Um klíníska þjónustu, vændi, hjúkrun og ritstörf Helga Bragadóttir skrifar 29. október 2011 06:00 Ágæti Guðmundur Andri. Ég má til með að leiðrétta leiðan misskilning sem birtist í pistli þínum mánudaginn 24. október sl. Í pistlinum birtir þú hugleiðingar þínar um vændiskaup og -sölu sem uppátæki Stóru systra hafa vakið hjá þér. Ég ætla ekki að gera óljósa skoðun þína á vændi að umfjöllunarefni heldur tel ég mér bæði ljúft og skylt að leiðrétta misskilning þann sem birtist í skrifum þínum um klínísk störf og hjúkrun. Sem hjúkrunarfræðingur tilheyri ég klínískri stétt heilbrigðisvísinda og get því talað af nokkurri þekkingu og reynslu. Klínísk hjúkrun felur í sér að samþætta fræðilega þekkingu hjúkrunarfræðinnar faglegri færni í því að annast einstaklinga og hópa á heildrænan hátt. Þannig er leitast við á jafningjagrunni með samstarfi við sjúklinga að efla heilbrigði þeirra. Þar er fullt tillit tekið til allra mannlegra þátta, bæði líkamlegra, andlegra/tilfinningalegra og félagslegra. Ég get með engu móti séð að vændi feli þetta í sér og þar af leiðandi er út í hött að spyrða vændi við klíník og líkja því við hjúkrun. Af pistli þínum má ætla að það að hjúkra feli eingöngu í sér kalda líkamlega þjónustu. Það er af og frá. Að minnsta kosti vona ég að þú og þínir njótið umhyggjusamrar og heildrænnar hjúkrunar í samskiptum við heilbrigðiskerfið. Ég get fullyrt við þig að hjúkrunarfræðingum og öðrum sem sinna umönnunarstörfum er annt um sjúklinga sína, einnig þegar þeir eru að sinna líkamlegum þörfum sjúklinganna. Hjúkrunarfræðin leitast við að byggja upp þekkingu á því hvernig mæta má á sem bestan hátt þörfum sjúklinga, styðja þá til sjálfshjálpar eða aðstoða þá sem ekki geta sinnt sínum þörfum án hjálpar. Hjúkrun snýst ekki um að framkvæma verk á vélrænan hátt heldur að nota vitsmuni og þekkingu á flókin viðfangsefni þar sem gagnrýnni nálgun er beitt af innsæi, þarfir sjúklinga metnar, meðferðir skipulagðar, þeim hrint í framkvæmd og árangur metinn. Því get ég með engu móti skilið hvernig þú getur líkt vændi við klíníska vinnu sem hjúkrun og geng því út frá því að um leiðan misskilning eða hreinlega vanþekkingu sé að ræða. Til frekari fróðleiks um klíníska hjúkrun bendi ég á Tímarit hjúkrunarfræðinga sem er opið öllum á veraldarvefnum á heimasíðu Félags íslenska hjúkrunarfræðinga, bók Kristínar Björnsdóttur Líkami og sál sem gerir grein fyrir þróun hjúkrunarfræðinnar á Íslandi og bók Margrétar Guðmundsdóttur Saga hjúkrunar á Íslandi á 20. öld sem er hvoru tveggja falleg og fræðandi. Að lokum vil ég taka fram að pistlar þínir hafa jafnan vakið hjá mér ánægju og hlakka ég til að sjá þann næsta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Ágæti Guðmundur Andri. Ég má til með að leiðrétta leiðan misskilning sem birtist í pistli þínum mánudaginn 24. október sl. Í pistlinum birtir þú hugleiðingar þínar um vændiskaup og -sölu sem uppátæki Stóru systra hafa vakið hjá þér. Ég ætla ekki að gera óljósa skoðun þína á vændi að umfjöllunarefni heldur tel ég mér bæði ljúft og skylt að leiðrétta misskilning þann sem birtist í skrifum þínum um klínísk störf og hjúkrun. Sem hjúkrunarfræðingur tilheyri ég klínískri stétt heilbrigðisvísinda og get því talað af nokkurri þekkingu og reynslu. Klínísk hjúkrun felur í sér að samþætta fræðilega þekkingu hjúkrunarfræðinnar faglegri færni í því að annast einstaklinga og hópa á heildrænan hátt. Þannig er leitast við á jafningjagrunni með samstarfi við sjúklinga að efla heilbrigði þeirra. Þar er fullt tillit tekið til allra mannlegra þátta, bæði líkamlegra, andlegra/tilfinningalegra og félagslegra. Ég get með engu móti séð að vændi feli þetta í sér og þar af leiðandi er út í hött að spyrða vændi við klíník og líkja því við hjúkrun. Af pistli þínum má ætla að það að hjúkra feli eingöngu í sér kalda líkamlega þjónustu. Það er af og frá. Að minnsta kosti vona ég að þú og þínir njótið umhyggjusamrar og heildrænnar hjúkrunar í samskiptum við heilbrigðiskerfið. Ég get fullyrt við þig að hjúkrunarfræðingum og öðrum sem sinna umönnunarstörfum er annt um sjúklinga sína, einnig þegar þeir eru að sinna líkamlegum þörfum sjúklinganna. Hjúkrunarfræðin leitast við að byggja upp þekkingu á því hvernig mæta má á sem bestan hátt þörfum sjúklinga, styðja þá til sjálfshjálpar eða aðstoða þá sem ekki geta sinnt sínum þörfum án hjálpar. Hjúkrun snýst ekki um að framkvæma verk á vélrænan hátt heldur að nota vitsmuni og þekkingu á flókin viðfangsefni þar sem gagnrýnni nálgun er beitt af innsæi, þarfir sjúklinga metnar, meðferðir skipulagðar, þeim hrint í framkvæmd og árangur metinn. Því get ég með engu móti skilið hvernig þú getur líkt vændi við klíníska vinnu sem hjúkrun og geng því út frá því að um leiðan misskilning eða hreinlega vanþekkingu sé að ræða. Til frekari fróðleiks um klíníska hjúkrun bendi ég á Tímarit hjúkrunarfræðinga sem er opið öllum á veraldarvefnum á heimasíðu Félags íslenska hjúkrunarfræðinga, bók Kristínar Björnsdóttur Líkami og sál sem gerir grein fyrir þróun hjúkrunarfræðinnar á Íslandi og bók Margrétar Guðmundsdóttur Saga hjúkrunar á Íslandi á 20. öld sem er hvoru tveggja falleg og fræðandi. Að lokum vil ég taka fram að pistlar þínir hafa jafnan vakið hjá mér ánægju og hlakka ég til að sjá þann næsta.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar