„Gömlu dagana gefðu mér“ 9. nóvember 2011 06:00 Ég er einn af þeim sem hafa verið í hálfgerðri „depressjon“ undanfarin misseri og saknað gömlu góðu daganna, þegar við græddum á tá og fingri og gátum keypt allt sem auga og hönd á festi með vildarkjörum. Við áttum fjármálasnillinga á heimsmælikvarða og lögðum metnað okkar í að auka hagvöxt og hlífðum okkur hvergi. Við áttum líka afburða stjórnmálamenn sem vissu hvað okkur þegnunum var fyrir bestu og þeir ásamt bönkum, fjármálafyrirtækjum og kaupahéðnum lögðu sig í framkróka um að leiðbeina okkur um hvernig best mætti ráðstafa þeim miklu afgangstekjum sem flestir höfðu til ráðstöfunar og voru í vandræðum með að koma í lóg. Með dyggri aðstoð auglýsenda og fjölmiðla tókst þó að leysa þetta vandamál og við gátum keypt hlutdeild í fjölmörgum arðvænlegum fyrirækjum svo sem bönkum og sparisjóðum auk ýmissa smærri hluta svo sem lóða, jeppa, sumarhúsa og rafdrifinna hjónarúma. Sem betur fór þurftum við aldrei að hugsa um hvað þetta kostaði heldur bara hve mikið við þurftum að borga á mánuði og þar sem launin voru alltaf að hækka og kjörin að batna var það svo sem ekkert vandamál. Allra hagstæðast var svo auðvitað að þurfa ekki að borga þetta í íslenskum krónum heldur í jenum, svissneskum frönkum, dollurum eða evrum og þar sem þetta voru frekar ómerkilegir gjaldmiðlar miðað við hina sterku íslensku krónu var þetta ákjósanlegur kostur. Nú um stundir finnst mér illa vegið að þessum brautryðjendum velferðarinnar sem margir hverjir hafa nú lagst út eða sæta illri meðferð af yfirvöldum sem þó eru ekki lengur dönsk. En nú hillir undir betri tíma. Opnur dagblaða og flatskjáir landsmanna auglýsa á ný vildarkjör frá handhöfum nýrra kennitalna. Því skulum við nú grípa tækifærið og þar sem mikil eftirspurn er eftir hagvexti er t.d. upplagt að kaupa sér allt að 10 ára gamlan bíl á frábærum lánakjörum þar sem afföll, viðgerðarkostnaður og vextir eru kjörin leið til að auka hagvöxt og stuðla þar með að auknum lífsgæðum í þessu landi. Ergo: Geymdur eyrir er hvort sem er glataður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Ég er einn af þeim sem hafa verið í hálfgerðri „depressjon“ undanfarin misseri og saknað gömlu góðu daganna, þegar við græddum á tá og fingri og gátum keypt allt sem auga og hönd á festi með vildarkjörum. Við áttum fjármálasnillinga á heimsmælikvarða og lögðum metnað okkar í að auka hagvöxt og hlífðum okkur hvergi. Við áttum líka afburða stjórnmálamenn sem vissu hvað okkur þegnunum var fyrir bestu og þeir ásamt bönkum, fjármálafyrirtækjum og kaupahéðnum lögðu sig í framkróka um að leiðbeina okkur um hvernig best mætti ráðstafa þeim miklu afgangstekjum sem flestir höfðu til ráðstöfunar og voru í vandræðum með að koma í lóg. Með dyggri aðstoð auglýsenda og fjölmiðla tókst þó að leysa þetta vandamál og við gátum keypt hlutdeild í fjölmörgum arðvænlegum fyrirækjum svo sem bönkum og sparisjóðum auk ýmissa smærri hluta svo sem lóða, jeppa, sumarhúsa og rafdrifinna hjónarúma. Sem betur fór þurftum við aldrei að hugsa um hvað þetta kostaði heldur bara hve mikið við þurftum að borga á mánuði og þar sem launin voru alltaf að hækka og kjörin að batna var það svo sem ekkert vandamál. Allra hagstæðast var svo auðvitað að þurfa ekki að borga þetta í íslenskum krónum heldur í jenum, svissneskum frönkum, dollurum eða evrum og þar sem þetta voru frekar ómerkilegir gjaldmiðlar miðað við hina sterku íslensku krónu var þetta ákjósanlegur kostur. Nú um stundir finnst mér illa vegið að þessum brautryðjendum velferðarinnar sem margir hverjir hafa nú lagst út eða sæta illri meðferð af yfirvöldum sem þó eru ekki lengur dönsk. En nú hillir undir betri tíma. Opnur dagblaða og flatskjáir landsmanna auglýsa á ný vildarkjör frá handhöfum nýrra kennitalna. Því skulum við nú grípa tækifærið og þar sem mikil eftirspurn er eftir hagvexti er t.d. upplagt að kaupa sér allt að 10 ára gamlan bíl á frábærum lánakjörum þar sem afföll, viðgerðarkostnaður og vextir eru kjörin leið til að auka hagvöxt og stuðla þar með að auknum lífsgæðum í þessu landi. Ergo: Geymdur eyrir er hvort sem er glataður.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar