Litlir heilar og stórir Sólveig Hlín Kristjánsdóttir skrifar 12. október 2011 06:00 Tinna Ásgeirsdóttir ritstjóri Í viðtali í morgunútvarpinu á Rás 2 miðvikudaginn 5. október var fjallað um það hvort strákar ættu erfitt með nám í grunnskólanum. Þar vitnaði viðmælandi í skýrslu starfshóps á vegum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar um námsárangur drengja og sagði að þroskamynstur stelpna og stráka væri afar mismunandi. Viðmælandi nefndi að samkvæmt skýrslunni hefðu stelpur náð ákveðnum þroska við 11 ára aldur sem strákar næðu ekki fyrr en við 15 ára aldur. Í skýrslunni kæmi líka fram að heili stráka væri minni en heili stelpna. Af þessu mætti því draga þá ályktun að hugsanlega gerðu skólar of miklar kröfur til stráka. Þetta hljóta flestum þeim sem starfa við rannsóknir á þroska barna að þykja athyglisverðar fréttir, enda hefur ekki verið hægt að draga sambærilegar ályktanir af þeim rannsóknum á þroskamun kynjanna sem gerðar hafa verið fram til þessa. Að slakan námsárangur stráka mætti rekja til þess að þeir væru með minni heila en stelpur. Í skýrslunni segir: „mikilvægt [er] að áherslur í námi séu í samræmi við vitsmunaþroska barna og ekki sé verið að leggja áherslu á þætti sem heilinn hreinlega ræður ekki við". „Rannsóknin sýnir að stúlkur nái ákveðnum þroska um 11 ára en drengir sama þroska ekki fyrr en 15 ára. Ung kona nær svo fullum þroska í heilastarfsemi milli 21-22 ára en ungir piltar ekki fyrr en næstum 30 ára gamlir. Rannsakendur benda á að þessi munur er miklu meiri en munurinn á kynjum t.d. út frá hæð líkamans. Þetta á líka við um stærð heilans; nánast enginn munur er á stærð heila fullorðinna kvenna og karla en mjög mikill hjá stúlkum og drengjum" (bls. 37). Þetta má auðveldlega túlka sem svo að stelpur séu með stærri heila en strákar þótt ekki sé það sagt berum orðum. Rannsóknin sem starfshópurinn vitnar í er gerð af Lenroot og félögum og birtist í NeuroImage árið 2007. Í rannsókninni voru teknar sneiðmyndir af höfði (MRI) barna og ungs fólks á mismunandi aldri. Þátttakendur voru á aldrinum 3-27 ára. Rannsóknin snerist um það að skoða hvernig heilinn og mismunandi svæði hans stækka og breytast á þessum aldri. Meðal annars var skoðað hvernig hlutfall milli gráa og hvíta efnis heilans þróast og hvernig rúmmál heilans breytist. Starfshópurinn dregur víðtækar ályktanir af rannsókninni og segir m.a. að hún veiti okkur „miklu betri innsýn inn í líðan og hæfni barna til að takast á við verkefni" (bls. 37). Meðal tillagna starfshópsins er að skoða þurfi hvort þroskafræðilegur munur á strákum og stelpum eigi að hafa áhrif á skipulag náms og kennslu: „Það sem er þroskafræðilega hentugt fyrir 6 ára stelpu gæti verið mjög óhentugt fyrir 6 ára dreng" (bls. 37). Ljóst er að starfshópurinn vill vel og vitnað er í þann vísindalega grunn sem hann byggir hugmyndir sínar um betrumbætur í skólakerfinu á. Í rannsókn Lenroot og félaga kemur fram að sannarlega er munur á kynjunum. Heili stráka er að meðaltali um 10% stærri að rúmmáli en heili stelpna og þessi munur er ljós þegar við 7 ára aldur. Heili kynjanna nær hámarksrúmmáli á mismunandi tíma, þannig að við 10,5 ára aldur er heili stelpna mestur um sig en rúmmál heila stráka verður mest við 14,5 ára aldur. Eftir að hámarksrúmmáli er náð byrjar heilinn að minnka aftur og um 18 ára aldur, hjá báðum kynjum, er komið á n.k. jafnvægi. Hvergi í greininni er dregin sú ályktun að rúmmál heila segi til um þroskastöðu barna og höfundar taka það skýrt fram að ekki sé hægt að draga neinar slíkar ályktanir (bls. 6). Það er því merkilegt að starfshópur borgarinnar skuli velja að vitna í rannsókn Lenroot og félaga til að styðja hugmynd sína um mismunandi hæfni kynja eftir aldri. Vitaskuld er það þarft verk að finna leiðir til að bæta námsárangur drengja í grunnskólum. En maður verður að spyrja sig hvort besta leiðin til að ná því marki sé að klastra saman skýrslu þar sem því er svo gott sem logið upp á stráka að þeir séu með minni heila en stelpur og hafi af þeim sökum ekki burði til að sinna sömu verkefnum og þær. Grein þeirra Lenroot og félaga má m.a. finna hér: http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC2040300/pdf/nihms27353.pdf Skýrsla starfshóps á vegum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar: http://strakar.files.wordpress.com/2011/09/starfshc3b3pur-um-nc3a1msvanda-drengja-20111.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Tinna Ásgeirsdóttir ritstjóri Í viðtali í morgunútvarpinu á Rás 2 miðvikudaginn 5. október var fjallað um það hvort strákar ættu erfitt með nám í grunnskólanum. Þar vitnaði viðmælandi í skýrslu starfshóps á vegum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar um námsárangur drengja og sagði að þroskamynstur stelpna og stráka væri afar mismunandi. Viðmælandi nefndi að samkvæmt skýrslunni hefðu stelpur náð ákveðnum þroska við 11 ára aldur sem strákar næðu ekki fyrr en við 15 ára aldur. Í skýrslunni kæmi líka fram að heili stráka væri minni en heili stelpna. Af þessu mætti því draga þá ályktun að hugsanlega gerðu skólar of miklar kröfur til stráka. Þetta hljóta flestum þeim sem starfa við rannsóknir á þroska barna að þykja athyglisverðar fréttir, enda hefur ekki verið hægt að draga sambærilegar ályktanir af þeim rannsóknum á þroskamun kynjanna sem gerðar hafa verið fram til þessa. Að slakan námsárangur stráka mætti rekja til þess að þeir væru með minni heila en stelpur. Í skýrslunni segir: „mikilvægt [er] að áherslur í námi séu í samræmi við vitsmunaþroska barna og ekki sé verið að leggja áherslu á þætti sem heilinn hreinlega ræður ekki við". „Rannsóknin sýnir að stúlkur nái ákveðnum þroska um 11 ára en drengir sama þroska ekki fyrr en 15 ára. Ung kona nær svo fullum þroska í heilastarfsemi milli 21-22 ára en ungir piltar ekki fyrr en næstum 30 ára gamlir. Rannsakendur benda á að þessi munur er miklu meiri en munurinn á kynjum t.d. út frá hæð líkamans. Þetta á líka við um stærð heilans; nánast enginn munur er á stærð heila fullorðinna kvenna og karla en mjög mikill hjá stúlkum og drengjum" (bls. 37). Þetta má auðveldlega túlka sem svo að stelpur séu með stærri heila en strákar þótt ekki sé það sagt berum orðum. Rannsóknin sem starfshópurinn vitnar í er gerð af Lenroot og félögum og birtist í NeuroImage árið 2007. Í rannsókninni voru teknar sneiðmyndir af höfði (MRI) barna og ungs fólks á mismunandi aldri. Þátttakendur voru á aldrinum 3-27 ára. Rannsóknin snerist um það að skoða hvernig heilinn og mismunandi svæði hans stækka og breytast á þessum aldri. Meðal annars var skoðað hvernig hlutfall milli gráa og hvíta efnis heilans þróast og hvernig rúmmál heilans breytist. Starfshópurinn dregur víðtækar ályktanir af rannsókninni og segir m.a. að hún veiti okkur „miklu betri innsýn inn í líðan og hæfni barna til að takast á við verkefni" (bls. 37). Meðal tillagna starfshópsins er að skoða þurfi hvort þroskafræðilegur munur á strákum og stelpum eigi að hafa áhrif á skipulag náms og kennslu: „Það sem er þroskafræðilega hentugt fyrir 6 ára stelpu gæti verið mjög óhentugt fyrir 6 ára dreng" (bls. 37). Ljóst er að starfshópurinn vill vel og vitnað er í þann vísindalega grunn sem hann byggir hugmyndir sínar um betrumbætur í skólakerfinu á. Í rannsókn Lenroot og félaga kemur fram að sannarlega er munur á kynjunum. Heili stráka er að meðaltali um 10% stærri að rúmmáli en heili stelpna og þessi munur er ljós þegar við 7 ára aldur. Heili kynjanna nær hámarksrúmmáli á mismunandi tíma, þannig að við 10,5 ára aldur er heili stelpna mestur um sig en rúmmál heila stráka verður mest við 14,5 ára aldur. Eftir að hámarksrúmmáli er náð byrjar heilinn að minnka aftur og um 18 ára aldur, hjá báðum kynjum, er komið á n.k. jafnvægi. Hvergi í greininni er dregin sú ályktun að rúmmál heila segi til um þroskastöðu barna og höfundar taka það skýrt fram að ekki sé hægt að draga neinar slíkar ályktanir (bls. 6). Það er því merkilegt að starfshópur borgarinnar skuli velja að vitna í rannsókn Lenroot og félaga til að styðja hugmynd sína um mismunandi hæfni kynja eftir aldri. Vitaskuld er það þarft verk að finna leiðir til að bæta námsárangur drengja í grunnskólum. En maður verður að spyrja sig hvort besta leiðin til að ná því marki sé að klastra saman skýrslu þar sem því er svo gott sem logið upp á stráka að þeir séu með minni heila en stelpur og hafi af þeim sökum ekki burði til að sinna sömu verkefnum og þær. Grein þeirra Lenroot og félaga má m.a. finna hér: http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC2040300/pdf/nihms27353.pdf Skýrsla starfshóps á vegum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar: http://strakar.files.wordpress.com/2011/09/starfshc3b3pur-um-nc3a1msvanda-drengja-20111.pdf
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun