Forsendur meirihluta sveitarstjórnar Voga út úr korti 13. október 2011 06:00 Núverandi meirihluti sveitarstjórnar Voga hefur byggt afstöðu sína um að háspennulínur þær sem Landsnet hyggst reisa skuli leggja í jörð að stórum hluta á greinargerð Almennu verkfræðistofunnar (AV) sem gerð var í mars 2008, eins og meðal annars kemur fram í frétt RÚV í kvöldfréttum sjónvarps, 11. október sl. Landsnet mótmælti strax á þeim tíma forsendum sem lagðar voru til grundvallar landverði í skýrslu AV og hvernig það var nýtt með margföldunaráhrifum til að lækka kostnaðarmun á milli háspennulína í lofti annars vegar og hins vegar háspenntra jarðstrengja. Hinn 17. október 2008 gerði sveitarfélagið Vogar tímamótasamkomulag við Landsnet um skipulagsmál er vörðuðu háspennulínur Landsnets í sveitarfélaginu. Við gerð þess samkomulags voru aðilar sammála um að ekki kæmi til greina að leggja til grundvallar þær forsendur sem AV gaf sér í sinni greinargerð. Greinargerð AV var gerð á þeim tíma þegar verðbóla fasteigna á suðvesturhorni landsins var í hámarki og hefur hún ekki verið endurskoðuð eftir efnahagslegt hrun í október 2008 sem hafði afgerandi áhrif á fasteignaverð til lækkunar. Þegar af þessari ástæðu er greinargerðin marklaus þegar kemur að samanburði á kostnaði framkvæmda við háspennulínur eða jarðstrengi. Hitt er þó alvarlegra að sú aðferðafræði sem byggt er á í greinargerðinni stenst ekki skoðun og hefur aldrei gert. Í greinargerð AV er farið yfir nokkrar forsendur Landsnets um fyrirhugaðar háspennulínur í landi Voga. Fram kemur að talið sé að stofnkostnaður jarðstrengja sé almennt verulega meiri en loftlína, eða um 2- til 9-falt meiri miðað við sömu rekstarspennu á bilinu 145-400 kV. Í niðurlagi greinargerðarinnar kemur fram að kostnaðarsamanburður AV á jarðstreng og loftlínu sé í stórum dráttum svipaður og fram kemur hjá Landsneti, að öðru leyti en því að landverð sé ekki tekið með í reikninginn hjá Landsneti. Þetta er ósönn fullyrðing og var leiðréttingu þegar komið á framfæri við AV vorið 2008. Við undirbúning framkvæmda sinna leggur Landsnet ríka áherslu á að meta aðstæður allar, þ.m.t. það verð sem áætla má að sé markaðsverð á framkvæmdasvæðinu. Hér er farið eftir hefðbundnum eignarréttarreglum en um framkvæmdir Landsnets hafa skapast fordæmi með úrskurðum matsnefndar eignarnámsbóta og dómum Hæstaréttar um afmörkun áhrifa af framkvæmdunum og bætur til landeigenda. Á síðastliðnum árum hefur Landsnet lokið við framkvæmdir við Sultartangalínu 3 (sem er 125 km að lengd) og Fljótsdalslínur 3 og 4 (sem eru hvor um sig 52 km að lengd), sem vörðuðu samtals meira en 50 jarðir og rúmlega 10 sveitarfélög. Lauk öllum málum nema þremur með samningum við landeigendur en af þeim þremur sem lauk með úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta var einu skotið til Hæstaréttar, þar sem dómur féll Landsneti í vil. Nær hefði verið að AV hefði stuðst við þessa aðferðafræði við ákvörðun á landverði. Í stað þess að miða við sambærilegar forsendur um landverð í sveitarfélaginu Vogum og Landsnet gerir ráð fyrir í sínum áætlunum er í forsendum AV landverð miðað við 500 kr./fm sem upphafsverð (á árinu 2009) eða 5 m. kr. fyrir hvern hektara lands. Í forsendunum er einnig gert ráð að landverð u.þ.b. tólffaldist á 40 árum, m.a. er gert ráð fyrir 30% hækkun landverðs fyrsta árið og svo fer hlutfallið lækkandi þannig að verðhækkunin er mjög brött í upphafi, eða sem svarar 150% hækkun landverðs á fimm árum. Að gefnum þessum forsendum og fleirum er fundið út að núvirtur heildarkostnaður af loftlínu (verðlag 2008) sé rúmlega 174 m. kr. samanborið við tæplega 247 m. kr. fyrir 1 km af jarðstreng. Þannig er fundið út að kostnaðarhlutfallið sé 1,4 í stað 5-7 sinnum meiri eins og Landsnet hefur bent á. Hvergi hefur hins vegar komið fram að í skýrslu AV er gerður sá fyrirvari að tölur um landverð byggi ekki á raunverulegu mati og undirstrikuð er mikil óvissa varðandi þróun þess til lengri tíma. Niðurstaða AV felur ekki í sér annað sjónarmið í raun en að hlutfall kostnaðar milli framkvæmda við háspennulínu og jarðstreng minnkar eftir því sem landverð er hærra. Það þarf þó að vera mjög hátt ef kostnaðarmunur nemur aðeins 1,4 og auðvelt er að misskilja málið. Þannig fellur fréttastofa RÚV í þá gildru í framangreindri frétt sinni að taka framkvæmdakostnað við Suðvesturlínuverkefnið, 27 milljarða króna, og margfalda þá tölu með stuðlinum 1,4 og þá fást 38 milljarðar króna. Þetta er hins vegar ekki rétt. Háspennulínur eru einungis hluti heildarkostnaðar verkefnisins, og aðeins sá þáttur er til umræðu hér. Ef áætlanir Landsnets myndu ganga eftir yrði kostnaðurinn um 27 milljarðar, ef Landsnet legði hins vegar línurnar í jörðu yrði þessi kostnaður um 73 milljarðar, en ef tekið væri mið af mati AV á landverði myndi verkefnið eins og Landsnet setur það upp með loftlínum kosta um 55 milljarða. Miðað við grunnforsendur AV um verðmæti lands á línuleiðinni væri heildarverðmæti 126 ha. jarðar í Vogum alls rúmlega 630 m. króna. Á tímabilinu 2009-2013 eykst verðmæti jarðarinnar miðað við forsendur AV um alls tæpar 756 m. króna og verður verðmæti hennar eftir tvö ár því alls rúmlega 1,3 milljarðar króna. Þess má geta að jörð þessi hefur nú verið auglýst til sölu í tæpt ár án þess að seljast. Ásett verð er 45 milljónir króna. Þá hefur Orkuveita Reykjavíkur nýverið selt jarðirnar Hvamm og Hvammsvík í Hvalfirði á 155 m. kr. Um 600 ha. lands er að ræða með góðum húsakosti en án jarðhitaréttinda og er söluverð um 260.000 kr. per ha. Landsnet býður landeigendum í sveitarfélaginu Vogum hærra verð fyrir landsréttindi vegna háspennulínunnar og hefur þegar náð samkomulagi við bæði sveitarfélag og einstaklinga á svæðinu. Það verð er þó mjög langt frá 5 m. kr. á hektara. Lokaniðurstaðan er þessi: Landsnet mun ekki taka ákvörðun um að leggja línurnar í jörðu nema Alþingi móti slíka stefnu. Lengri útgáfu þessarar greinar má lesa á landsnet.is og sudvesturlinur.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Núverandi meirihluti sveitarstjórnar Voga hefur byggt afstöðu sína um að háspennulínur þær sem Landsnet hyggst reisa skuli leggja í jörð að stórum hluta á greinargerð Almennu verkfræðistofunnar (AV) sem gerð var í mars 2008, eins og meðal annars kemur fram í frétt RÚV í kvöldfréttum sjónvarps, 11. október sl. Landsnet mótmælti strax á þeim tíma forsendum sem lagðar voru til grundvallar landverði í skýrslu AV og hvernig það var nýtt með margföldunaráhrifum til að lækka kostnaðarmun á milli háspennulína í lofti annars vegar og hins vegar háspenntra jarðstrengja. Hinn 17. október 2008 gerði sveitarfélagið Vogar tímamótasamkomulag við Landsnet um skipulagsmál er vörðuðu háspennulínur Landsnets í sveitarfélaginu. Við gerð þess samkomulags voru aðilar sammála um að ekki kæmi til greina að leggja til grundvallar þær forsendur sem AV gaf sér í sinni greinargerð. Greinargerð AV var gerð á þeim tíma þegar verðbóla fasteigna á suðvesturhorni landsins var í hámarki og hefur hún ekki verið endurskoðuð eftir efnahagslegt hrun í október 2008 sem hafði afgerandi áhrif á fasteignaverð til lækkunar. Þegar af þessari ástæðu er greinargerðin marklaus þegar kemur að samanburði á kostnaði framkvæmda við háspennulínur eða jarðstrengi. Hitt er þó alvarlegra að sú aðferðafræði sem byggt er á í greinargerðinni stenst ekki skoðun og hefur aldrei gert. Í greinargerð AV er farið yfir nokkrar forsendur Landsnets um fyrirhugaðar háspennulínur í landi Voga. Fram kemur að talið sé að stofnkostnaður jarðstrengja sé almennt verulega meiri en loftlína, eða um 2- til 9-falt meiri miðað við sömu rekstarspennu á bilinu 145-400 kV. Í niðurlagi greinargerðarinnar kemur fram að kostnaðarsamanburður AV á jarðstreng og loftlínu sé í stórum dráttum svipaður og fram kemur hjá Landsneti, að öðru leyti en því að landverð sé ekki tekið með í reikninginn hjá Landsneti. Þetta er ósönn fullyrðing og var leiðréttingu þegar komið á framfæri við AV vorið 2008. Við undirbúning framkvæmda sinna leggur Landsnet ríka áherslu á að meta aðstæður allar, þ.m.t. það verð sem áætla má að sé markaðsverð á framkvæmdasvæðinu. Hér er farið eftir hefðbundnum eignarréttarreglum en um framkvæmdir Landsnets hafa skapast fordæmi með úrskurðum matsnefndar eignarnámsbóta og dómum Hæstaréttar um afmörkun áhrifa af framkvæmdunum og bætur til landeigenda. Á síðastliðnum árum hefur Landsnet lokið við framkvæmdir við Sultartangalínu 3 (sem er 125 km að lengd) og Fljótsdalslínur 3 og 4 (sem eru hvor um sig 52 km að lengd), sem vörðuðu samtals meira en 50 jarðir og rúmlega 10 sveitarfélög. Lauk öllum málum nema þremur með samningum við landeigendur en af þeim þremur sem lauk með úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta var einu skotið til Hæstaréttar, þar sem dómur féll Landsneti í vil. Nær hefði verið að AV hefði stuðst við þessa aðferðafræði við ákvörðun á landverði. Í stað þess að miða við sambærilegar forsendur um landverð í sveitarfélaginu Vogum og Landsnet gerir ráð fyrir í sínum áætlunum er í forsendum AV landverð miðað við 500 kr./fm sem upphafsverð (á árinu 2009) eða 5 m. kr. fyrir hvern hektara lands. Í forsendunum er einnig gert ráð að landverð u.þ.b. tólffaldist á 40 árum, m.a. er gert ráð fyrir 30% hækkun landverðs fyrsta árið og svo fer hlutfallið lækkandi þannig að verðhækkunin er mjög brött í upphafi, eða sem svarar 150% hækkun landverðs á fimm árum. Að gefnum þessum forsendum og fleirum er fundið út að núvirtur heildarkostnaður af loftlínu (verðlag 2008) sé rúmlega 174 m. kr. samanborið við tæplega 247 m. kr. fyrir 1 km af jarðstreng. Þannig er fundið út að kostnaðarhlutfallið sé 1,4 í stað 5-7 sinnum meiri eins og Landsnet hefur bent á. Hvergi hefur hins vegar komið fram að í skýrslu AV er gerður sá fyrirvari að tölur um landverð byggi ekki á raunverulegu mati og undirstrikuð er mikil óvissa varðandi þróun þess til lengri tíma. Niðurstaða AV felur ekki í sér annað sjónarmið í raun en að hlutfall kostnaðar milli framkvæmda við háspennulínu og jarðstreng minnkar eftir því sem landverð er hærra. Það þarf þó að vera mjög hátt ef kostnaðarmunur nemur aðeins 1,4 og auðvelt er að misskilja málið. Þannig fellur fréttastofa RÚV í þá gildru í framangreindri frétt sinni að taka framkvæmdakostnað við Suðvesturlínuverkefnið, 27 milljarða króna, og margfalda þá tölu með stuðlinum 1,4 og þá fást 38 milljarðar króna. Þetta er hins vegar ekki rétt. Háspennulínur eru einungis hluti heildarkostnaðar verkefnisins, og aðeins sá þáttur er til umræðu hér. Ef áætlanir Landsnets myndu ganga eftir yrði kostnaðurinn um 27 milljarðar, ef Landsnet legði hins vegar línurnar í jörðu yrði þessi kostnaður um 73 milljarðar, en ef tekið væri mið af mati AV á landverði myndi verkefnið eins og Landsnet setur það upp með loftlínum kosta um 55 milljarða. Miðað við grunnforsendur AV um verðmæti lands á línuleiðinni væri heildarverðmæti 126 ha. jarðar í Vogum alls rúmlega 630 m. króna. Á tímabilinu 2009-2013 eykst verðmæti jarðarinnar miðað við forsendur AV um alls tæpar 756 m. króna og verður verðmæti hennar eftir tvö ár því alls rúmlega 1,3 milljarðar króna. Þess má geta að jörð þessi hefur nú verið auglýst til sölu í tæpt ár án þess að seljast. Ásett verð er 45 milljónir króna. Þá hefur Orkuveita Reykjavíkur nýverið selt jarðirnar Hvamm og Hvammsvík í Hvalfirði á 155 m. kr. Um 600 ha. lands er að ræða með góðum húsakosti en án jarðhitaréttinda og er söluverð um 260.000 kr. per ha. Landsnet býður landeigendum í sveitarfélaginu Vogum hærra verð fyrir landsréttindi vegna háspennulínunnar og hefur þegar náð samkomulagi við bæði sveitarfélag og einstaklinga á svæðinu. Það verð er þó mjög langt frá 5 m. kr. á hektara. Lokaniðurstaðan er þessi: Landsnet mun ekki taka ákvörðun um að leggja línurnar í jörðu nema Alþingi móti slíka stefnu. Lengri útgáfu þessarar greinar má lesa á landsnet.is og sudvesturlinur.is.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar