Plan B: Amma borgar Kristinn H. Gunnarsson skrifar 21. október 2011 17:00 Ritari Framsóknarflokksins heldur því fram í aðsendri grein í Fréttablaðinu að verðtryggingu hafi verið komið á til þess að steypa fólki í skuldir með hjálp verðtryggingarinnar. Þarna er staðreyndum snúið á haus. Verðtryggingu var komið á til þess að koma í veg fyrir að skuldarar, meðal annars þeir sem reistu sér hurðarás um öxl, gætu fyrir tilstilli verðbólgunnar komið sér undan því að greiða skuldina. Fyrir daga verðtryggingarinnar var reikningurinn sendur til gamla fólksins, til ömmu, sem þá eins og nú, átti peningana sem bankarnir voru að lána. Undir forystu formanns Framsóknarflokksins, Ólafs Jóhannessonar, var verðtrygging lögfest árið 1979, enda var allur sparnaður, undirstaða lánsviðskipta, að hrynja í landinu. Verðtryggingin býr ekki til neinar skuldir, en tryggir að lántakandinn endurgreiði þau verðmæti sem hann fékk að láni. Það er hægt að lána fé án verðtryggingar, en skuldararnir greiða alltaf svipaða upphæð að lokum, vextirnir heita bara öðrum nöfnum. Þess vegna munu óverðtryggð kjör ekki lækka skuld eða vaxtakostnað. Það er blekking sem haldið er að fólki um þessar mundir að óverðtryggð kjör þýði kjarabót fyrir skuldara. Hið gagnstæða er líklegra, vextir hafa hingað til verið hærri af óverðtryggðum lánum. Frá janúar 2000 til 2008 hækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 169%, en verðtrygging skulda var á sama tíma aðeins 45%, aðeins fjórðungur af eignahækkuninni. Frá janúar 2008 hefur dæmið snúist við, fasteignir hafa lækkað um 10% en verðbólgan hefur verið 35%. Engu að síður er hækkun eigna yfir allt tímabilið 142% og verðbólgan 96%. Skuldirnar þyrftu að hækka til þess að haldast í hendur við verðhækkun eignanna. Hver er vandinn við verðtryggingu lánsfjár? Það fer hins vegar ekki á milli mála að Eygló Harðardóttir boðar að afnám verðtryggingar eigi að lækka skuldir. Það verður þá einhver að borga reikninginn. Þar horfir ritari Framsóknarflokksins til sparifjáreigenda og eigenda lífeyrisréttinda. Reikningurinn verður ekki sendur þeim sem högnuðust á gífurlegri verðhækkun fasteigna heldur til ömmu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ritari Framsóknarflokksins heldur því fram í aðsendri grein í Fréttablaðinu að verðtryggingu hafi verið komið á til þess að steypa fólki í skuldir með hjálp verðtryggingarinnar. Þarna er staðreyndum snúið á haus. Verðtryggingu var komið á til þess að koma í veg fyrir að skuldarar, meðal annars þeir sem reistu sér hurðarás um öxl, gætu fyrir tilstilli verðbólgunnar komið sér undan því að greiða skuldina. Fyrir daga verðtryggingarinnar var reikningurinn sendur til gamla fólksins, til ömmu, sem þá eins og nú, átti peningana sem bankarnir voru að lána. Undir forystu formanns Framsóknarflokksins, Ólafs Jóhannessonar, var verðtrygging lögfest árið 1979, enda var allur sparnaður, undirstaða lánsviðskipta, að hrynja í landinu. Verðtryggingin býr ekki til neinar skuldir, en tryggir að lántakandinn endurgreiði þau verðmæti sem hann fékk að láni. Það er hægt að lána fé án verðtryggingar, en skuldararnir greiða alltaf svipaða upphæð að lokum, vextirnir heita bara öðrum nöfnum. Þess vegna munu óverðtryggð kjör ekki lækka skuld eða vaxtakostnað. Það er blekking sem haldið er að fólki um þessar mundir að óverðtryggð kjör þýði kjarabót fyrir skuldara. Hið gagnstæða er líklegra, vextir hafa hingað til verið hærri af óverðtryggðum lánum. Frá janúar 2000 til 2008 hækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 169%, en verðtrygging skulda var á sama tíma aðeins 45%, aðeins fjórðungur af eignahækkuninni. Frá janúar 2008 hefur dæmið snúist við, fasteignir hafa lækkað um 10% en verðbólgan hefur verið 35%. Engu að síður er hækkun eigna yfir allt tímabilið 142% og verðbólgan 96%. Skuldirnar þyrftu að hækka til þess að haldast í hendur við verðhækkun eignanna. Hver er vandinn við verðtryggingu lánsfjár? Það fer hins vegar ekki á milli mála að Eygló Harðardóttir boðar að afnám verðtryggingar eigi að lækka skuldir. Það verður þá einhver að borga reikninginn. Þar horfir ritari Framsóknarflokksins til sparifjáreigenda og eigenda lífeyrisréttinda. Reikningurinn verður ekki sendur þeim sem högnuðust á gífurlegri verðhækkun fasteigna heldur til ömmu.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun