Ísland verði grænt hagkerfi í fremstu röð Skúli Helgason skrifar 13. október 2011 06:00 Ísland getur skipað sér í fremstu röð á alþjóðavettvangi, sem grænt hagkerfi, með áherslu á hreina náttúru, sjálfbæran orkubúskap, nýsköpun og menntun til sjálfbærni. Þetta er framtíðarsýn þverpólitískrar nefndar með aðild allra þingflokka á Alþingi sem nú hefur skilað niðurstöðum sínum um eflingu græna hagkerfisins á Íslandi eftir tólf mánaða starf. Í skýrslunni kynnir nefndin stefnumið sem liggja til grundvallar 48 tillögum um aðgerðir til að örva þróun í átt til græns hagkerfis á Íslandi. Hvers vegna grænt hagkerfi?Um 20% mannkyns taka til sín 80% af orku og auðæfum heims og losa lungann af þeim gróðurhúsalofttegundum sem leystar eru í andrúmsloftið af mannavöldum. Ef allir jarðarbúar leyfðu sér orkueyðslu Vesturlandabúa, að óbreyttu tæknistigi, væri framtíð mannkyns stefnt í voða. Það er stærsta og líklega mikilvægasta verkefni mannkyns á þessari öld að móta efnahags- og atvinnustefnu sem dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda og nýtir orku á sjálfbæran hátt. Fjöldi þjóðríkja og alþjóðastofnana á borð við Sameinuðu þjóðirnar, Evrópusambandið, Norðurlandaráð og OECD líta á það sem forgangsverkefni að skilgreina grænt hagkerfi og varða veg sem dregur úr ágengni atvinnustarfsemi á vistkerfið. Græn orka en mikil sóunVið Íslendingar höfum lengi státað af því að vera land hreinnar orku og áætlað hefur verið að um 80% allrar orku sem notuð er í landinu séu endurnýjanleg orka sem á upptök sín í virkjun vatnsafls eða jarðvarma. Íslendingar eru hér í sérflokki vestrænna þjóða, en til samanburðar má geta þess að Evrópusambandið hefur sett sér það mark að hlutdeild endurnýjanlegar orku verði orðin 20% árið 2020. Ef litið er til orkuneyslu blasir hins vegar við okkur önnur mynd, en nýleg rannsókn í Háskóla Íslands gefur til kynna að Íslendingar séu neyslufrekasta þjóð jarðar, skv. mælingu á svokölluðu vistspori. Þá gerir það íslenskt hagkerfi viðkvæmara fyrir ytri áföllum hve orkunýtingin er einhæf. Það segir sína sögu að ein atvinnugrein – áliðnaður – stóð undir 74% af raforkunotkun landsins árið 2009 en engin önnur atvinnugrein náði meira en 6% hlutdeild. Af ofansögðu má draga þá ályktun að Ísland getur verið í fararbroddi á alþjóðavettvangi í þróun til græns hagkerfis en forsenda þess er að landsmenn og atvinnufyrirtækin í landinu taki til rækilegrar endurskoðunar neysluvenjur, framleiðsluferla og forgangsröðun í atvinnumálum. Hvað er grænt hagkerfi?Eðlilegt er að spurt sé, hvað er grænt hagkerfi fyrir nokkuð? Nefnd Alþingis styðst við þá skilgreiningu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna að grænt sé það hagkerfi sem leiði til aukinna lífsgæða um leið og dregið sé verulega úr umhverfislegri áhættu og röskun vistkerfa. Í grænu hagkerfi er áhersla lögð á atvinnustarfsemi sem dregur úr mengun og losun gróðurhúsalofttegunda, stuðlar að bættri nýtingu orku og auðlinda og kemur í veg fyrir hnignun líffræðilegrar fjölbreytni og þjónustu vistkerfa. Í stuttu máli einkennist grænt hagkerfi af aukinni verðmætasköpun á sama tíma og dregið er úr álagi á náttúruna. Grænt hagkerfi á Íslandi kallar því á atvinnustefnu sem byggir á aukinni fjölbreytni og hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar, þar sem jafnvægi er milli hagsmuna núlifandi íbúa landsins og þeirra sem á eftir okkur munu koma. Þverpólitísk vinnaNú þegar nefndin hefur skilað sínum niðurstöðum fer málið til Alþingis til frekari meðferðar. Ég hef lagt fram þingsályktunartillögu ásamt þingmönnunum Illuga Gunnarssyni og Guðmundi Steingrímssyni sem sæti áttu í nefndinni og 18 öðrum þingmönnum allra þingflokka þar sem lagt er til að forsætisráðherra stýri mótun aðgerðaáætlunar um eflingu græns hagkerfis á grundvelli tillagna nefndarinnar. Tillagan verður tekin til umfjöllunar á Alþingi í dag og fær síðan efnislega meðferð í þinginu. Þar verður leitað umsagnar um efni tillögunnar og er það von mín að sem flestir sem áhuga hafa á málaflokknum leggi sitt af mörkum með umsögnum og athugasemdum til að endanleg niðurstaða þessarar vinnu verði sem best úr garði gerð. Verðmætasköpun og náttúruverndGrænt hagkerfi er viðfangsefni sem varðar allar atvinnugreinar og allan almenning. Við getum tekið frumkvæði og verið til fyrirmyndar en við höfum vissulega það val að gera ekki neitt, m.a. í þeirri trú að náttúruauðlindir okkar séu óþrjótandi. Það er mikilvæg niðurstaða nefndarinnar að verðmætasköpun og náttúruvernd séu ekki andstæður heldur sé þvert á móti skynsamlegast að þróa ný atvinnutækifæri án þess að gengið sé á náttúruauðlindir með ósjálfbærum hætti. Það þýðir betra jafnvægi milli atvinnusköpunar og náttúruverndar en við höfum átt að venjast á undanförnum áratugum. Vistvæn nýting orkuauðlinda er mikilvæg en það er okkur líka hollt að minnast þess að mikil gróska er nú í atvinnugreinum eins og hugverkaiðnaði, ferðaþjónustu og skapandi greinum sem ekki byggja afkomu sína fyrst og fremst á nýtingu náttúruauðlinda. Í næstu grein mun ég fjalla um stefnumið og einstakar tillögur nefndarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland getur skipað sér í fremstu röð á alþjóðavettvangi, sem grænt hagkerfi, með áherslu á hreina náttúru, sjálfbæran orkubúskap, nýsköpun og menntun til sjálfbærni. Þetta er framtíðarsýn þverpólitískrar nefndar með aðild allra þingflokka á Alþingi sem nú hefur skilað niðurstöðum sínum um eflingu græna hagkerfisins á Íslandi eftir tólf mánaða starf. Í skýrslunni kynnir nefndin stefnumið sem liggja til grundvallar 48 tillögum um aðgerðir til að örva þróun í átt til græns hagkerfis á Íslandi. Hvers vegna grænt hagkerfi?Um 20% mannkyns taka til sín 80% af orku og auðæfum heims og losa lungann af þeim gróðurhúsalofttegundum sem leystar eru í andrúmsloftið af mannavöldum. Ef allir jarðarbúar leyfðu sér orkueyðslu Vesturlandabúa, að óbreyttu tæknistigi, væri framtíð mannkyns stefnt í voða. Það er stærsta og líklega mikilvægasta verkefni mannkyns á þessari öld að móta efnahags- og atvinnustefnu sem dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda og nýtir orku á sjálfbæran hátt. Fjöldi þjóðríkja og alþjóðastofnana á borð við Sameinuðu þjóðirnar, Evrópusambandið, Norðurlandaráð og OECD líta á það sem forgangsverkefni að skilgreina grænt hagkerfi og varða veg sem dregur úr ágengni atvinnustarfsemi á vistkerfið. Græn orka en mikil sóunVið Íslendingar höfum lengi státað af því að vera land hreinnar orku og áætlað hefur verið að um 80% allrar orku sem notuð er í landinu séu endurnýjanleg orka sem á upptök sín í virkjun vatnsafls eða jarðvarma. Íslendingar eru hér í sérflokki vestrænna þjóða, en til samanburðar má geta þess að Evrópusambandið hefur sett sér það mark að hlutdeild endurnýjanlegar orku verði orðin 20% árið 2020. Ef litið er til orkuneyslu blasir hins vegar við okkur önnur mynd, en nýleg rannsókn í Háskóla Íslands gefur til kynna að Íslendingar séu neyslufrekasta þjóð jarðar, skv. mælingu á svokölluðu vistspori. Þá gerir það íslenskt hagkerfi viðkvæmara fyrir ytri áföllum hve orkunýtingin er einhæf. Það segir sína sögu að ein atvinnugrein – áliðnaður – stóð undir 74% af raforkunotkun landsins árið 2009 en engin önnur atvinnugrein náði meira en 6% hlutdeild. Af ofansögðu má draga þá ályktun að Ísland getur verið í fararbroddi á alþjóðavettvangi í þróun til græns hagkerfis en forsenda þess er að landsmenn og atvinnufyrirtækin í landinu taki til rækilegrar endurskoðunar neysluvenjur, framleiðsluferla og forgangsröðun í atvinnumálum. Hvað er grænt hagkerfi?Eðlilegt er að spurt sé, hvað er grænt hagkerfi fyrir nokkuð? Nefnd Alþingis styðst við þá skilgreiningu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna að grænt sé það hagkerfi sem leiði til aukinna lífsgæða um leið og dregið sé verulega úr umhverfislegri áhættu og röskun vistkerfa. Í grænu hagkerfi er áhersla lögð á atvinnustarfsemi sem dregur úr mengun og losun gróðurhúsalofttegunda, stuðlar að bættri nýtingu orku og auðlinda og kemur í veg fyrir hnignun líffræðilegrar fjölbreytni og þjónustu vistkerfa. Í stuttu máli einkennist grænt hagkerfi af aukinni verðmætasköpun á sama tíma og dregið er úr álagi á náttúruna. Grænt hagkerfi á Íslandi kallar því á atvinnustefnu sem byggir á aukinni fjölbreytni og hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar, þar sem jafnvægi er milli hagsmuna núlifandi íbúa landsins og þeirra sem á eftir okkur munu koma. Þverpólitísk vinnaNú þegar nefndin hefur skilað sínum niðurstöðum fer málið til Alþingis til frekari meðferðar. Ég hef lagt fram þingsályktunartillögu ásamt þingmönnunum Illuga Gunnarssyni og Guðmundi Steingrímssyni sem sæti áttu í nefndinni og 18 öðrum þingmönnum allra þingflokka þar sem lagt er til að forsætisráðherra stýri mótun aðgerðaáætlunar um eflingu græns hagkerfis á grundvelli tillagna nefndarinnar. Tillagan verður tekin til umfjöllunar á Alþingi í dag og fær síðan efnislega meðferð í þinginu. Þar verður leitað umsagnar um efni tillögunnar og er það von mín að sem flestir sem áhuga hafa á málaflokknum leggi sitt af mörkum með umsögnum og athugasemdum til að endanleg niðurstaða þessarar vinnu verði sem best úr garði gerð. Verðmætasköpun og náttúruverndGrænt hagkerfi er viðfangsefni sem varðar allar atvinnugreinar og allan almenning. Við getum tekið frumkvæði og verið til fyrirmyndar en við höfum vissulega það val að gera ekki neitt, m.a. í þeirri trú að náttúruauðlindir okkar séu óþrjótandi. Það er mikilvæg niðurstaða nefndarinnar að verðmætasköpun og náttúruvernd séu ekki andstæður heldur sé þvert á móti skynsamlegast að þróa ný atvinnutækifæri án þess að gengið sé á náttúruauðlindir með ósjálfbærum hætti. Það þýðir betra jafnvægi milli atvinnusköpunar og náttúruverndar en við höfum átt að venjast á undanförnum áratugum. Vistvæn nýting orkuauðlinda er mikilvæg en það er okkur líka hollt að minnast þess að mikil gróska er nú í atvinnugreinum eins og hugverkaiðnaði, ferðaþjónustu og skapandi greinum sem ekki byggja afkomu sína fyrst og fremst á nýtingu náttúruauðlinda. Í næstu grein mun ég fjalla um stefnumið og einstakar tillögur nefndarinnar.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun