Vandtaldir keppir í sláturtíðinni Þórólfur Matthíasson skrifar 8. október 2011 00:01 Í grein í Bændablaðinu 29. september sl. fjallar forstjóri Sláturfélags Suðurlands (sem notar hina útflutningsvænu skammstöfun SS á sumar vörur sínar) um ávinning sauðfjárbænda af útflutningi sauðfjárafurða. Tilefni greinar forstjórans er greinarskrif mín í Fréttablaðið undanfarið. Meðferð forstjórans á talnagögnum og hagfræðihugtökum kallar á nokkrar athugasemdir. Fyrst um gagnauppsprettuna sem forstjórinn kýs að nota. Hann notar tölur Hagstofunnar um útflutningsmagn og útflutningsverðmæti til að áætla skilaverð á útfluttu kjöti til afurðastöðva. Þannig fær hann að árið 2010 hafi skilaverð á útfluttu kindakjöti verð 616 kr./kg. Hagnaður af að svelta innlenda markaðinn?Af hverju fer forstjórinn í útflutningsskýrslur Hagstofunnar til að finna tölu sem er að finna í pappírum á hans eigin skrifborði? Af hverju upplýsir hann ekki hvaða verð Sláturfélag Suðurlands fær fyrir kíló af útfluttu dilkakjöti í heilum skrokkum eða eftir kjöthlutum? Þær upplýsingar ættu að vera honum höndum nær en þær tölur sem hann kýs að nota. Af hverju upplýsir forstjórinn ekki hvaða verð Sláturfélag Suðurlands fær fyrir kíló af útfluttu ærkjöti í heilum skrokkum? Af hverju reynir hann að fela sig á bak við grófa meðaltölu úr útflutningsskýrslum? Er hugsanlegt að raunverulega sé skilaverð vegna útflutnings lægra en 616 krónur á kíló? Er hugsanlegt að Sláturfélag Suðurlands sé að selja kjöt til útlanda með stórfelldu tapi? Ef svo er, hvers vegna? Er markmið útflutningsins að draga úr kjötframboði á innlendan markað og hækka þannig verðið innanlands? Neytendur eiga skilyrðislaust rétt á að fá sannar upplýsingar um útflutningsverð dilkakjöts hjá SS því það gæti verið býsna ábatasamt fyrir fyrirtækið að halda kjöti frá innlenda markaðnum og selja til útlanda, undir kostnaðarverði, sé sú staðhæfing forstjórans rétt að 1% samdráttur framboðs verði til þess að SS geti hækkað verð innanlands um 3-5%. Afurðastöðvar selja nú um þriðjung kindakjötframleiðslunnar til útlanda. Framleiðslukostnaður kindakjötsMeð vísan í búreikninga telur forstjórinn breytilegan kostnað sauðfjárbænda vegna framleiðslu hvers kílós af kindakjöti hafa verið 286 krónur árið 2010. Þá er búið að fella út úr hugtakinu „breytilegur kostnaður“ margt sem hagfræðingar telja til breytilegs kostnaðar, s.s. rekstrarkostnað bifreiðar, raforkunotkun, viðhald tækja og bygginga, tryggingargjöld o.fl. Sé rétt með farið var breytilegur kostnaður fyrir utan laun vegna framleiðslu kindakjöts 597,50 krónur á kíló árið 2009. Sé launum bætt við hækkar þessi kostnaður í 760 til 900 krónur (eftir því hvort mánaðarlaun sauðfjárbænda miðast við taxta ríkisskattstjóra eða atvinnuleysisbætur) samkvæmt búreikningum árið 2009. Færður til verðlags á árinu 2010 er þessi kostnaður 810 til 960 krónur á kíló. Forstjóri SS upplýsir að sláturleyfishafar hafi greitt bændum 393 kr. á kíló kindakjöts árið 2010. Beint reikningslegt tap bænda vegna hvers kílós kindakjöts sem flutt var út hefur því verið á bilinu 400 til 560 krónur. Bændur bera þó ekki þennan kostnað nema í nokkra daga. Í krafti takmarkana á framboði á innlenda markaðnum er verðið sem íslenskir neytendur eru knúnir til að borga tug eða tugum prósentum hærra en það þyrfti að vera. Og það sem ekki er hægt að draga upp úr buddu neytenda er sótt í galtóman ríkissjóðinn. Beingreiðslur til sauðfjárbænda nema 4 milljörðum króna árlega. Neytendur og skattgreiðendur munar um slíka keppi, líka í sláturtíðinni. LokaorðSé hið hálfreiknaða reikningsdæmi forstjóra SS reiknað til enda kemur fram býsna nöturleg mynd. Þrátt fyrir lágt gengi íslensku krónunnar er skilaverð á útfluttu kindakjöti langt undir framleiðslukostnaði. Einu rekstrarlegu rökin fyrir útflutningnum virðast vera þau að með útflutningnum megi svelta innlenda kjötmarkaðinn og þvinga innlenda neytendur til að borga miklu hærra verð fyrir kindakjöt en væri innanlandssalan í samræmi við skuldbindingar í búvörusamningi. Einhver myndi nota þau orð að útflutningur kindakjöts væri liður í að blóðmjólka íslenska kaupendur kindakjöts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í grein í Bændablaðinu 29. september sl. fjallar forstjóri Sláturfélags Suðurlands (sem notar hina útflutningsvænu skammstöfun SS á sumar vörur sínar) um ávinning sauðfjárbænda af útflutningi sauðfjárafurða. Tilefni greinar forstjórans er greinarskrif mín í Fréttablaðið undanfarið. Meðferð forstjórans á talnagögnum og hagfræðihugtökum kallar á nokkrar athugasemdir. Fyrst um gagnauppsprettuna sem forstjórinn kýs að nota. Hann notar tölur Hagstofunnar um útflutningsmagn og útflutningsverðmæti til að áætla skilaverð á útfluttu kjöti til afurðastöðva. Þannig fær hann að árið 2010 hafi skilaverð á útfluttu kindakjöti verð 616 kr./kg. Hagnaður af að svelta innlenda markaðinn?Af hverju fer forstjórinn í útflutningsskýrslur Hagstofunnar til að finna tölu sem er að finna í pappírum á hans eigin skrifborði? Af hverju upplýsir hann ekki hvaða verð Sláturfélag Suðurlands fær fyrir kíló af útfluttu dilkakjöti í heilum skrokkum eða eftir kjöthlutum? Þær upplýsingar ættu að vera honum höndum nær en þær tölur sem hann kýs að nota. Af hverju upplýsir forstjórinn ekki hvaða verð Sláturfélag Suðurlands fær fyrir kíló af útfluttu ærkjöti í heilum skrokkum? Af hverju reynir hann að fela sig á bak við grófa meðaltölu úr útflutningsskýrslum? Er hugsanlegt að raunverulega sé skilaverð vegna útflutnings lægra en 616 krónur á kíló? Er hugsanlegt að Sláturfélag Suðurlands sé að selja kjöt til útlanda með stórfelldu tapi? Ef svo er, hvers vegna? Er markmið útflutningsins að draga úr kjötframboði á innlendan markað og hækka þannig verðið innanlands? Neytendur eiga skilyrðislaust rétt á að fá sannar upplýsingar um útflutningsverð dilkakjöts hjá SS því það gæti verið býsna ábatasamt fyrir fyrirtækið að halda kjöti frá innlenda markaðnum og selja til útlanda, undir kostnaðarverði, sé sú staðhæfing forstjórans rétt að 1% samdráttur framboðs verði til þess að SS geti hækkað verð innanlands um 3-5%. Afurðastöðvar selja nú um þriðjung kindakjötframleiðslunnar til útlanda. Framleiðslukostnaður kindakjötsMeð vísan í búreikninga telur forstjórinn breytilegan kostnað sauðfjárbænda vegna framleiðslu hvers kílós af kindakjöti hafa verið 286 krónur árið 2010. Þá er búið að fella út úr hugtakinu „breytilegur kostnaður“ margt sem hagfræðingar telja til breytilegs kostnaðar, s.s. rekstrarkostnað bifreiðar, raforkunotkun, viðhald tækja og bygginga, tryggingargjöld o.fl. Sé rétt með farið var breytilegur kostnaður fyrir utan laun vegna framleiðslu kindakjöts 597,50 krónur á kíló árið 2009. Sé launum bætt við hækkar þessi kostnaður í 760 til 900 krónur (eftir því hvort mánaðarlaun sauðfjárbænda miðast við taxta ríkisskattstjóra eða atvinnuleysisbætur) samkvæmt búreikningum árið 2009. Færður til verðlags á árinu 2010 er þessi kostnaður 810 til 960 krónur á kíló. Forstjóri SS upplýsir að sláturleyfishafar hafi greitt bændum 393 kr. á kíló kindakjöts árið 2010. Beint reikningslegt tap bænda vegna hvers kílós kindakjöts sem flutt var út hefur því verið á bilinu 400 til 560 krónur. Bændur bera þó ekki þennan kostnað nema í nokkra daga. Í krafti takmarkana á framboði á innlenda markaðnum er verðið sem íslenskir neytendur eru knúnir til að borga tug eða tugum prósentum hærra en það þyrfti að vera. Og það sem ekki er hægt að draga upp úr buddu neytenda er sótt í galtóman ríkissjóðinn. Beingreiðslur til sauðfjárbænda nema 4 milljörðum króna árlega. Neytendur og skattgreiðendur munar um slíka keppi, líka í sláturtíðinni. LokaorðSé hið hálfreiknaða reikningsdæmi forstjóra SS reiknað til enda kemur fram býsna nöturleg mynd. Þrátt fyrir lágt gengi íslensku krónunnar er skilaverð á útfluttu kindakjöti langt undir framleiðslukostnaði. Einu rekstrarlegu rökin fyrir útflutningnum virðast vera þau að með útflutningnum megi svelta innlenda kjötmarkaðinn og þvinga innlenda neytendur til að borga miklu hærra verð fyrir kindakjöt en væri innanlandssalan í samræmi við skuldbindingar í búvörusamningi. Einhver myndi nota þau orð að útflutningur kindakjöts væri liður í að blóðmjólka íslenska kaupendur kindakjöts.
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar