Ósanngjarn niðurskurður 30. nóvember 2011 06:00 Í skýrslu Capacent, sem unnin var fyrir sveitarfélagið Skagafjörð um niðurskurð til Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki (HS), kemur eftirfarandi fram: 1. Á verðlagi ársins 2012 er lækkun fjárveitinga frá 2008 34,1%. 2. Hagvöxtur hefur verið neikvæður í Skagafirði m.a. á góðæristímanum og íbúum hefur fækkað. Lækkun fjárveitinga til HS þykir líkleg til að veikja samfélagið. 3. Aldraðir eru hlutfallslega yfir landsmeðaltali og slakari grunnþjónusta mun fæla frá ungt fólk og hlutfall aldraðra hækka. 4. Þjónusta verður óhagkvæmari og faglega verr stödd við frekari hagræðingu, fagfólki mun fækka. 5. HS hefur verið látin bera meiri samdrátt en aðrar stofnanir án þess að greining á aðstæðum liggi fyrir. Um árabil hafa Skagfirðingar keyrt sitt samfélag áfram á vinnusemi og bjartsýni. Landsmenn þekkja ekki háværar raddir úr Skagafirði þar sem settar eru fram kröfur um eitt eða annað. Unnið hefur verið með stjórnvöldum og reynt að mæta þeim breytingum sem stjórnvöld boða með því að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Um árabil hafa sveitarfélögin og atvinnulífið sett mikla fjármuni í að standa af sér storminn í efnahags- og atvinnumálum en nú er þrekið tekið að þverra. Þrátt fyrir margar skýrslur sem sýna alltaf það sama að hagvöxtur sé neikvæður og opinber störf lífsnauðsynleg þá ætlar ríkisvaldið að gera í engu það sem barist hefur verið fyrir. Mælingar sýna að á eftir atvinnu þá eru það heilbrigðismálin sem mestu skipta þegar búseta er valin. Fólk vill öryggi. Gert er ráð fyrir að í Skagafirði muni íbúum fækka um 90 á þessu ári og stefnir í að íbúafjöldinn fari undir 4.000 íbúa í fyrsta sinn með tilheyrandi samfélagsáhrifum. Í Skagafirði er næg vinna og eftirspurn hefur verið eftir húsnæði og þjónusta sveitarfélaga til fyrirmyndar. Nú er svo komið að enginn skilur hvað stjórnvöldum gengur til. Hvers vegna er ekki hlustað? Hvað höfum við gert? Getur það verið að fækkun starfsmanna HS um u.þ.b. 30 á átta árum sé til þess að réttlæta og fjármagna nýjan Landspítala? Hvernig er hægt að rökstyðja skerðingu á þjónustu þannig að sjúklingar þurfi að sækja þjónustu annað um leið og hætt er að styðja við flug til Sauðárkróks þannig að það mun einnig leggjast af? Þenslan kom ekki við í Skagafirði fremur en á flestum stöðum á landsbyggðinni. Það var neikvæður hagvöxtur í þenslu í Skagafirði. Kreppan nær hins vegar til alls landsins. Er það virkilega þannig að svelta á landsbyggðina til Reykjavíkur? Áður en ég tók sæti á Alþingi sat ég í sveitarstjórn sveitarfélagsins Skagafjarðar. Þá voru velferðarráðuneytinu (hét þá heilbrigðisráðuneyti) skrifuð bréf þar sem óskað var eftir viðræðum við stjórnvöld um að yfirtaka rekstur HS. Þær viðræður fóru aldrei fram þar sem beiðnin var ekki virt viðlits. Aðför stjórnvalda að heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni er til skammar enda engin rök verið sett fram er styðja framferði stjórnvalda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Skoðanir Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Í skýrslu Capacent, sem unnin var fyrir sveitarfélagið Skagafjörð um niðurskurð til Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki (HS), kemur eftirfarandi fram: 1. Á verðlagi ársins 2012 er lækkun fjárveitinga frá 2008 34,1%. 2. Hagvöxtur hefur verið neikvæður í Skagafirði m.a. á góðæristímanum og íbúum hefur fækkað. Lækkun fjárveitinga til HS þykir líkleg til að veikja samfélagið. 3. Aldraðir eru hlutfallslega yfir landsmeðaltali og slakari grunnþjónusta mun fæla frá ungt fólk og hlutfall aldraðra hækka. 4. Þjónusta verður óhagkvæmari og faglega verr stödd við frekari hagræðingu, fagfólki mun fækka. 5. HS hefur verið látin bera meiri samdrátt en aðrar stofnanir án þess að greining á aðstæðum liggi fyrir. Um árabil hafa Skagfirðingar keyrt sitt samfélag áfram á vinnusemi og bjartsýni. Landsmenn þekkja ekki háværar raddir úr Skagafirði þar sem settar eru fram kröfur um eitt eða annað. Unnið hefur verið með stjórnvöldum og reynt að mæta þeim breytingum sem stjórnvöld boða með því að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Um árabil hafa sveitarfélögin og atvinnulífið sett mikla fjármuni í að standa af sér storminn í efnahags- og atvinnumálum en nú er þrekið tekið að þverra. Þrátt fyrir margar skýrslur sem sýna alltaf það sama að hagvöxtur sé neikvæður og opinber störf lífsnauðsynleg þá ætlar ríkisvaldið að gera í engu það sem barist hefur verið fyrir. Mælingar sýna að á eftir atvinnu þá eru það heilbrigðismálin sem mestu skipta þegar búseta er valin. Fólk vill öryggi. Gert er ráð fyrir að í Skagafirði muni íbúum fækka um 90 á þessu ári og stefnir í að íbúafjöldinn fari undir 4.000 íbúa í fyrsta sinn með tilheyrandi samfélagsáhrifum. Í Skagafirði er næg vinna og eftirspurn hefur verið eftir húsnæði og þjónusta sveitarfélaga til fyrirmyndar. Nú er svo komið að enginn skilur hvað stjórnvöldum gengur til. Hvers vegna er ekki hlustað? Hvað höfum við gert? Getur það verið að fækkun starfsmanna HS um u.þ.b. 30 á átta árum sé til þess að réttlæta og fjármagna nýjan Landspítala? Hvernig er hægt að rökstyðja skerðingu á þjónustu þannig að sjúklingar þurfi að sækja þjónustu annað um leið og hætt er að styðja við flug til Sauðárkróks þannig að það mun einnig leggjast af? Þenslan kom ekki við í Skagafirði fremur en á flestum stöðum á landsbyggðinni. Það var neikvæður hagvöxtur í þenslu í Skagafirði. Kreppan nær hins vegar til alls landsins. Er það virkilega þannig að svelta á landsbyggðina til Reykjavíkur? Áður en ég tók sæti á Alþingi sat ég í sveitarstjórn sveitarfélagsins Skagafjarðar. Þá voru velferðarráðuneytinu (hét þá heilbrigðisráðuneyti) skrifuð bréf þar sem óskað var eftir viðræðum við stjórnvöld um að yfirtaka rekstur HS. Þær viðræður fóru aldrei fram þar sem beiðnin var ekki virt viðlits. Aðför stjórnvalda að heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni er til skammar enda engin rök verið sett fram er styðja framferði stjórnvalda.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun