Heildstæð orkustefna Katrín Júlíusdóttir skrifar 7. nóvember 2011 07:00 Orkuauðlindir okkar Íslendinga eru ríkulegar og þær eru ein af grunnstoðunum sem samfélag okkar byggir á. En það fylgir vandi vegsemd hverri og við verðum að umgangast náttúru landsins og auðlindirnar af virðingu og hófsemd. Það var mér mikið gleðiefni þegar ég fékk í hendurnar mjög vel ígrundaðar tillögur að ORKUSTEFNU FYRIR ÍSLAND sem stýrihópur hefur unnið að um tveggja ára skeið. Nú liggur næst fyrir að ræða tillögurnar á Alþingi og það er von mín og ásetningur að um málið náist víðtæk samstaða og sátt. Orkustefna fyrir Ísland er nefnilega ekkert hversdagslegt skjal heldur er henni ætlað að vera grundvöllur og viðmið allra ákvarðana er varða orkumál. Um leið og ég þakka stýrihópnum fyrir gott starf vil ég hvetja alla til að kynna sér tillöguna en hana má nálgast á vefsvæðinu www.orkustefna.is. Það kennir ýmissa grasa í orkustefnunni og víða komið við. Kjarninn í stefnunni er að orkubúskap Íslands verði hagað með sjálfbærum hætti, samfélaginu og almenningi til hagsbóta. Þetta þýðir m.a. að ákvarðanir um orkunýtingu séu teknar af kostgæfni með hámarks arðsemi og langtíma hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Í tillögunum er lagt til að komið verði á fót sérstökum auðlindasjóði sem tekjur af orkuauðlindum í eigu ríkisins renni í og nýtingarsamningar verði gerðir til tiltekins hóflegs tíma. Samhliða þessu er mikilvægt að mótuð verði gjaldtökustefna af orkunýtingu þannig að þjóðin njóti arðsins af sameiginlegum orkuauðlindum. Þá er jafnframt lögð mikil áhersla á að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis en innflutningur á því nemur um 44 milljörðum króna árlega. Þessa dagana er skammt stórra högga á milli í orkumálum þjóðarinnar því að næsta föstudag lýkur opnu samráðs- og kynningarferli um drög að þingsályktun um Rammaáætlun, sem er grundvöllur langþráðrar sáttar um hvar skuli virkjað og hvar verndað. Saman mynda Orkustefnan og Rammaáætlunin skýra og öfluga framtíðarsýn í auðlindanýtingu þjóðarinnar. Við skulum öll leggjast á eitt um að klára þessi mál þannig að sómi sé að. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Sjá meira
Orkuauðlindir okkar Íslendinga eru ríkulegar og þær eru ein af grunnstoðunum sem samfélag okkar byggir á. En það fylgir vandi vegsemd hverri og við verðum að umgangast náttúru landsins og auðlindirnar af virðingu og hófsemd. Það var mér mikið gleðiefni þegar ég fékk í hendurnar mjög vel ígrundaðar tillögur að ORKUSTEFNU FYRIR ÍSLAND sem stýrihópur hefur unnið að um tveggja ára skeið. Nú liggur næst fyrir að ræða tillögurnar á Alþingi og það er von mín og ásetningur að um málið náist víðtæk samstaða og sátt. Orkustefna fyrir Ísland er nefnilega ekkert hversdagslegt skjal heldur er henni ætlað að vera grundvöllur og viðmið allra ákvarðana er varða orkumál. Um leið og ég þakka stýrihópnum fyrir gott starf vil ég hvetja alla til að kynna sér tillöguna en hana má nálgast á vefsvæðinu www.orkustefna.is. Það kennir ýmissa grasa í orkustefnunni og víða komið við. Kjarninn í stefnunni er að orkubúskap Íslands verði hagað með sjálfbærum hætti, samfélaginu og almenningi til hagsbóta. Þetta þýðir m.a. að ákvarðanir um orkunýtingu séu teknar af kostgæfni með hámarks arðsemi og langtíma hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Í tillögunum er lagt til að komið verði á fót sérstökum auðlindasjóði sem tekjur af orkuauðlindum í eigu ríkisins renni í og nýtingarsamningar verði gerðir til tiltekins hóflegs tíma. Samhliða þessu er mikilvægt að mótuð verði gjaldtökustefna af orkunýtingu þannig að þjóðin njóti arðsins af sameiginlegum orkuauðlindum. Þá er jafnframt lögð mikil áhersla á að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis en innflutningur á því nemur um 44 milljörðum króna árlega. Þessa dagana er skammt stórra högga á milli í orkumálum þjóðarinnar því að næsta föstudag lýkur opnu samráðs- og kynningarferli um drög að þingsályktun um Rammaáætlun, sem er grundvöllur langþráðrar sáttar um hvar skuli virkjað og hvar verndað. Saman mynda Orkustefnan og Rammaáætlunin skýra og öfluga framtíðarsýn í auðlindanýtingu þjóðarinnar. Við skulum öll leggjast á eitt um að klára þessi mál þannig að sómi sé að.
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar