Auðlindanýting í anda LÍÚ Vilhelm Jónsson skrifar 2. desember 2011 06:00 Það væri tilvalið fyrir ráðherra að setja kvótastýringu á rjúpnaveiðistofninn, þar sem hann er í sögulegri lægð og arðsemin lítil sem engin í greininni. Við verðum að bera gæfu til að ganga vel um þessa auðlind og af fyllstu nærgætni. Til að ná sem mestri hagræðingu og standa undir arðsemiskröfu ætti að loka fyrir rjúpnaveiðar til almennings, ráðherra gæti úthlutað rjúpnagjafakvóta til útvaldra vina og kunningja í þeim byggðarlögum þar sem lítill fiskikvóti er eftir í sárabætur, t.d. í 50 ár í senn til að hámarka arðsemina. Með þessu fyrirkomulagi þyrfti svo miklu færri byssur að greinin gæti endurnýjað sig og verið sjálfbær. Jafnvel væri hægt að fá notaðar hálfsjálfvirkar vélbyssur með fullkomnum miðunarbúnaði frá víkingasveitinni, sem hún væri hætt að nota, fyrir lítið til að hámarka skotnýtinguna og arðsemina. Menn skyldu ekki gera lítið úr því hvað þetta yrði mikil lyftistöng fyrir byggðarlögin sem fengju að njóta þessara auðæfa. Með þessu fyrirkomulagi yrðu margfeldisáhrifin jafnvel svo mikil að hægt væri fyrir kvótahafa að fjárfesta fyrir væntanlegan hagnað, t.d. í hótelkeðjum, bílaumboðum, öryggisfyrirtækjum, þyrlum, pizzafyrirtækjum og fleiru, sem myndi stuðla að enduruppbyggingu atvinnulífsins öllum til hagsbóta. Það væri ekki óvitlaust að fá hagfræðiprófessorana Ragnar Árnason og Þórólf Matthíasson og stærðfræðinginn Helga Áss Grétarsson til að útsetja það nánar í anda LÍÚ, þar sem þeir eru nú helstu talsmenn kvótastýringar LÍÚ. Til að ná veðsetningarhlutfalli í hærri hæðir gætu þeir jafnvel kallað eftir Dr. Gunna sér til fulltingis. Ef þessi leið yrði farin væri ekki óvarlegt að áætla að hagnaðurinn gæti numið tugum ef ekki hundruðum milljarða þegar margfeldisáhrifin væru búin að skila sér. Það væri ekki óeðlilegt að veita greininni kúlulán og viðeigandi afskriftir til að greinin yrði sjálfbær. Það væri vel við hæfi að endurskoðunarstofan Deloitte og lögmannsstofan Lex útfærðu þetta nánar í anda laganna og felldu að stjórnarskránni. Fyrir þá skotveiðimenn sem væru óánægðir með að fá ekki úthlutun mætti niðurgreiða félagsgjald hjá Leirdúfufélagi Íslands Geithálsi, og jafnvel niðurgreiða skoskar rjúpur fyrir þá sem væru ósáttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Það væri tilvalið fyrir ráðherra að setja kvótastýringu á rjúpnaveiðistofninn, þar sem hann er í sögulegri lægð og arðsemin lítil sem engin í greininni. Við verðum að bera gæfu til að ganga vel um þessa auðlind og af fyllstu nærgætni. Til að ná sem mestri hagræðingu og standa undir arðsemiskröfu ætti að loka fyrir rjúpnaveiðar til almennings, ráðherra gæti úthlutað rjúpnagjafakvóta til útvaldra vina og kunningja í þeim byggðarlögum þar sem lítill fiskikvóti er eftir í sárabætur, t.d. í 50 ár í senn til að hámarka arðsemina. Með þessu fyrirkomulagi þyrfti svo miklu færri byssur að greinin gæti endurnýjað sig og verið sjálfbær. Jafnvel væri hægt að fá notaðar hálfsjálfvirkar vélbyssur með fullkomnum miðunarbúnaði frá víkingasveitinni, sem hún væri hætt að nota, fyrir lítið til að hámarka skotnýtinguna og arðsemina. Menn skyldu ekki gera lítið úr því hvað þetta yrði mikil lyftistöng fyrir byggðarlögin sem fengju að njóta þessara auðæfa. Með þessu fyrirkomulagi yrðu margfeldisáhrifin jafnvel svo mikil að hægt væri fyrir kvótahafa að fjárfesta fyrir væntanlegan hagnað, t.d. í hótelkeðjum, bílaumboðum, öryggisfyrirtækjum, þyrlum, pizzafyrirtækjum og fleiru, sem myndi stuðla að enduruppbyggingu atvinnulífsins öllum til hagsbóta. Það væri ekki óvitlaust að fá hagfræðiprófessorana Ragnar Árnason og Þórólf Matthíasson og stærðfræðinginn Helga Áss Grétarsson til að útsetja það nánar í anda LÍÚ, þar sem þeir eru nú helstu talsmenn kvótastýringar LÍÚ. Til að ná veðsetningarhlutfalli í hærri hæðir gætu þeir jafnvel kallað eftir Dr. Gunna sér til fulltingis. Ef þessi leið yrði farin væri ekki óvarlegt að áætla að hagnaðurinn gæti numið tugum ef ekki hundruðum milljarða þegar margfeldisáhrifin væru búin að skila sér. Það væri ekki óeðlilegt að veita greininni kúlulán og viðeigandi afskriftir til að greinin yrði sjálfbær. Það væri vel við hæfi að endurskoðunarstofan Deloitte og lögmannsstofan Lex útfærðu þetta nánar í anda laganna og felldu að stjórnarskránni. Fyrir þá skotveiðimenn sem væru óánægðir með að fá ekki úthlutun mætti niðurgreiða félagsgjald hjá Leirdúfufélagi Íslands Geithálsi, og jafnvel niðurgreiða skoskar rjúpur fyrir þá sem væru ósáttir.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar