Ásættanlegur farvegur í samstarfi skóla og kirkju Bjarni Karlsson skrifar 6. október 2011 06:00 Nú hefur borgarráð ályktað í hinu langdregna og sérstaka máli er varðar samskipti reykvískra skóla við trú- og lífsskoðanafélög. Það góða er að niðurstaðan felur í sér samráðsferli sem skuli fara fram. Þar með er viðurkennt að það þurfi að ræða þessi mál betur á breiðum faglegum og félagslegum grundvelli. Eins ber að fagna því að nú eru reglurnar settar af borgarráði sjálfu en ekki af mannréttindaráði, og málefninu vísað til Skóla- og frístundasviðs þar sem það á betur heima, um leið og mannréttindaráð hefur sínu mikilvæga eftirlitshlutverki að gegna. Reglurnar sem nú hafa verið samþykktar bera ekki með sér þóttann og andúðina sem upphaflegur texti mannréttindaráðs fól í sér og margt hefur verið fært til betri vegar. Reiknað er með prestum sem fagmönnum í hópi annarra fagmanna í tengslum við sorgarúrvinnslu. Gert er ráð fyrir því að sóknarkirkjur standi áfram við hlið annarra félaga sem bjóða börnum hollar tómstundir í skólahverfinu er kemur að kynningarmálum. Ekki er lagt bann við ferðum fermingarbarna með kirkjum sínum og fleira gott mætti nefna. Auk þess er áfram í textanum sú klára afstaða sem enginn deilir um að skólinn sé ekki vettvangur trúboðs og að allir sem hann heimsækja geri það á forsendum skólans. Þrennt þarf að ræða í samráðsferlinu aðminni hyggju: Viljum við samnýta skólahúsnæði úti í hverfunum með íþróttafélögum, skátum og tónskólum en hafna samvinnu við sóknarkirkjur á því sviði eins og gert er ráð fyrir í nýju reglunum? Viljum við hafna þeirri menningargjöf sem Gídeonmenn hafa fært 10 ára börnum í meira en 60 ár með því að afhenda Nýja testamenntið eða eigum við að finna tilboði þeirra hæfilegan farveg á forsendum skólans? Viljum við banna börnum þátttöku í helgisiðum og athöfnum er þau heimsækja sóknarkirkjuna í hverfinu sínu? Hvernig líður okkur með það að banna barni að signa sig eða segja Faðirvorið sem því hefur verið kennt? Í þessu öllu þarf að gæta hófs og það er hlutverk okkar sem samfélags. Með afgreiðslu málsins hefur borgarráð sýnt ábyrgð sem lýðkjörið yfirvald og vísað þessu umdeilda máli í ásættanlegan farveg þar sem upplýst og vönduð umræða getur átt sér stað. Markmið okkar er að umfaðma fjölbreytileika mannlífsins í einingu. Lausnin mun finnast í röklegu samtali, faglegu samráði og gagnkvæmri háttvísi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Skoðun Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Sjá meira
Nú hefur borgarráð ályktað í hinu langdregna og sérstaka máli er varðar samskipti reykvískra skóla við trú- og lífsskoðanafélög. Það góða er að niðurstaðan felur í sér samráðsferli sem skuli fara fram. Þar með er viðurkennt að það þurfi að ræða þessi mál betur á breiðum faglegum og félagslegum grundvelli. Eins ber að fagna því að nú eru reglurnar settar af borgarráði sjálfu en ekki af mannréttindaráði, og málefninu vísað til Skóla- og frístundasviðs þar sem það á betur heima, um leið og mannréttindaráð hefur sínu mikilvæga eftirlitshlutverki að gegna. Reglurnar sem nú hafa verið samþykktar bera ekki með sér þóttann og andúðina sem upphaflegur texti mannréttindaráðs fól í sér og margt hefur verið fært til betri vegar. Reiknað er með prestum sem fagmönnum í hópi annarra fagmanna í tengslum við sorgarúrvinnslu. Gert er ráð fyrir því að sóknarkirkjur standi áfram við hlið annarra félaga sem bjóða börnum hollar tómstundir í skólahverfinu er kemur að kynningarmálum. Ekki er lagt bann við ferðum fermingarbarna með kirkjum sínum og fleira gott mætti nefna. Auk þess er áfram í textanum sú klára afstaða sem enginn deilir um að skólinn sé ekki vettvangur trúboðs og að allir sem hann heimsækja geri það á forsendum skólans. Þrennt þarf að ræða í samráðsferlinu aðminni hyggju: Viljum við samnýta skólahúsnæði úti í hverfunum með íþróttafélögum, skátum og tónskólum en hafna samvinnu við sóknarkirkjur á því sviði eins og gert er ráð fyrir í nýju reglunum? Viljum við hafna þeirri menningargjöf sem Gídeonmenn hafa fært 10 ára börnum í meira en 60 ár með því að afhenda Nýja testamenntið eða eigum við að finna tilboði þeirra hæfilegan farveg á forsendum skólans? Viljum við banna börnum þátttöku í helgisiðum og athöfnum er þau heimsækja sóknarkirkjuna í hverfinu sínu? Hvernig líður okkur með það að banna barni að signa sig eða segja Faðirvorið sem því hefur verið kennt? Í þessu öllu þarf að gæta hófs og það er hlutverk okkar sem samfélags. Með afgreiðslu málsins hefur borgarráð sýnt ábyrgð sem lýðkjörið yfirvald og vísað þessu umdeilda máli í ásættanlegan farveg þar sem upplýst og vönduð umræða getur átt sér stað. Markmið okkar er að umfaðma fjölbreytileika mannlífsins í einingu. Lausnin mun finnast í röklegu samtali, faglegu samráði og gagnkvæmri háttvísi.
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun