Er allt annað en fiskurinn og sauðkindin aukaatriði? Margrét Kristmannsdóttir skrifar 4. nóvember 2011 06:00 Hvað sem má segja um núverandi stjórnarsamstarf er það í augnablikinu eina sjáanlega samstarfið sem mun tryggja að umsóknarferlið að Evrópusambandinu haldi áfram – þó með hangandi haus sé. Samkvæmt skoðanakönnunum vilja 64% landsmanna klára umsóknarferlið og innan atvinnulífsins er þetta hlutfall enn hærra. Örmynt eins og íslenska krónan verður aldrei sá gjaldmiðill sem atvinnulífið þarf, enda hafa mörg stærstu fyrirtæki landsins þegar yfirgefið hana. Það getur hins vegar þorri íslenskra fyrirtækja og heimilin ekki gert. Að svipta þau möguleikanum á því að sjá hvernig rekstrarumhverfi og lífskjör gætu breyst með aðild er óþolandi forræðishyggja. Hlutverk stjórnmálamanna í þessu máli er einfaldlega eitt – að tryggja þjóðinni sem bestan samning. Þjóðin tekur síðan við keflinu og greiðir atkvæði um eigin framtíð í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í umræðunni um Evrópusambandið eru hagsmunir sjávarútvegs og landbúnaðar mjög áberandi en um hagsmuni annarra atvinnugreina heyrist vart. Enda vitað að þjóðin mun aldrei samþykkja inngöngu – nema það fáist góður samningur fyrir þessar tvær atvinnugreinar. Góður samningur á ekki að tryggja þessum atvinnugreinum óbreytt ástand, en tryggja verður framtíðarhagsmuni þeirra við samningaborðið. Hins vegar gætir vaxandi furðu hversu lítið er rætt um hagsmuni annarra atvinnugreina í þessu landi og lífskjör almennt ef okkur verður gert að vera utan Evrópusambandsins og með íslensku krónuna næstu áratugina. Á næstu árum þurfum við að skapa 20.000 störf til að eyða atvinnuleysi og taka á móti ungu fólki sem er að koma út á vinnumarkaðinn. Svo til ekkert af þessum störfum mun koma frá sjávarútvegi eða landbúnaði, heldur mun lunginn af þessum störfum koma frá verslun, iðnaði og þjónustugeiranum. Því er ekki síður mikilvægt að tryggja að þær atvinnugreinar, sem eiga að skapa hér framtíðarstörf búi við samkeppnishæf rekstrarskilyrði. Það gera þær ekki í dag og það á hugsanlega að vera helsta áhyggjuefni okkar. Það vekur furðu að þeir aðilar sem berjast gegn aðildarviðræðum Íslands skuli sjálfir ekki hafa neinar raunhæfar lausnir í peningamálum þjóðarinnar. Framsóknarflokkurinn boðar í plani B að gera eigi úttekt á peningastefnunni og kanna framtíðarkosti – sem er ágætt í sjálfu sér – en enginn veit hvenær eða hvaða niðurstöðu þetta plan muni að lokum skila. Fyrir skömmu birti Sjálfstæðisflokkurinn efnahagstillögur sínar undir yfirskriftinni „Framtíðin“ og þó að sumar tillögur hafi þar verið góðar vakti ekki síður athygli sú ærandi þögn sem þar ríkti um framtíðarpeningastefnu Íslands. Ekki eitt orð um krónuna eða hvernig á að leysa vanda örmyntar 320.000 manna þjóðar né þær byrðar sem hún leggur á fyrirtækin og heimilin í landinu. Eftir allt sem á undan er gengið hjá þessari þjóð verður að setja spurningarmerki við hvernig hægt er að gefa út 12 síðna blað um efnahagstillögur og minnast ekki orði á eitt mikilvægasta málið – að tryggja stöðugleika með traustum gjaldmiðli. Þegar atvinnugreinum er gert ókleift að vera samkeppnishæfar við nágrannalöndin eða helstu samkeppnisaðila, þá er það mjög alvarlegur hlutur þegar stjórnmálaöfl í landinu skella skollaeyrum við því ástandi. Af hverju hlusta menn ekki þegar forsvarsmenn margra stórfyrirtækja segja ítrekað að þeir muni ekki geta rekið fyrirtæki sín hér á landi ef íslenska krónan verður áfram gjaldmiðill þjóðarinnar? Af hverju skella menn skollaeyrum við þegar forsvarsmenn segjast verða nauðbeygðir að flytja höfuðstöðvar og störf úr landi til að komast í eðlilegt rekstrarumhverfi? Íslenska krónan er að flestra mati ónýtur gjaldmiðill og mun aldrei gagnast íslensku atvinnulífi. Ég hef ekki enn hitt þann aðila í íslensku atvinnulífi sem hefur raunverulega trú á því að krónan muni fljóta á ný, hún muni alltaf þurfa að vera í einhvers konar höftum til að verja hana atlögum, t.d. spákaupmanna. En forsenda afnámsins er hins vegar að fyrir liggi trúverðug peningastefna, sem getur stöðvað atlögur og tjón vegna óhóflegra gjaldmiðlasveiflna. Afnám hafta án skýrrar stefnu í peningamálum er ferli með ófyrirséðum afleiðingum. Þá rússíbanareið getur verslunin ekki stutt enda fyrirséð að mörg fyrirtæki myndu ekki lifa af það ferli, svo ekki sé minnst á afleiðingarnar fyrir íslensk heimili. Ef okkur tekst með inngöngu í ESB að jafna rekstrarskilyrði íslenskra fyrirtækja og á sama tíma að rétta af hag heimilanna þannig að lunginn af tekjunum fari ekki í að borga vexti, afborganir og að kaupa í matinn – þá er það einfalt reikningsdæmi að þetta daglega puð okkar allra, bæði fyrirtækja og heimila, muni skilja mun meira eftir sig. Og það er kannski mergurinn málsins. Við núverandi ástand sjá mörg fyrirtæki og um 85% ungs fólks ekki sína framtíð hér á landi samkvæmt könnunum. Og ekki hefur verið mikil umræða á Alþingi eða í samfélaginu almennt um þá staðreynd. Ég vil reka mitt fyrirtæki og heimili á svipuðum kjörum og gerist í nágrannalöndunum. Við Íslendingar eigum ekki að þurfa að skila lengstum vinnudegi, streða frá morgni til kvölds fyrir nauðþurftum í þeim misskilningi að þannig tryggjum við best fullveldi þjóðarinnar. Ef við tryggjum lykilhagsmuni okkar í aðildarviðræðunum við ESB á Ísland heima meðal vinaþjóða í Evrópu – hér eftir sem hingað til. Þangað höfum við einfaldlega mun meira að sækja – en Evrópusambandið nokkru sinni að sækja hingað. Er ekki allavega sjálfsagt að láta á það reyna – klára aðildarviðræður og leyfa þjóðinni sjálfri að kjósa? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað sem má segja um núverandi stjórnarsamstarf er það í augnablikinu eina sjáanlega samstarfið sem mun tryggja að umsóknarferlið að Evrópusambandinu haldi áfram – þó með hangandi haus sé. Samkvæmt skoðanakönnunum vilja 64% landsmanna klára umsóknarferlið og innan atvinnulífsins er þetta hlutfall enn hærra. Örmynt eins og íslenska krónan verður aldrei sá gjaldmiðill sem atvinnulífið þarf, enda hafa mörg stærstu fyrirtæki landsins þegar yfirgefið hana. Það getur hins vegar þorri íslenskra fyrirtækja og heimilin ekki gert. Að svipta þau möguleikanum á því að sjá hvernig rekstrarumhverfi og lífskjör gætu breyst með aðild er óþolandi forræðishyggja. Hlutverk stjórnmálamanna í þessu máli er einfaldlega eitt – að tryggja þjóðinni sem bestan samning. Þjóðin tekur síðan við keflinu og greiðir atkvæði um eigin framtíð í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í umræðunni um Evrópusambandið eru hagsmunir sjávarútvegs og landbúnaðar mjög áberandi en um hagsmuni annarra atvinnugreina heyrist vart. Enda vitað að þjóðin mun aldrei samþykkja inngöngu – nema það fáist góður samningur fyrir þessar tvær atvinnugreinar. Góður samningur á ekki að tryggja þessum atvinnugreinum óbreytt ástand, en tryggja verður framtíðarhagsmuni þeirra við samningaborðið. Hins vegar gætir vaxandi furðu hversu lítið er rætt um hagsmuni annarra atvinnugreina í þessu landi og lífskjör almennt ef okkur verður gert að vera utan Evrópusambandsins og með íslensku krónuna næstu áratugina. Á næstu árum þurfum við að skapa 20.000 störf til að eyða atvinnuleysi og taka á móti ungu fólki sem er að koma út á vinnumarkaðinn. Svo til ekkert af þessum störfum mun koma frá sjávarútvegi eða landbúnaði, heldur mun lunginn af þessum störfum koma frá verslun, iðnaði og þjónustugeiranum. Því er ekki síður mikilvægt að tryggja að þær atvinnugreinar, sem eiga að skapa hér framtíðarstörf búi við samkeppnishæf rekstrarskilyrði. Það gera þær ekki í dag og það á hugsanlega að vera helsta áhyggjuefni okkar. Það vekur furðu að þeir aðilar sem berjast gegn aðildarviðræðum Íslands skuli sjálfir ekki hafa neinar raunhæfar lausnir í peningamálum þjóðarinnar. Framsóknarflokkurinn boðar í plani B að gera eigi úttekt á peningastefnunni og kanna framtíðarkosti – sem er ágætt í sjálfu sér – en enginn veit hvenær eða hvaða niðurstöðu þetta plan muni að lokum skila. Fyrir skömmu birti Sjálfstæðisflokkurinn efnahagstillögur sínar undir yfirskriftinni „Framtíðin“ og þó að sumar tillögur hafi þar verið góðar vakti ekki síður athygli sú ærandi þögn sem þar ríkti um framtíðarpeningastefnu Íslands. Ekki eitt orð um krónuna eða hvernig á að leysa vanda örmyntar 320.000 manna þjóðar né þær byrðar sem hún leggur á fyrirtækin og heimilin í landinu. Eftir allt sem á undan er gengið hjá þessari þjóð verður að setja spurningarmerki við hvernig hægt er að gefa út 12 síðna blað um efnahagstillögur og minnast ekki orði á eitt mikilvægasta málið – að tryggja stöðugleika með traustum gjaldmiðli. Þegar atvinnugreinum er gert ókleift að vera samkeppnishæfar við nágrannalöndin eða helstu samkeppnisaðila, þá er það mjög alvarlegur hlutur þegar stjórnmálaöfl í landinu skella skollaeyrum við því ástandi. Af hverju hlusta menn ekki þegar forsvarsmenn margra stórfyrirtækja segja ítrekað að þeir muni ekki geta rekið fyrirtæki sín hér á landi ef íslenska krónan verður áfram gjaldmiðill þjóðarinnar? Af hverju skella menn skollaeyrum við þegar forsvarsmenn segjast verða nauðbeygðir að flytja höfuðstöðvar og störf úr landi til að komast í eðlilegt rekstrarumhverfi? Íslenska krónan er að flestra mati ónýtur gjaldmiðill og mun aldrei gagnast íslensku atvinnulífi. Ég hef ekki enn hitt þann aðila í íslensku atvinnulífi sem hefur raunverulega trú á því að krónan muni fljóta á ný, hún muni alltaf þurfa að vera í einhvers konar höftum til að verja hana atlögum, t.d. spákaupmanna. En forsenda afnámsins er hins vegar að fyrir liggi trúverðug peningastefna, sem getur stöðvað atlögur og tjón vegna óhóflegra gjaldmiðlasveiflna. Afnám hafta án skýrrar stefnu í peningamálum er ferli með ófyrirséðum afleiðingum. Þá rússíbanareið getur verslunin ekki stutt enda fyrirséð að mörg fyrirtæki myndu ekki lifa af það ferli, svo ekki sé minnst á afleiðingarnar fyrir íslensk heimili. Ef okkur tekst með inngöngu í ESB að jafna rekstrarskilyrði íslenskra fyrirtækja og á sama tíma að rétta af hag heimilanna þannig að lunginn af tekjunum fari ekki í að borga vexti, afborganir og að kaupa í matinn – þá er það einfalt reikningsdæmi að þetta daglega puð okkar allra, bæði fyrirtækja og heimila, muni skilja mun meira eftir sig. Og það er kannski mergurinn málsins. Við núverandi ástand sjá mörg fyrirtæki og um 85% ungs fólks ekki sína framtíð hér á landi samkvæmt könnunum. Og ekki hefur verið mikil umræða á Alþingi eða í samfélaginu almennt um þá staðreynd. Ég vil reka mitt fyrirtæki og heimili á svipuðum kjörum og gerist í nágrannalöndunum. Við Íslendingar eigum ekki að þurfa að skila lengstum vinnudegi, streða frá morgni til kvölds fyrir nauðþurftum í þeim misskilningi að þannig tryggjum við best fullveldi þjóðarinnar. Ef við tryggjum lykilhagsmuni okkar í aðildarviðræðunum við ESB á Ísland heima meðal vinaþjóða í Evrópu – hér eftir sem hingað til. Þangað höfum við einfaldlega mun meira að sækja – en Evrópusambandið nokkru sinni að sækja hingað. Er ekki allavega sjálfsagt að láta á það reyna – klára aðildarviðræður og leyfa þjóðinni sjálfri að kjósa?
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar