Erfðabreytt matvæli og kanadísku mæðurnar 25. október 2011 06:00 Í grein sem Fbl. birti 7. okt. sl. lagði ég áherslu á nauðsyn þess að merkja erfðabreytt matvæli. Ég vísaði í kanadíska rannsókn sem enn eina vísbendingu um að erfðabreytt matvæli kunni að valda fólki heilsutjóni. Þann 20. okt. svarar Jón Hallsson dósent grein minni, reynir að varpa rýrð á kanadísku rannsóknina og umfjöllun mína um hana, og sakar mig um „hræðsluáróður“. Jafnan má deila um orðalag í túlkun rannsókna en mig undrar að kjarni rannsóknarinnar skuli reynast háskólakennara svo léttvægur sem grein hans ber vott um. Kanadíska rannsóknin sem ég vísaði í fann Bt-eitur í blóði þungaðra kvenna og fóstra sem þær gengu með. Þótt rannsóknin sjálf kannaði ekki uppruna eitursins var niðurstaða þeirra sem gerðu hana sú að það hlyti að hafa borist úr erfðabreyttum matvælum. Konurnar sem þátt tóku í rannsókninni neyttu venjulegs kanadísks matar sem að drjúgum hluta inniheldur ómerkt erfðabreytt matvæli, ekki síst úr erfðabreyttum Bt-maís. Rannsóknin er einkar mikilvæg fyrir þá sök að þetta eitur fannst í blóðinu. Líftækniiðnaðurinn hefur lengi haldið því fram að erfðabreytt matvæli og fóður ógni ekki heilsu manna og búfjár þar sem meltingarkerfi spendýra sundri öllu DNA úr slíkum afurðum. Margar rannsóknir hafa afsannað þetta: DNA úr erfðabreyttum mat og fóðri eyðist ekki við meltingu og getur borist í meltingarörverur og þaðan í blóðið. Þetta hefur verið nefnt flöt genatilfærsla (horizontal gene transfer). Hafi Bt-eitrið í blóði kanadísku kvennanna borist úr erfðabreyttum matvælum – eins og höfundar rannsóknarinnar telja – er rannsóknin staðfesting þess að slík flöt genatilfærsla á sér stað í þeim sem neyta erfðabreyttra matvæla. Hið sama kom fram í rannsókn Newcastle háskóla (ritrýnd 2004) þar sem DNA úr erfðabreyttu soja fannst í meltingarörverum þriggja af sjö þátttakendum sem neyttu erfðabreyttrar sojamáltíðar. Jón Hallsson telur að ekki hafi verið sýnt fram á að Bt-eitur sem fannst í blóði kanadísku kvennanna sé skaðlegt spendýrum. Hann mætti gjarnan kynna sér þrjár rannsóknir sem Vazquez o.fl. gerðu um aldamótin og sýndu að náttúrulegt Bt-eitur framkallaði sterk ónæmisviðbrögð í músum sem aftur olli auknum ónæmisviðbrögðum músanna við öðrum efnum. Þetta gefur vísbendingar um að neysla erfðabreyttra matvæla sem innihalda Bt-eitur kunni að valda ofnæmisviðbrögðum og viðkvæmni gagnvart öðrum matvælum. Á undanförnum árum hafa a.m.k. 14 ritrýndar rannsóknir sýnt fram á að mörg helstu líffæri tilraunadýra – músa, rottna, kanína og hamstra – urðu fyrir alvarlegu tjóni eftir að þau voru fóðruð á erfðabreyttum afurðum, í nokkrum tilvikum Bt-maís. Áhrif á þróaðri spendýr hafa einnig verið könnuð. Rannsókn Trabalza-Marinucci o.fl. (2008) leiddi í ljós truflun á starfsemi meltingarkerfis í kindum sem fóðraðar voru á Bt-maís í þrjár kynslóðir og á starfsemi lifrar og briss í lömbum þeirra. Rannsókn Duggan o.fl. (2003) á sauðfé sýndi fram á að erfðabreytt DNA úr Bt-maís þoldi meltingarvökva og gat þrátt fyrir meltingu gert meltingarörverur ónæmar (superbugs) fyrir sýklalyfjum. Bt (Bacillus thuringiensis) er jarðvegsbaktería sem notuð er í landbúnaði til að eyða skordýrum. Reglur um lífræna ræktun heimila aðeins notkun náttúrulegra varnarefna og ef brýn nauðsyn ber til. Bt er því sjaldan notað í lífrænni ræktun en mikið í hefðbundnum landbúnaði og stundum ítrekað á sömu plönturnar. Bt sem úðað er á plöntur leysist upp með veðri og brotnar niður við sólarljós sem dregur úr magni eiturs sem eftir verður á uppskerunni. Eins og opinberlega er ráðlagt má hreinsa það af grænmeti og ávöxtum með vatni eða flysjun. Bt er hins vegar notað í erfðabreyttum plöntum með allt öðrum hætti. Maís er t.d. erfðabreytt þannig að Bt-eitrið er í plöntunni sjálfri; geni er splæst í maísplöntuna svo að eitrið er sífellt til staðar í allri plöntunni. Það tryggir að hvar og hvenær sem skordýr ráðast á plöntuna innbyrði þau eitrið og drepist. Þetta kann að gagnast bændum (þar til skordýrin mynda ónæmi fyrir eitrinu og breytast í ofurskordýr) en það er vandamál fyrir neytendur. Ef við neytum matvæla sem innihalda Bt-maís er óumflýjanlegt að við innbyrðum Bt-eitrið. Bt-maís er ræktaður í miklum mæli í N-Ameríku til vinnslu á vinsælum matvælum, s.s. morgunkorni (kornflexi), brauði, kexi, mjöli, mexíkönskum vörum (tortillas, tacochips), o.fl. Olíur úr Bt-maís er að finna í aragrúa matvæla, t.d. í tómat-, chili- og grillsósum. Meirihluti unninna bandarískra matvæla, þ.m.t. frystir réttir, tilbúnar pitsur o.fl., innihalda efni úr Bt-maís. Sömu matvælin og konurnar í kanadísku rannsókninni neyttu eru flutt inn til Íslands frá Bandaríkjunum og Kanada og er að finna í flestum íslenskum stórmörkuðum – án merkinga sem tilgreina að þau innihaldi erfðabreytt efni. Stöðugt bætist í safn vísindarannsókna sem gefa vísbendingar um heilsufarstjón sem neysla erfðabreyttra matvæla kann að valda. Stjórnvöldum þessa lands ber skylda til að vernda okkur gegn mögulegri heilsufarsáhættu með því að innleiða – án frekari tafa – reglugerð um merkingar erfðabreyttra matvæla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Í grein sem Fbl. birti 7. okt. sl. lagði ég áherslu á nauðsyn þess að merkja erfðabreytt matvæli. Ég vísaði í kanadíska rannsókn sem enn eina vísbendingu um að erfðabreytt matvæli kunni að valda fólki heilsutjóni. Þann 20. okt. svarar Jón Hallsson dósent grein minni, reynir að varpa rýrð á kanadísku rannsóknina og umfjöllun mína um hana, og sakar mig um „hræðsluáróður“. Jafnan má deila um orðalag í túlkun rannsókna en mig undrar að kjarni rannsóknarinnar skuli reynast háskólakennara svo léttvægur sem grein hans ber vott um. Kanadíska rannsóknin sem ég vísaði í fann Bt-eitur í blóði þungaðra kvenna og fóstra sem þær gengu með. Þótt rannsóknin sjálf kannaði ekki uppruna eitursins var niðurstaða þeirra sem gerðu hana sú að það hlyti að hafa borist úr erfðabreyttum matvælum. Konurnar sem þátt tóku í rannsókninni neyttu venjulegs kanadísks matar sem að drjúgum hluta inniheldur ómerkt erfðabreytt matvæli, ekki síst úr erfðabreyttum Bt-maís. Rannsóknin er einkar mikilvæg fyrir þá sök að þetta eitur fannst í blóðinu. Líftækniiðnaðurinn hefur lengi haldið því fram að erfðabreytt matvæli og fóður ógni ekki heilsu manna og búfjár þar sem meltingarkerfi spendýra sundri öllu DNA úr slíkum afurðum. Margar rannsóknir hafa afsannað þetta: DNA úr erfðabreyttum mat og fóðri eyðist ekki við meltingu og getur borist í meltingarörverur og þaðan í blóðið. Þetta hefur verið nefnt flöt genatilfærsla (horizontal gene transfer). Hafi Bt-eitrið í blóði kanadísku kvennanna borist úr erfðabreyttum matvælum – eins og höfundar rannsóknarinnar telja – er rannsóknin staðfesting þess að slík flöt genatilfærsla á sér stað í þeim sem neyta erfðabreyttra matvæla. Hið sama kom fram í rannsókn Newcastle háskóla (ritrýnd 2004) þar sem DNA úr erfðabreyttu soja fannst í meltingarörverum þriggja af sjö þátttakendum sem neyttu erfðabreyttrar sojamáltíðar. Jón Hallsson telur að ekki hafi verið sýnt fram á að Bt-eitur sem fannst í blóði kanadísku kvennanna sé skaðlegt spendýrum. Hann mætti gjarnan kynna sér þrjár rannsóknir sem Vazquez o.fl. gerðu um aldamótin og sýndu að náttúrulegt Bt-eitur framkallaði sterk ónæmisviðbrögð í músum sem aftur olli auknum ónæmisviðbrögðum músanna við öðrum efnum. Þetta gefur vísbendingar um að neysla erfðabreyttra matvæla sem innihalda Bt-eitur kunni að valda ofnæmisviðbrögðum og viðkvæmni gagnvart öðrum matvælum. Á undanförnum árum hafa a.m.k. 14 ritrýndar rannsóknir sýnt fram á að mörg helstu líffæri tilraunadýra – músa, rottna, kanína og hamstra – urðu fyrir alvarlegu tjóni eftir að þau voru fóðruð á erfðabreyttum afurðum, í nokkrum tilvikum Bt-maís. Áhrif á þróaðri spendýr hafa einnig verið könnuð. Rannsókn Trabalza-Marinucci o.fl. (2008) leiddi í ljós truflun á starfsemi meltingarkerfis í kindum sem fóðraðar voru á Bt-maís í þrjár kynslóðir og á starfsemi lifrar og briss í lömbum þeirra. Rannsókn Duggan o.fl. (2003) á sauðfé sýndi fram á að erfðabreytt DNA úr Bt-maís þoldi meltingarvökva og gat þrátt fyrir meltingu gert meltingarörverur ónæmar (superbugs) fyrir sýklalyfjum. Bt (Bacillus thuringiensis) er jarðvegsbaktería sem notuð er í landbúnaði til að eyða skordýrum. Reglur um lífræna ræktun heimila aðeins notkun náttúrulegra varnarefna og ef brýn nauðsyn ber til. Bt er því sjaldan notað í lífrænni ræktun en mikið í hefðbundnum landbúnaði og stundum ítrekað á sömu plönturnar. Bt sem úðað er á plöntur leysist upp með veðri og brotnar niður við sólarljós sem dregur úr magni eiturs sem eftir verður á uppskerunni. Eins og opinberlega er ráðlagt má hreinsa það af grænmeti og ávöxtum með vatni eða flysjun. Bt er hins vegar notað í erfðabreyttum plöntum með allt öðrum hætti. Maís er t.d. erfðabreytt þannig að Bt-eitrið er í plöntunni sjálfri; geni er splæst í maísplöntuna svo að eitrið er sífellt til staðar í allri plöntunni. Það tryggir að hvar og hvenær sem skordýr ráðast á plöntuna innbyrði þau eitrið og drepist. Þetta kann að gagnast bændum (þar til skordýrin mynda ónæmi fyrir eitrinu og breytast í ofurskordýr) en það er vandamál fyrir neytendur. Ef við neytum matvæla sem innihalda Bt-maís er óumflýjanlegt að við innbyrðum Bt-eitrið. Bt-maís er ræktaður í miklum mæli í N-Ameríku til vinnslu á vinsælum matvælum, s.s. morgunkorni (kornflexi), brauði, kexi, mjöli, mexíkönskum vörum (tortillas, tacochips), o.fl. Olíur úr Bt-maís er að finna í aragrúa matvæla, t.d. í tómat-, chili- og grillsósum. Meirihluti unninna bandarískra matvæla, þ.m.t. frystir réttir, tilbúnar pitsur o.fl., innihalda efni úr Bt-maís. Sömu matvælin og konurnar í kanadísku rannsókninni neyttu eru flutt inn til Íslands frá Bandaríkjunum og Kanada og er að finna í flestum íslenskum stórmörkuðum – án merkinga sem tilgreina að þau innihaldi erfðabreytt efni. Stöðugt bætist í safn vísindarannsókna sem gefa vísbendingar um heilsufarstjón sem neysla erfðabreyttra matvæla kann að valda. Stjórnvöldum þessa lands ber skylda til að vernda okkur gegn mögulegri heilsufarsáhættu með því að innleiða – án frekari tafa – reglugerð um merkingar erfðabreyttra matvæla.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar