Einstök Íslandsveisla í Frankfurt Össur Skarphéðinsson skrifar 15. október 2011 09:00 Ísland er í heiðursæti á Bókamessunni í Frankfurt. Það er óhætt að segja að íslenska framlagið hefur slegið rækilega í gegn. Íslenski skálinn, sem er mjög víðfeðmur, er rofinn af stórum þverveggjum og upp á þá er varpað lifandi myndum af fólki sem situr og les. Þessi aðferð er í senn hrífandi og róandi. Kryddið við myndir af lesandi fólki er gamlar hálfrökkvaðar íslenskar stofur með fjölskylduljósmyndum uppi á vegg, gömlum sófum þar sem gestir sitja og horfa á lesturinn, og bókaveggjum. Kirsuberið á ísinn er hugmynd sem er fullkomlega andstæð lifandi lesurum á veggskjáum. Það er ferningslaga skáli þar sem íslenskt landslag rennur með nýrri tækni um útveggi, flæðir niður innveggina og steypist eins og lifandi myndaflóð öfugu megin við þyngdaraflið um skálaloftið. Áhorfandinn þarf að gæta þess að missa ekki jafnvægið því upplifunin er eins og að fljúga á sýndarþotu gegnum landslag jökla, ólgu stórfljóta, brims og mannlífs. Bókmenningin og náttúruarfleifðin takast á og búa til gerjun og skapandi kraft í þeim sem horfir, og leiðir fram í skilningarvit þeirra með göldróttum hætti tvo frumkrafta sem hafa gegnum aldirnar mótað okkur sameiginlega: Tröllaukna hamfaranáttúru og sköpun í skriftum. "Einstök og brilljant” hönnunÍ þýskum stórblöðum er skrifað á forsíðum, að hugmyndin að baki skálanum sé einstök og brilljant. Ein forsíðan sló því upp að hugmyndin sem íslenski skálinn byggir á væri sú besta sem nokkurt gestaland í heiðurssæti hefði lagt fram. Önnur sagði að hönnun skálans væri sú einfaldasta og tærasta sem sést hefði á bókamessunni í áratugi. Sýningin er gríðarlegt framlag til að kynna það jákvæðasta í fari Íslands – með bókmenningu sem dráttarklár. Það hefur tekist með slíkum fádæmum að þessa dagana er íslenska menningin á öllum forsíðum, innblöðin full af viðtölum við rithöfunda og listamenn, og vefmiðlar litaðir að sama skapi. Mörg hundruð viðtöl hafa birst við rithöfunda og forsvarsmenn Sagenhaftes Islands, sem þýða má sem frábæra sagnalandið. Tugir annarra listviðburða sem dreifast um lengri tíma og sáldrast um allt Þýskaland tengjast líka þessari útrás íslenskrar menningar. Umfjöllunin mun halda áfram lengi á eftir. Þau sem hafa haldið kyndlinum lifandi eiga mikið hrós skilið fyrir þrautseigjuna við að halda heiðurssæti Íslands á lífi gegnum bankahrunið. Harðsnúið og samstætt liðStærðin á íslenska framlaginu speglast best í þeirri staðreynd að í tengslum við messuna eru gefnar út yfir 200 þýðingar á íslenskum bókum eða bókum um Ísland. Utanríkisráðherra er meðal verndara sýningarinnar, óformlega að minnsta kosti, og ég hef síðustu daga verið viðstaddur tugi atburða, sem renna lipurt frá morgni til kvölds, þar sem íslenskar bækur og höfundar eru kynntir. Allt gengur snurðulaust undir vökulu auga Halldórs Guðmundssonar bókmenntafræðings, sem er framkvæmdastjóri Íslands á messunni. Hann hefur með sér harðsnúið og samstætt lið, miklu fámennara en fyrri stórþjóðir sem nutu sama heiðurssess og við á þessari messu, en nýtur vissulega liðsauka úr sendiráði okkar í Þýskalandi. Ekki má heldur gleyma framlagi þeirra sem bjuggu til hollvinabandalag um Ísland. Hollvinabandalagið og Halldór eiga sérstakt lof skilið fyrir dæmafáa hörku í peningaslætti úr einkageiranum hér í Þýskalandi. Hann reiddi af höndum ríflega 130 milljónir ofan á framlag ríkisstjórnarinnar. Þeir sem halda að Ísland eigi ekki vini í Evrópu þekkja ekki þel hinna þýsku. Þeim þykir undurvænt um Ísland, og gleðjast einlæglega yfir velgengni okkar á bókamessunni, og ekki síður hinu, að við urðum ekki hungurmorða á myrkum miðöldum. Stökkbretti inn á ný málsvæðiÞýska málsvæðið nær yfir hundrað milljón manns. Þar eru flestar bækur keyptar á haus utan Íslands, og Þjóðverjar eru menningar- og listaþjóð fram í þýska fingurgóma. Akurinn sem þarna er plægður fyrir Ísland er því frjór fyrirfram. Þegar áburður og önnur virkt í formi íslenskra rithöfunda og bóka er í hann borinn þá spretta grös. Það er því engin furða að kaup á íslenskum bókum í Þýskalandi slá nú öll met. Og af því ég er nú líka útflutningsráðherra gleður það mig mjög að kaup á samningsréttum á efni sem tengist íslensku bókunum rýkur út, enda er helmingur alls slíks sem selt er út úr Íslandi keyptur til Þýskalands. Þá er sagan ekki öll. Bókamessan í Frankfurt er líka stökkbretti út í annan heim handan Atlantsála. Ég var þannig fenginn til að opna sérstakan hátíðafund með Amazon Crossing, sprota af Amazon-netforlaginu sem við þekkjum öll. Þar tilkynnti fyrirtækið að það hefði ákveðið tíu íslenskar bækur til að þýða á ensku og selja um öfluga farvegi netforlagsins. Ísland á eftir að njóta þessa stórmerkilega framtaks um áraraðir í formi meiri vildar gagnvart íslenskum vörum, landinu, þjóðinni, auk þess sem bókamessan mun hrinda af stað nýrri innrás þýskra túrista til guðsvorslands. Þessum bókmenntalega trumbuslætti undir Íslandslagi verður svo framhaldið með því að Reykjavík er nú orðin bókmenningarborg Unesco, og var kynnt hér í morgun með pompi og prakt af Jóni Gnarr og hans liði. Fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands færir utanríkisráðuneytið þeim öllum þakkarkoss sem hönd lögðu að verki, fólkinu sem nefnt er hér að ofan, og öllum hinum líka. Slík Íslandsveisla hefur aldrei fyrr verið haldin. Svo var hún líka hressilega styrkt af Evrópusambandinu án þess að nokkur nefndi aðlögun. Bestu þakkir fyrir góða menningarveislu. Skrifað í Frankfurt 14. október. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ísland er í heiðursæti á Bókamessunni í Frankfurt. Það er óhætt að segja að íslenska framlagið hefur slegið rækilega í gegn. Íslenski skálinn, sem er mjög víðfeðmur, er rofinn af stórum þverveggjum og upp á þá er varpað lifandi myndum af fólki sem situr og les. Þessi aðferð er í senn hrífandi og róandi. Kryddið við myndir af lesandi fólki er gamlar hálfrökkvaðar íslenskar stofur með fjölskylduljósmyndum uppi á vegg, gömlum sófum þar sem gestir sitja og horfa á lesturinn, og bókaveggjum. Kirsuberið á ísinn er hugmynd sem er fullkomlega andstæð lifandi lesurum á veggskjáum. Það er ferningslaga skáli þar sem íslenskt landslag rennur með nýrri tækni um útveggi, flæðir niður innveggina og steypist eins og lifandi myndaflóð öfugu megin við þyngdaraflið um skálaloftið. Áhorfandinn þarf að gæta þess að missa ekki jafnvægið því upplifunin er eins og að fljúga á sýndarþotu gegnum landslag jökla, ólgu stórfljóta, brims og mannlífs. Bókmenningin og náttúruarfleifðin takast á og búa til gerjun og skapandi kraft í þeim sem horfir, og leiðir fram í skilningarvit þeirra með göldróttum hætti tvo frumkrafta sem hafa gegnum aldirnar mótað okkur sameiginlega: Tröllaukna hamfaranáttúru og sköpun í skriftum. "Einstök og brilljant” hönnunÍ þýskum stórblöðum er skrifað á forsíðum, að hugmyndin að baki skálanum sé einstök og brilljant. Ein forsíðan sló því upp að hugmyndin sem íslenski skálinn byggir á væri sú besta sem nokkurt gestaland í heiðurssæti hefði lagt fram. Önnur sagði að hönnun skálans væri sú einfaldasta og tærasta sem sést hefði á bókamessunni í áratugi. Sýningin er gríðarlegt framlag til að kynna það jákvæðasta í fari Íslands – með bókmenningu sem dráttarklár. Það hefur tekist með slíkum fádæmum að þessa dagana er íslenska menningin á öllum forsíðum, innblöðin full af viðtölum við rithöfunda og listamenn, og vefmiðlar litaðir að sama skapi. Mörg hundruð viðtöl hafa birst við rithöfunda og forsvarsmenn Sagenhaftes Islands, sem þýða má sem frábæra sagnalandið. Tugir annarra listviðburða sem dreifast um lengri tíma og sáldrast um allt Þýskaland tengjast líka þessari útrás íslenskrar menningar. Umfjöllunin mun halda áfram lengi á eftir. Þau sem hafa haldið kyndlinum lifandi eiga mikið hrós skilið fyrir þrautseigjuna við að halda heiðurssæti Íslands á lífi gegnum bankahrunið. Harðsnúið og samstætt liðStærðin á íslenska framlaginu speglast best í þeirri staðreynd að í tengslum við messuna eru gefnar út yfir 200 þýðingar á íslenskum bókum eða bókum um Ísland. Utanríkisráðherra er meðal verndara sýningarinnar, óformlega að minnsta kosti, og ég hef síðustu daga verið viðstaddur tugi atburða, sem renna lipurt frá morgni til kvölds, þar sem íslenskar bækur og höfundar eru kynntir. Allt gengur snurðulaust undir vökulu auga Halldórs Guðmundssonar bókmenntafræðings, sem er framkvæmdastjóri Íslands á messunni. Hann hefur með sér harðsnúið og samstætt lið, miklu fámennara en fyrri stórþjóðir sem nutu sama heiðurssess og við á þessari messu, en nýtur vissulega liðsauka úr sendiráði okkar í Þýskalandi. Ekki má heldur gleyma framlagi þeirra sem bjuggu til hollvinabandalag um Ísland. Hollvinabandalagið og Halldór eiga sérstakt lof skilið fyrir dæmafáa hörku í peningaslætti úr einkageiranum hér í Þýskalandi. Hann reiddi af höndum ríflega 130 milljónir ofan á framlag ríkisstjórnarinnar. Þeir sem halda að Ísland eigi ekki vini í Evrópu þekkja ekki þel hinna þýsku. Þeim þykir undurvænt um Ísland, og gleðjast einlæglega yfir velgengni okkar á bókamessunni, og ekki síður hinu, að við urðum ekki hungurmorða á myrkum miðöldum. Stökkbretti inn á ný málsvæðiÞýska málsvæðið nær yfir hundrað milljón manns. Þar eru flestar bækur keyptar á haus utan Íslands, og Þjóðverjar eru menningar- og listaþjóð fram í þýska fingurgóma. Akurinn sem þarna er plægður fyrir Ísland er því frjór fyrirfram. Þegar áburður og önnur virkt í formi íslenskra rithöfunda og bóka er í hann borinn þá spretta grös. Það er því engin furða að kaup á íslenskum bókum í Þýskalandi slá nú öll met. Og af því ég er nú líka útflutningsráðherra gleður það mig mjög að kaup á samningsréttum á efni sem tengist íslensku bókunum rýkur út, enda er helmingur alls slíks sem selt er út úr Íslandi keyptur til Þýskalands. Þá er sagan ekki öll. Bókamessan í Frankfurt er líka stökkbretti út í annan heim handan Atlantsála. Ég var þannig fenginn til að opna sérstakan hátíðafund með Amazon Crossing, sprota af Amazon-netforlaginu sem við þekkjum öll. Þar tilkynnti fyrirtækið að það hefði ákveðið tíu íslenskar bækur til að þýða á ensku og selja um öfluga farvegi netforlagsins. Ísland á eftir að njóta þessa stórmerkilega framtaks um áraraðir í formi meiri vildar gagnvart íslenskum vörum, landinu, þjóðinni, auk þess sem bókamessan mun hrinda af stað nýrri innrás þýskra túrista til guðsvorslands. Þessum bókmenntalega trumbuslætti undir Íslandslagi verður svo framhaldið með því að Reykjavík er nú orðin bókmenningarborg Unesco, og var kynnt hér í morgun með pompi og prakt af Jóni Gnarr og hans liði. Fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands færir utanríkisráðuneytið þeim öllum þakkarkoss sem hönd lögðu að verki, fólkinu sem nefnt er hér að ofan, og öllum hinum líka. Slík Íslandsveisla hefur aldrei fyrr verið haldin. Svo var hún líka hressilega styrkt af Evrópusambandinu án þess að nokkur nefndi aðlögun. Bestu þakkir fyrir góða menningarveislu. Skrifað í Frankfurt 14. október.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun