar hafi trú á greininni. Það þarf að skapa stöðuga framtíðarsýn fyrir íslenskan sjávarútveg til þess að fjárfestar geti og vilji vera með. Fjárfestarnir eru til og tækifærin líka, spurningin snýst um framtíðarsýn og minnkun óvissu. Þær aðstæður verða stjórnmálamenn okkar einfaldlega að skapa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað á undanförnum mánuðum um meðferð stjórnmálamanna á endurskoðun laga um stjórn fiskveiða. Þrátt fyrir allan orðaflauminn sér ekki enn fyrir endann á málinu og viðvarandi sátt um stöðu greinarinnar – þrátt fyrir að flestir sem að málinu koma lýsi sig sammála helstu markmiðum ríkisstjórnarinnar. Mikilvægi íslensks sjávarútvegs er óumdeilt og á síðustu árum hefur greinin nálgast fyrri stöðu sína hvað varðar mikilvægi fyrir þjóðarbúið, t.d. hlutdeild í þjóðarframleiðslu og gjaldeyristekjur. Sú arðsemi sem greinin gefur af sér, að hluta til byggt á auðlindinni, hefur því mikil og bein áhrif á lífskjör landsmanna. Sjávarútvegurinn hefur sýnt mikinn styrk og sveigjanleika á síðustu árum og tekist að halda sér að mestu leyti á floti miðað við mjög breytilegar aðstæður. Rekstur sjávarútvegsfélaga getur klárlega gefið af sér góða og stöðuga arðsemi við núverandi skilyrði en auðvitað er helsta vandamál greinarinnar í dag of mikil skuldsetning. Sé litið á stöðuna frá sjónarhóli fjárfesta er augljóst að fáir fjárfestingakostir eru í boði, m.a. vegna gjaldeyrishaftanna. Skráning félaga í kauphöll gengur hægt þannig að ekki er um auðugan garð að gresja. Skráning sjávarútvegsfélaga á hlutabréfamarkað er ekki líkleg á næstunni, til þess eru þau flest of lítil og of veikburða. Engu að síður hlýtur fjárfesting í sjávarútvegi að teljast áhugaverð á hverjum tíma svo framarlega sem aðstæður og horfur séu traustar. Á næstu vikum og mánuðum mun endurskipulagningu efnahagsreikninga margra sjávarútvegsfélaga ljúka. Við það munu myndast tækifæri til að fjárfesta í greininni þar sem þörf verður á auknu eigin fé inn í mörg þeirra. Félög sem koma út úr þessari endurskipulagningu eru mörg mjög skuldsett og gætu þurft samstarfsaðila sem kæmu inn með eigið fé. Mikil fjárfestingarþörf hefur safnast upp í greininni og geta flestra félaganna til fjárfestinga er örugglega takmörkuð miðað við óbreytta stöðu þeirra. Þarna kunna því að myndast góð tækifæri fyrir fjárfesta. Um margar leiðir er að ræða, t.d. gæti sjóðaform hentað vel. Þannig mætti ímynda sér að sjávarútvegssjóður væri góð leið inn í greinina þar sem sjóðurinn færi í samstarf við viðkomandi fyrirtæki og um leið væri boðið upp á dreifingu áhættu fyrir fjárfesta. Það er hins vegar deginum ljósara að viðunandi lending varðandi löggjöf um sjávarútvegsmál er grundvallarforsenda fyrir því að fjárfestar hafi trú á greininni. Það þarf að skapa stöðuga framtíðarsýn fyrir íslenskan sjávarútveg til þess að fjárfestar geti og vilji vera með. Fjárfestarnir eru til og tækifærin líka, spurningin snýst um framtíðarsýn og minnkun óvissu. Þær aðstæður verða stjórnmálamenn okkar einfaldlega að skapa.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun