Fjarar undan litlum gjaldmiðlum 8. nóvember 2011 06:00 Mikið hefur verið ritað og rætt um gjaldeyrismál að undanförnu. Ástæðan er sú að það hriktir í undirstöðum efnahagskerfis heimsins og menn eru ekki sammála hvert stefnir. Undirritaður skrifaði stutta grein í Fréttablaðið fyrir skömmu þar sem ég benti á þá staðreynd að jafnvel öflugir gjaldmiðlar eins og svissneski frankinn eiga undir högg að sækja. Skúli Sveinsson lögfræðingur sá ástæðu til að svara þessari grein minni og taldi mig vera að lofsyngja evruna. Ekki veit ég hvernig hann les það út úr grein minni því ég bendi einungis á þá staðreynd að svissnesk yfirvöld telja sig ekki geta lengur haldið úti sjálfstæðum gjaldmiðli. Því hafi þeir ákveðið að tengja gjaldmiðil sinn við evruna til að tryggja samkeppnishæfni landsins. Hins vegar dreg ég engan dul á það að ég tel að hag okkar Íslendinga væri betur borgið með evru en með núverandi fyrirkomulagi. Ég er líka þess fullviss að evran mun lifa þessar hremmingar af og verða sterkari gjaldmiðill fyrir vikið. Sparsemi og fyrirhyggja Svisslendinga er á margan hátt til fyrirmyndar enda þekki ég það af eigin raun eftir að hafa búið þar í landi. Nú hafa svissnesk yfirvöld hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að breyta þurfi um stefnu því gamlar aðferðir dugi ekki í samþættu alþjóðlegu hagkerfi. Þess vegna er það dálítið skondið að Skúli vilji að við tökum upp gamlar aðferðir Svisslendinga að safna gríðarmiklum innlendum sparnaði til að standa við bakið á innlendum gjaldmiðli. Ekki þannig að ég hafi neitt á móti innlendum sparnaði en það er gríðarlega dýrt að halda úti stórum gjaldeyrisvarasjóði. Þar með værum við að binda mikla fjármuni sem væri betur varið til að byggja upp innlent atvinnulíf. Hin leiðin er að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru í kjölfarið. Þar með kæmumst við í skjól evrópska seðlabankans og nytum góðs af gjaldeyrisvarasjóði hans. Ýmsir hagfræðingar hafa spáð því að innan ekki margra áratuga verði einungis nokkrir gjaldmiðlar í gangi í heiminum. Þegar eru þreifingar í gangi varðandi aukið samstarf ríkja í S-Ameríku í efnahagsmálum og einnig ríkja í SA-Asíu. Of snemmt er spá um hve náið þetta samstarf verður en mér finnst ekki líklegt að íslensk króna verði ein af þeim myntum sem verði ofan á þegar gjaldmiðlar framtíðarinnar munu þróast á næstu áratugum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið ritað og rætt um gjaldeyrismál að undanförnu. Ástæðan er sú að það hriktir í undirstöðum efnahagskerfis heimsins og menn eru ekki sammála hvert stefnir. Undirritaður skrifaði stutta grein í Fréttablaðið fyrir skömmu þar sem ég benti á þá staðreynd að jafnvel öflugir gjaldmiðlar eins og svissneski frankinn eiga undir högg að sækja. Skúli Sveinsson lögfræðingur sá ástæðu til að svara þessari grein minni og taldi mig vera að lofsyngja evruna. Ekki veit ég hvernig hann les það út úr grein minni því ég bendi einungis á þá staðreynd að svissnesk yfirvöld telja sig ekki geta lengur haldið úti sjálfstæðum gjaldmiðli. Því hafi þeir ákveðið að tengja gjaldmiðil sinn við evruna til að tryggja samkeppnishæfni landsins. Hins vegar dreg ég engan dul á það að ég tel að hag okkar Íslendinga væri betur borgið með evru en með núverandi fyrirkomulagi. Ég er líka þess fullviss að evran mun lifa þessar hremmingar af og verða sterkari gjaldmiðill fyrir vikið. Sparsemi og fyrirhyggja Svisslendinga er á margan hátt til fyrirmyndar enda þekki ég það af eigin raun eftir að hafa búið þar í landi. Nú hafa svissnesk yfirvöld hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að breyta þurfi um stefnu því gamlar aðferðir dugi ekki í samþættu alþjóðlegu hagkerfi. Þess vegna er það dálítið skondið að Skúli vilji að við tökum upp gamlar aðferðir Svisslendinga að safna gríðarmiklum innlendum sparnaði til að standa við bakið á innlendum gjaldmiðli. Ekki þannig að ég hafi neitt á móti innlendum sparnaði en það er gríðarlega dýrt að halda úti stórum gjaldeyrisvarasjóði. Þar með værum við að binda mikla fjármuni sem væri betur varið til að byggja upp innlent atvinnulíf. Hin leiðin er að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru í kjölfarið. Þar með kæmumst við í skjól evrópska seðlabankans og nytum góðs af gjaldeyrisvarasjóði hans. Ýmsir hagfræðingar hafa spáð því að innan ekki margra áratuga verði einungis nokkrir gjaldmiðlar í gangi í heiminum. Þegar eru þreifingar í gangi varðandi aukið samstarf ríkja í S-Ameríku í efnahagsmálum og einnig ríkja í SA-Asíu. Of snemmt er spá um hve náið þetta samstarf verður en mér finnst ekki líklegt að íslensk króna verði ein af þeim myntum sem verði ofan á þegar gjaldmiðlar framtíðarinnar munu þróast á næstu áratugum.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar