WOW Air flýgur til tólf staða í Evrópu Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 24. nóvember 2011 11:00 Kex Hostel í gær Jóna Lovísa Jónsdóttir, prestur á Akureyri og fitnessmeistari, opnaði vef WOW Air og blessaði fyrirtækið á blaðamannafundi í gær. Fréttablaðið/Anton ViðskiptiLággjaldaflugfélagið WOW Air mun hefja flug til og frá Íslandi 1. júní. Skúli Mogensen, stjórnarformaður félagsins, kynnti starfsemi þess á blaðamannafundi á Kex hosteli í gær. Sala farmiða hófst í gær en flogið verður til tólf áfangastaða í Evrópu. Á fundinum sagði Skúli að félagið myndi leggja áherslu á að bjóða upp á ódýra og skemmtilega þjónustu. Það yrði samkeppnishæft og stundvíst á sínum leiðum og myndi bjóða frábæra þjónustu. Skúli sagði Íslendinga oft gleyma því hve Ísland væri magnað. Útlendingar sem hingað kæmu upplifðu Ísland sem "WOW“ og það væri upplifunin sem flugfélagið vildi kynna farþega sína fyrir. „Við erum ekki að horfa á þetta sem samkeppnismarkað. Við erum að horfa á tækifæri til að stækka kökuna,“ sagði Skúli og bætti við: "Það er algjörlega raunhæft að ætla að tvöfalda fjölda farþega til og frá Íslandi á næstu fimm árum. Þar liggur tækifærið.“ Með tilkomu flugfélagsins verða til 50 störf auk allt að 20 starfa fyrir flugmenn. Íslenskir flugmenn verða ráðnir eftir því sem kostur er. Flugvélar fyrirtækisins verða af gerðinni Airbus A320 og mun það leggja upp með að hafa flugvélar sem er vel haldið við og líta vel út. Það er fyrirtækið Avion Express sem útvegar flugvélarnar en það er að hluta í eigu Davíðs Mássonar sem tekur einnig sæti í stjórn WOW Air. Félagið hefur verið að fullu fjármagnað en það er í meirihlutaeigu fjárfestingarfélagsins Títan sem er í eigu Skúla Mogensen. Aðrir hluthafar eru Baldur Oddur Baldursson, sem er framkvæmdastjóri fyrirtækisins, og Matthías Imsland. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
ViðskiptiLággjaldaflugfélagið WOW Air mun hefja flug til og frá Íslandi 1. júní. Skúli Mogensen, stjórnarformaður félagsins, kynnti starfsemi þess á blaðamannafundi á Kex hosteli í gær. Sala farmiða hófst í gær en flogið verður til tólf áfangastaða í Evrópu. Á fundinum sagði Skúli að félagið myndi leggja áherslu á að bjóða upp á ódýra og skemmtilega þjónustu. Það yrði samkeppnishæft og stundvíst á sínum leiðum og myndi bjóða frábæra þjónustu. Skúli sagði Íslendinga oft gleyma því hve Ísland væri magnað. Útlendingar sem hingað kæmu upplifðu Ísland sem "WOW“ og það væri upplifunin sem flugfélagið vildi kynna farþega sína fyrir. „Við erum ekki að horfa á þetta sem samkeppnismarkað. Við erum að horfa á tækifæri til að stækka kökuna,“ sagði Skúli og bætti við: "Það er algjörlega raunhæft að ætla að tvöfalda fjölda farþega til og frá Íslandi á næstu fimm árum. Þar liggur tækifærið.“ Með tilkomu flugfélagsins verða til 50 störf auk allt að 20 starfa fyrir flugmenn. Íslenskir flugmenn verða ráðnir eftir því sem kostur er. Flugvélar fyrirtækisins verða af gerðinni Airbus A320 og mun það leggja upp með að hafa flugvélar sem er vel haldið við og líta vel út. Það er fyrirtækið Avion Express sem útvegar flugvélarnar en það er að hluta í eigu Davíðs Mássonar sem tekur einnig sæti í stjórn WOW Air. Félagið hefur verið að fullu fjármagnað en það er í meirihlutaeigu fjárfestingarfélagsins Títan sem er í eigu Skúla Mogensen. Aðrir hluthafar eru Baldur Oddur Baldursson, sem er framkvæmdastjóri fyrirtækisins, og Matthías Imsland.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira