Ferðafrelsi Snorri Baldursson skrifar 29. október 2011 06:00 Hinn 25. október síðastliðinn fylgdi Fréttablaðinu aukablaðið „Ferðast um hálendið“. Útgefandi er ferðafrelsisnefnd Ferðaklúbbsins 4x4. Í blaðinu eru ýmsar greinar og sumar fróðlegar. Áberandi þema er þó meintur yfirgangur náttúruverndara og umhverfisyfirvalda við að hindra ferðafrelsi jeppamanna á hálendinu. Í grein sem nafnlaus skrifar undir fyrirsögninni „Það er verið að loka landinu“ er fullyrt að með verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs hafi 70 slóðum verið lokað, samtals 200 km að lengd. Megintilgangur þessarar greinar er ekki að elta ólar við rangar eða í besta falli afar villandi fullyrðingar sem þessar en þó má spyrja hvaða skilgreiningu á hugtakinu „slóð“ ónefndur notar. Er það réttmæt slóð sem aðeins er hægt að fara um á stórum jeppa á risadekkjum? Önnur spurning er svo hvenær slóð breytist í opinn veg. Er nóg að ökumaður haldinn frelsisþrá skælist yfir land utan vega til að GPS-ferill eftir hann sé skilgreindur sem vegur? Og enn má spyrja, fyrir hvern er það ferðafrelsi sem gerir einungis ráð fyrir illfærum slóðum um hálendið? Innan Vatnajökulsþjóðgarðs eru engar slóðir, aðeins vegir. Sé hluti þeirra 70 slóða, sem ónefndur vitnar til, GPS-ferlar sem til voru af Tungnaáröræfum þá er það vissulega rétt að mikið var hreinsað til í öllu því ferlaneti við gerð Stjórnunar- og verndaráætlunar. Það var gert í samráði við Jöklarannsóknafélagið og Samtök um útivist sem Ferðaklúbburinn 4x4 á aðild að. Enn þarf að laga til í vegakerfinu á Tungnaáröræfum og hugsanlega að fækka vegum þar, því sumar skilgreindar leiðir reyndust ófærar þegar aðilar tengdir þjóðgarðinum hugðust aka þær á öflugum jeppum sumarið 2010. Í blaði ferðafrelsisnefndar er vitnað með virðingu og eftirsjá í frumkvöðla í bílamennsku á hálendinu, svo sem Jón Sigurgeirsson, Guðmund Jónasson og Pál Arason. Ég bendi á að þessir heiðursmenn unnu sín verk á allt öðrum tímum og í allt öðrum tíðaranda en nú ríkir. Þá ríkti önnur hugsun gagnvart umhverfinu. Þá þótti ekki aðeins sjálfsagt að aka yfir holt og hæðir heldur líka að hella notaðri olíu í bæjarlæki, veita óhreinsuðu skólpi í ár og vötn, brenna rusl og eiturefni á víðavangi og skera mýrlendi sundur og saman með skurðum. Mikið hefur áunnist í umhverfismálum á undanförnum áratugum en umgengni um hálendið hefur setið á hakanum. Þar hafa vélknúin ökutæki skilið eftir ljót og óþörf ummerki. Það er ósatt að verið sé að loka hálendinu fyrir ferðafólki. Þvert á móti eru yfirvöld að reyna að siðvæða ferðamennsku þar, færa hana yfir á skilgreinda vegi og inn í 21. öldina. Svokallað frelsi ganvart umhverfinu er oft ekkert annað en jarðvöðulsháttur. Innan Vatnajökulsþjóðgarðs er veganet sem spannar 813 km. Þetta veganet skilar ferðafólki að eða í gott göngufæri við alla eftirsóttustu staði þjóðgarðsins. Fram á áttunda áratuginn þótti sjálfsagt að aka fram og aftur um Lakagígagaröðina eins og hverjum ferðamanni blés í brjóst og jafnvel aka upp á suma gígana til að kíkja ofan í þá. Eftir að gígaröðin var friðlýst, árið 1976, var lokað fyrir slíkan akstur en í staðinn lagður einn vegur sem nú myndar hringleið um vestari gígaröðina. Færa má rök fyrir því að 20–30 slóðum hafi verið lokað við friðlýsingu Lakagíga. Ætlar frelsisnefnd Ferðaklúbbsins 4x4 að berjast fyrir því að þær verði opnaðar aftur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Hinn 25. október síðastliðinn fylgdi Fréttablaðinu aukablaðið „Ferðast um hálendið“. Útgefandi er ferðafrelsisnefnd Ferðaklúbbsins 4x4. Í blaðinu eru ýmsar greinar og sumar fróðlegar. Áberandi þema er þó meintur yfirgangur náttúruverndara og umhverfisyfirvalda við að hindra ferðafrelsi jeppamanna á hálendinu. Í grein sem nafnlaus skrifar undir fyrirsögninni „Það er verið að loka landinu“ er fullyrt að með verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs hafi 70 slóðum verið lokað, samtals 200 km að lengd. Megintilgangur þessarar greinar er ekki að elta ólar við rangar eða í besta falli afar villandi fullyrðingar sem þessar en þó má spyrja hvaða skilgreiningu á hugtakinu „slóð“ ónefndur notar. Er það réttmæt slóð sem aðeins er hægt að fara um á stórum jeppa á risadekkjum? Önnur spurning er svo hvenær slóð breytist í opinn veg. Er nóg að ökumaður haldinn frelsisþrá skælist yfir land utan vega til að GPS-ferill eftir hann sé skilgreindur sem vegur? Og enn má spyrja, fyrir hvern er það ferðafrelsi sem gerir einungis ráð fyrir illfærum slóðum um hálendið? Innan Vatnajökulsþjóðgarðs eru engar slóðir, aðeins vegir. Sé hluti þeirra 70 slóða, sem ónefndur vitnar til, GPS-ferlar sem til voru af Tungnaáröræfum þá er það vissulega rétt að mikið var hreinsað til í öllu því ferlaneti við gerð Stjórnunar- og verndaráætlunar. Það var gert í samráði við Jöklarannsóknafélagið og Samtök um útivist sem Ferðaklúbburinn 4x4 á aðild að. Enn þarf að laga til í vegakerfinu á Tungnaáröræfum og hugsanlega að fækka vegum þar, því sumar skilgreindar leiðir reyndust ófærar þegar aðilar tengdir þjóðgarðinum hugðust aka þær á öflugum jeppum sumarið 2010. Í blaði ferðafrelsisnefndar er vitnað með virðingu og eftirsjá í frumkvöðla í bílamennsku á hálendinu, svo sem Jón Sigurgeirsson, Guðmund Jónasson og Pál Arason. Ég bendi á að þessir heiðursmenn unnu sín verk á allt öðrum tímum og í allt öðrum tíðaranda en nú ríkir. Þá ríkti önnur hugsun gagnvart umhverfinu. Þá þótti ekki aðeins sjálfsagt að aka yfir holt og hæðir heldur líka að hella notaðri olíu í bæjarlæki, veita óhreinsuðu skólpi í ár og vötn, brenna rusl og eiturefni á víðavangi og skera mýrlendi sundur og saman með skurðum. Mikið hefur áunnist í umhverfismálum á undanförnum áratugum en umgengni um hálendið hefur setið á hakanum. Þar hafa vélknúin ökutæki skilið eftir ljót og óþörf ummerki. Það er ósatt að verið sé að loka hálendinu fyrir ferðafólki. Þvert á móti eru yfirvöld að reyna að siðvæða ferðamennsku þar, færa hana yfir á skilgreinda vegi og inn í 21. öldina. Svokallað frelsi ganvart umhverfinu er oft ekkert annað en jarðvöðulsháttur. Innan Vatnajökulsþjóðgarðs er veganet sem spannar 813 km. Þetta veganet skilar ferðafólki að eða í gott göngufæri við alla eftirsóttustu staði þjóðgarðsins. Fram á áttunda áratuginn þótti sjálfsagt að aka fram og aftur um Lakagígagaröðina eins og hverjum ferðamanni blés í brjóst og jafnvel aka upp á suma gígana til að kíkja ofan í þá. Eftir að gígaröðin var friðlýst, árið 1976, var lokað fyrir slíkan akstur en í staðinn lagður einn vegur sem nú myndar hringleið um vestari gígaröðina. Færa má rök fyrir því að 20–30 slóðum hafi verið lokað við friðlýsingu Lakagíga. Ætlar frelsisnefnd Ferðaklúbbsins 4x4 að berjast fyrir því að þær verði opnaðar aftur?
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun